Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Þú getur keyrt helvíti mikið fyrir tólf milljónir“

Há­kon Sæ­munds­son keypti sér ný­ver­ið ein­býl­is­hús á Ól­afs­firði. Fast­eigna­sali seg­ist finna fyr­ir auk­inni ásókn ungs fólks í hús­næði í sveit­ar­fé­lög­un­um í kring­um Ak­ur­eyri. Há­kon keyr­ir í einn og hálf­an tíma á dag til og frá vinnu.

„Þú getur keyrt helvíti mikið fyrir tólf milljónir“
Keyrir frá Ólafsfirði Hákon Sæmundsson keyrir í einn og hálfan tíma á dag til vinnu á Akureyri. Hann segir langkeyrsluna mun skárri en umferðarþungann í Reykjavík.

„Mörgum finnst þetta mikill tími sem fer í keyrslu, en ég hef rætt við smið í Reykjavík sem segist vera í 45 mínútur á leiðinni heim úr vinnunni,“ segir Hákon Sæmundsson, matreiðslumaður á Bautanum á Akureyri. Hann keypti sér nýverið fasteign á Ólafsfirði og keyrir til vinnu á hverjum degi. Ferðalagið tekur 45 mínútur, eða einn og hálfan tíma á dag. „Þetta er allt öðruvísi keyrsla. Hann pirrar sig á næsta manni á rauðu ljósi á meðan ég nýt náttúrunnar, horfi í kringum mig og slappa af á meðan ég keyri heim,” segir Hákon. Þá bendir hann á að tíminn sem fari nú í ferðalag hafi áður farið í að púsla saman deginum á Akureyri. Þau hjónin eigi þrjú börn og það fjórða sé á leiðinni. Mikill tími hafi því farið í keyrlu á milli dagvistunar, skóla og tómstunda. „Á Ólafsfirði býðst börnum til dæmis leikskólapláss frá tólf mánaða aldri og vegalengdirnar eru mun styttri.“ 

Hákon segir að þau séu fyrst og fremst að sækja í nálægð við fjölskyldu þó svo að lægra fasteignaverð hafi verið ákveðinn vendipunktur í ákvörðuninni um að flytja. Fjölskyldan flytur úr 177 fermetra einbýlishúsi á Akureyrir í 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár