Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fólksflótti úr borginni

Íbúða­verð hef­ur hækk­að um rúm 40 pró­sent á síð­ast­liðn­um fjór­um ár­um og leigu­verð sömu­leið­is. Ungt fólk á sér litla von um að kaupa íbúð án að­stoð­ar og fá­um tekst að safna sér fyr­ir út­borg­un á grimm­um leigu­mark­aði. Stund­in ræddi við ungt fólk sem hef­ur gef­ist upp á hús­næð­is­mark­að­in­um í þétt­býl­inu og flutt út á land. Þar greið­ir það jafn­vel minna á mán­uði fyr­ir stór ein­býl­is­hús en það gerði fyr­ir litl­ar leigu­íbúð­ir í Reykja­vík.

Við erum að borga jafn mikið af húsinu og við vorum að borga í leigu í bænum,“ segir tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir en hún keypti sér, ásamt Jóhanni Vigni Vilbergssyni, einbýlishús í Hveragerði í sumar. Þeim fannst meira aðlaðandi að eignast einbýlishús á landsbyggðinni en „rottuholu í Reykjavík á uppsprengdu verði,“ eins og þau orða það sjálf. Þegar mygla fannst í leiguíbúðinni þeirra í Reykjavík urðu þau að flytja út í flýti og ákváðu strax að þau vildu frekar kaupa húsnæði en að freista gæfunnar á óöruggum leigumarkaði. „Ef þú ferð inn á einhverja leigusíðu og skrifar að þú getir borgað 130 þúsund krónur á mánuði þá færðu engar niðurstöður. Það kemur kannski upp bekkur á Austurvelli,“ segir Unnur um leigumarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu.

Húsið sem Unnur og Jóhann keyptu er 122 fermetrar og því fylgir 1.200 fermetra lóð. Kaupverð er 17,9 milljónir en þau hafa síðan varið um milljón krónum í viðhald. „Auðvitað hefði verið hentugra að kaupa húsnæði á höfuðborgarsvæðinu því við vinnum bæði og erum í skóla í Reykjavík,“ viðurkennir Unnur Birna. „En það var bara ekki hægt. Eins og allir vita eru laun fólks ekki þannig að þú komist auðveldlega í gegnum greiðslumat, en þú átt samt að geta borgað mörghundruð þúsund krónur á mánuði í leigu. Þetta er náttúrulega fáránlegt.“

Þrátt fyrir að þurfa að keyra 45 kíló­metra í vinnu á hverjum morgni segist Unnur ekki finna fyrir auknum kostnaði við bensín. Bíllinn eyði minna í langkeyrslu, bæjarbúar sameinist gjarnan í bíla og þá noti þau hjólið í snatt á milli staða í Hveragerði. „Við eigum okkar gæða­stundir á leiðinni í bæinn,“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár