Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Blaðamaður

„Þið eruð að ræna barninu mínu“
Úttekt

„Þið er­uð að ræna barn­inu mínu“

For­eldr­ar barna með fjöl­þætt­an vanda standa eft­ir ráða­laus­ir og ör­vænt­inga­full­ir, þeg­ar full­reynt er með þau fáu úr­ræði sem eru í boði. Rík­ið hef­ur ekki gert þjón­ustu­samn­ing við Vina­kot, einka­rek­ið með­ferð­ar­úr­ræði fyr­ir börn með fjöl­þætt­an vanda, og ekki rík­ir jafn­ræði eft­ir sveit­ar­fé­lög­um hvort börn fái þjón­ustu það­an. Barna­vernd­ar­nefnd Hafn­ar­fjarð­ar greip ný­ver­ið til neyð­ar­ráð­stöf­un­ar í lög­um til að fjar­lægja stúlku úr Vina­koti og koma henni í fóst­ur. Móð­ir stúlk­unn­ar tal­ar um mis­beit­ingu á valdi.
Líf eftir barnsmissi á meðgöngu
Úttekt

Líf eft­ir barn­smissi á með­göngu

Rétt­ur for­eldra er tals­vert ólík­ur eft­ir því hvenær barn deyr. For­eldr­ar sem fæða and­vana barn eiga rétt á þrem­ur sam­eig­in­leg­um mán­uð­um í fæð­ing­ar­or­lofi, en for­eldr­ar barns sem deyr skömmu eft­ir fæð­ingu eiga hins veg­ar rétt á fullu fæð­ing­ar­or­lofi. „Hið and­lega bata­ferli er af sama meiði hvort sem barn­ið lést í móð­urkviði eða stuttu eft­ir fæð­ingu,“ seg­ir Páll Val­ur Björns­son, sem vill breyta kerf­inu.
Líf eftir barnsmissi
Úttekt

Líf eft­ir barn­smissi

Eft­ir margra ára bar­áttu með lang­veiku barni, og þeirri fé­lags­legu ein­angr­un sem felst í umönn­un­ þess, eru for­eldr­ar skild­ir eft­ir í lausu lofti við barns­missi. Enga op­in­bera reglu­gerð er að finna á Ís­landi í dag sem skil­grein­ir rétt­indi for­eldra við and­lát barns og dæmi eru um að for­eldr­ar skrái sig í nám eða á at­vinnu­leys­is­bæt­ur því þeir treysta sér ekki strax á vinnu­mark­að. Eng­in end­ur­hæf­ing stend­ur til boða fyr­ir for­eldra sem hafa misst börn sín.
Fólksflótti úr borginni
Úttekt

Fólks­flótti úr borg­inni

Íbúða­verð hef­ur hækk­að um rúm 40 pró­sent á síð­ast­liðn­um fjór­um ár­um og leigu­verð sömu­leið­is. Ungt fólk á sér litla von um að kaupa íbúð án að­stoð­ar og fá­um tekst að safna sér fyr­ir út­borg­un á grimm­um leigu­mark­aði. Stund­in ræddi við ungt fólk sem hef­ur gef­ist upp á hús­næð­is­mark­að­in­um í þétt­býl­inu og flutt út á land. Þar greið­ir það jafn­vel minna á mán­uði fyr­ir stór ein­býl­is­hús en það gerði fyr­ir litl­ar leigu­íbúð­ir í Reykja­vík.
Fékk milljón króna styrk og framleiddi „kraftaverka“ klórvatn
FréttirSala á ósönnuðum meðferðum

Fékk millj­ón króna styrk og fram­leiddi „krafta­verka“ klór­vatn

Gæða­fóð­ur fékk millj­ón króna frá at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­helg­inni á Ak­ur­eyri í fyrra fyr­ir „líf­rænni sí­rækt­un“ í gám­um. Jó­hann­es Bjarmars­son er eini eig­andi Gæða­fóð­urs. Hús­leit var gerð í verk­smiðju á Ak­ur­eyri og sveita­bæ í ná­grenni þar sem lög­regla lagði hald á iðn­að­ar­klór og kanna­bis. Klór­inn var ætl­að­ur sem „krafta­verka­lausn“ fyr­ir sjúk­linga.

Mest lesið undanfarið ár