Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Meiðyrðamál meints eltihrellis fyrir dóm

Meið­yrða­mál Jóns Hjart­ar Sig­urðs­son­ar, sem áreitti barn­s­móð­ur sína ár­um sam­an, þing­fest í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur.

Meiðyrðamál meints eltihrellis fyrir dóm
Á gægjum Jón Hjörtur ónáðaði barnsmóður sína ítrekað við heimili hennar.

Meiðyrðamál Jóns Hjartar Sigurðssonar gegn barnsmóður hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þriðjudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Málið höfðaði Jón Hjörtur vegna þess að barnsmóðir hans sagði hann vera bæði ofbeldismann og eltihrelli. Stundin greindi frá málinu í júlí síðastliðnum.

Jón Hjörtur stefndi konunni einkum fyrir ummæli sem féllu í lokuðum umræðuhópum kvenna á Facebook, meðal annars í hópunum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu og Einstæðar mæður. Þar kallaði barnsmóðir Jóns Hjartar hann „skrímsli“ og „ofbeldismann“ og sagði hann stórhættulegan. Telur Jón Hjörtur að ummælin öll hafi falið í sér ólögmæta meingerð og valdið sér miklum miska. 

Jón Hjörtur var úrskurðaður í nálgunarbann gagnvart konunni 15. júní 2012, í sex mánuði, eftir að hafa verið staðinn að því að ónáða hana ítrekað við hús hennar yfir þriggja ára tímabil. Lögregla hafði ítrekað afskipti af Jóni Hirti á árabilinu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár