„Mörgum finnst þetta mikill tími sem fer í keyrslu, en ég hef rætt við smið í Reykjavík sem segist vera í 45 mínútur á leiðinni heim úr vinnunni,“ segir Hákon Sæmundsson, matreiðslumaður á Bautanum á Akureyri. Hann keypti sér nýverið fasteign á Ólafsfirði og keyrir til vinnu á hverjum degi. Ferðalagið tekur 45 mínútur, eða einn og hálfan tíma á dag. „Þetta er allt öðruvísi keyrsla. Hann pirrar sig á næsta manni á rauðu ljósi á meðan ég nýt náttúrunnar, horfi í kringum mig og slappa af á meðan ég keyri heim,” segir Hákon. Þá bendir hann á að tíminn sem fari nú í ferðalag hafi áður farið í að púsla saman deginum á Akureyri. Þau hjónin eigi þrjú börn og það fjórða sé á leiðinni. Mikill tími hafi því farið í keyrlu á milli dagvistunar, skóla og tómstunda. „Á Ólafsfirði býðst börnum til dæmis leikskólapláss frá tólf mánaða aldri og vegalengdirnar eru mun styttri.“
Hákon segir að þau séu fyrst og fremst að sækja í nálægð við fjölskyldu þó svo að lægra fasteignaverð hafi verið ákveðinn vendipunktur í ákvörðuninni um að flytja. Fjölskyldan flytur úr 177 fermetra einbýlishúsi á Akureyrir í
Athugasemdir