Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Lítil húsgögn fyrir litla íbúð

Lína Birgitta Camilla Sig­urð­ar­dótt­ir og Sverr­ir Berg­mann búa í lít­illi stíl­hreinni íbúð í Kópa­vog­in­um. Á síð­ustu vik­um og mán­uð­um hafa stað­ið yf­ir mikl­ar fram­kvæmd­ir og breyt­ing­ar á heim­il­inu en Lína Birgitta hreins­aði nán­ast allt út úr íbúð­inni þeg­ar hún flutti inn.­

Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir er tiltölulega nýflutt inn til kærastans, útvarpsmannsins og söngvarans Sverris Bergmanns, en hún var ekki lengi að setja svip sinn á heimilið. „Hann keypti íbúðina í fyrra og þegar ég flutti inn í haust ákváðum við að gera hana alla upp. Parketið sem var á gólfum var appelsínugult þannig að það fyrsta sem við gerðum var að skipta því út. Það var svo ljótt að ég vildi að ég ætti brot til þess að sýna þér. Við máluðum einnig alla glugga- og hurðakarma hvíta en þeir voru áður viðarlitaðir. Það var hálfgerður sumarbústaðafílingur hérna inni.“

Auk þess að skipta um parket og mála viðarlista hafa Lína Birgitta og Sverrir málað baðherbergið hvítt og sett upp skápa í for­stofunni. Breytingarnar standa hins vegar enn yfir en Lína segist vonast til að þeim verði lokið fyrir jól. Lína lýsir sínum stíl sem stílhreinum og mínímalískum. „Ég vil hafa lítið af dóti og helst allt hvítt,“ segir hún og tekur fram að Sverrir sé ekki með 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár