Grímur Grímsson hefur komið víða við á rúmlega þrjátíu ára ferli sínum í lögreglunni. Hann var lögreglumaður á vakt þegar mannskæð snjóflóð féllu á Vestfjörðum í lok síðustu aldar, var nafngreindur í frægri grein Jóns Ásgeirs Jóhannessonar athafnamanns sem sagði hann óheiðarlegan lögreglumann þegar hann rannsakaði efnahagsbrot hjá sérstökum saksóknara, en tók við starfi yfirlögregluþjóns hjá miðlægu rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar ólgu og átaka innan deildarinnar í lok síðasta árs.
Í byrjun árs stýrði hann síðan rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, ungrar konu sem almenningur fylgdist með á eftirlitsmyndavélum taka sín síðustu skref á leiðinni upp Laugaveg, og síðan hverfa að eilífu úr augsýn. Rannsókn á mannshvarfi breyttist fljótlega í manndrápsrannsókn og leiddi að lokum til einnar erfiðustu handtöku sem íslensk lögregluyfirvöld hafa staðið fyrir, um borð í skipi sem snúið hafði verið við rétt utan við strendur Grænlands og aftur inn í íslenska efnahagslögsögu.
Málið reyndi mjög …
Athugasemdir