Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Líf eftir barnsmissi á meðgöngu

Rétt­ur for­eldra er tals­vert ólík­ur eft­ir því hvenær barn deyr. For­eldr­ar sem fæða and­vana barn eiga rétt á þrem­ur sam­eig­in­leg­um mán­uð­um í fæð­ing­ar­or­lofi, en for­eldr­ar barns sem deyr skömmu eft­ir fæð­ingu eiga hins veg­ar rétt á fullu fæð­ing­ar­or­lofi. „Hið and­lega bata­ferli er af sama meiði hvort sem barn­ið lést í móð­urkviði eða stuttu eft­ir fæð­ingu,“ seg­ir Páll Val­ur Björns­son, sem vill breyta kerf­inu.

„Við erum alveg að verða komin. Andvana drengur,“ segir sjúkra­flutninga­maður í síma á leiðinni upp á Landspítala og á sama augna­bliki áttar nýbökuð móðir sig á því að barnið hennar er látið. Innst inni vissi hún það. Hún vissi að litlar líkur væru á að sonur hennar gæti lifað utan móðurkviðs eftir einungis tæpa 22 vikna meðgöngu. Samt var átakanlegt að heyra það sagt upphátt í fyrsta skiptið. Andvana drengur. 

Guðrún Þorgerður Jónsdóttir var 23 ára þegar sonur hennar, Gabríel Fannar, kom óvænt í heiminn. Hún hafði ekki gert ráð fyrir að verða móðir svona ung. Planið var að klára nám og koma sér almennilega fyrir áður en hún myndi stofna fjölskyldu. En jafnvel þótt fréttirnar af tilvonandi barni hafi komið á óvart tók hún þeim fagnandi og hún hlakkaði til að takast á við nýtt hlutverk. Settur dagur var 16. febrúar 2014, en Gabríel Fannar kom í heiminn 11. október 2013 og lést skömmu síðar.

Strákur á leiðinni

Guðrún segir meðgönguna hafa gengið brösuglega fyrstu mánuðina sem einkenndust fyrst og fremst af mikilli morgunógleði. Það var því mikill léttir þegar hún ákvað að segja frá meðgöngunni á Facebook þar sem hún var stödd á ferðalagi í Bandaríkjunum. Stuttu eftir heimkomuna fór hún í tuttugu vikna sónarinn. „Við hittum líka hjartalækni því ég og tvíburasystir mín fæddumst báðar með gat í hjartanu, sem lagaðist sem betur fer af sjálfu sér. Yngri bróðir okkar var hins vegar með stærra gat og þurfti að fara til London í aðgerð. Unnusti minn, Helgi, var einnig með hjartagalla þegar hann fæddist, þannig það var mikill léttir þegar hjartalæknirinn sagði okkur 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár