Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Þú getur keyrt helvíti mikið fyrir tólf milljónir“

Há­kon Sæ­munds­son keypti sér ný­ver­ið ein­býl­is­hús á Ól­afs­firði. Fast­eigna­sali seg­ist finna fyr­ir auk­inni ásókn ungs fólks í hús­næði í sveit­ar­fé­lög­un­um í kring­um Ak­ur­eyri. Há­kon keyr­ir í einn og hálf­an tíma á dag til og frá vinnu.

„Þú getur keyrt helvíti mikið fyrir tólf milljónir“
Keyrir frá Ólafsfirði Hákon Sæmundsson keyrir í einn og hálfan tíma á dag til vinnu á Akureyri. Hann segir langkeyrsluna mun skárri en umferðarþungann í Reykjavík.

„Mörgum finnst þetta mikill tími sem fer í keyrslu, en ég hef rætt við smið í Reykjavík sem segist vera í 45 mínútur á leiðinni heim úr vinnunni,“ segir Hákon Sæmundsson, matreiðslumaður á Bautanum á Akureyri. Hann keypti sér nýverið fasteign á Ólafsfirði og keyrir til vinnu á hverjum degi. Ferðalagið tekur 45 mínútur, eða einn og hálfan tíma á dag. „Þetta er allt öðruvísi keyrsla. Hann pirrar sig á næsta manni á rauðu ljósi á meðan ég nýt náttúrunnar, horfi í kringum mig og slappa af á meðan ég keyri heim,” segir Hákon. Þá bendir hann á að tíminn sem fari nú í ferðalag hafi áður farið í að púsla saman deginum á Akureyri. Þau hjónin eigi þrjú börn og það fjórða sé á leiðinni. Mikill tími hafi því farið í keyrlu á milli dagvistunar, skóla og tómstunda. „Á Ólafsfirði býðst börnum til dæmis leikskólapláss frá tólf mánaða aldri og vegalengdirnar eru mun styttri.“ 

Hákon segir að þau séu fyrst og fremst að sækja í nálægð við fjölskyldu þó svo að lægra fasteignaverð hafi verið ákveðinn vendipunktur í ákvörðuninni um að flytja. Fjölskyldan flytur úr 177 fermetra einbýlishúsi á Akureyrir í 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár