Birgitta Jónsdóttir, kapteinn og þingmaður Pírata, er ein þeirra sem skráði sig í trúfélagið Zuism í gær en hún segir trúboðið frábært framtak og mjög í anda stefnu Pírata. Þetta segir hún í Facebook-hópnum Pírataspjallið í dag. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær fjölgaði félögum í Félagi Zúista á Íslandi um ríflega þúsund á rúmum tveimur viku. Félag Zúista er þá orðið áttunda stærsta trúfélag landsins, fjölmennari en múslimar á Íslandi, Búddistafélag Íslands og Vottar Jehóva, svo eitthvað sé nefnt.
Yfirtóku deyjandi félag
Stundin fjallaði um trúfélagið Zuism í apríl síðastliðnum, en þá voru einungis þrír einstaklingar skráðir í félagið. Söfnuðurinn fékk formlega skráningu árið 2013 eftir að hafa verið hafnað árið áður. Til stóð að brottfella trúfélagið því samkvæmt lögum þurfa að minnsta kosti 25 lögráða
Athugasemdir