Eftir fimm ára barning við ólæknandi sjúkdóm var tekin ákvörðun um að slökkva á vélunum sem haldið höfðu lífi í Keran Stueland nánast frá fæðingu. Heimilið, sem árum saman hafði verið fyllt hljóðum vélanna, varð skyndilega þögult. Óli Ásgeir Stueland segist enn, rúmlega ári síðar, finna fyrir syni sínum í höndum sér, enn muna markvissar hreyfingarnar sem hann notaði á hverjum einasta degi við umönnun hans og enn heyra fjarlæg hljóð vélanna.
Orð fá ekki lýst sorginni sem hellist yfir foreldra við það að missa barnið sitt. Fátt skilur eftir sig stærra tómarúm. Í tilfellum langveikra barna eru foreldrar oft ekki einungis að missa barnið sitt, heldur einnig vinnuna undanfarin ár, rútínuna og festuna í lífinu. „Þú missir allt og stendur einn eftir í svartholi,“ segir Óli Ásgeir.
Þurftu að velja á milli lífs og dauða
Keran Stueland fæddist þann 15. mars árið 2009. Hann var fyrsta barn foreldra sinna, Óla Ásgeirs Stueland og Sigrúnar Óskarsdóttur, en þau voru einungis 24 ára og 18 ára gömul þegar hann fæddist. Skömmu eftir fæðingu varð ljóst að Keran var mjög veikur og nokkrum vikum síðar fékk Keran endanlega greiningu.
Óli Ásgeir er ekki sáttur við leiðina sem valin var til að tilkynna ungum foreldrum að sonur þeirra væri með ólæknandi sjúkdóm. „Yfirlæknir á barnadeild og taugasérfræðingur kölluðu okkur á fund eftir að við höfðum
Athugasemdir