Meiðyrðamál Jóns Hjartar Sigurðssonar gegn barnsmóður hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þriðjudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Málið höfðaði Jón Hjörtur vegna þess að barnsmóðir hans sagði hann vera bæði ofbeldismann og eltihrelli. Stundin greindi frá málinu í júlí síðastliðnum.
Jón Hjörtur stefndi konunni einkum fyrir ummæli sem féllu í lokuðum umræðuhópum kvenna á Facebook, meðal annars í hópunum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu og Einstæðar mæður. Þar kallaði barnsmóðir Jóns Hjartar hann „skrímsli“ og „ofbeldismann“ og sagði hann stórhættulegan. Telur Jón Hjörtur að ummælin öll hafi falið í sér ólögmæta meingerð og valdið sér miklum miska.
Jón Hjörtur var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart konunni 15. júní 2012, í sex mánuði, eftir að hafa verið staðinn að því að ónáða hana ítrekað við hús hennar yfir þriggja ára tímabil. Lögregla hafði ítrekað afskipti af Jóni Hirti á árabilinu …
Athugasemdir