Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Líf eftir barnsmissi

Eft­ir margra ára bar­áttu með lang­veiku barni, og þeirri fé­lags­legu ein­angr­un sem felst í umönn­un­ þess, eru for­eldr­ar skild­ir eft­ir í lausu lofti við barns­missi. Enga op­in­bera reglu­gerð er að finna á Ís­landi í dag sem skil­grein­ir rétt­indi for­eldra við and­lát barns og dæmi eru um að for­eldr­ar skrái sig í nám eða á at­vinnu­leys­is­bæt­ur því þeir treysta sér ekki strax á vinnu­mark­að. Eng­in end­ur­hæf­ing stend­ur til boða fyr­ir for­eldra sem hafa misst börn sín.

Eftir fimm ára barning við ólæknandi sjúkdóm var tekin ákvörðun um að slökkva á vélunum sem haldið höfðu lífi í Keran Stueland nánast frá fæðingu. Heimilið, sem árum saman hafði verið fyllt hljóðum vélanna, varð skyndilega þögult. Óli Ásgeir Stueland segist enn, rúmlega ári síðar, finna fyrir syni sínum í höndum sér, enn muna markvissar hreyfingarnar sem hann notaði á hverjum einasta degi við umönnun hans og enn heyra fjarlæg hljóð vélanna. 

Orð fá ekki lýst sorginni sem hellist yfir foreldra við það að missa barnið sitt. Fátt skilur eftir sig stærra tómarúm. Í tilfellum langveikra barna eru foreldrar oft ekki einungis að missa barnið sitt, heldur einnig vinnuna undanfarin ár, rútínuna og festuna í lífinu. „Þú missir allt og stendur einn eftir í svartholi,“ segir Óli Ásgeir.  

Þurftu að velja á milli lífs og dauða

Keran Stueland fæddist þann 15. mars árið 2009. Hann var fyrsta barn foreldra sinna, Óla Ásgeirs Stueland og Sigrúnar Óskarsdóttur, en þau voru einungis 24 ára og 18 ára gömul þegar hann fæddist. Skömmu eftir fæðingu varð ljóst að Keran var mjög veikur og nokkrum vikum síðar fékk Keran endanlega greiningu.  

Óli Ásgeir er ekki sáttur við leiðina sem valin var til að tilkynna ungum foreldrum að sonur þeirra væri með ólæknandi sjúkdóm. „Yfirlæknir á barnadeild og taugasérfræðingur kölluðu okkur á fund eftir að við höfðum 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár