Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Helmingur barna af erlendum uppruna stundar engar íþróttir

Tvö­falt lík­legra er að börn sem koma frá heim­il­um þar sem að­eins er töl­uð ís­lenska stundi íþrótt­ir fjór­um sinn­um eða oft­ar í viku held­ur en börn af heim­il­um þar sem ein­ung­is eru töl­uð önn­ur tungu­mál.

Helmingur barna af erlendum uppruna stundar engar íþróttir
Ná þarf til barna af erlendum uppruna Mun færri börn af erlendum uppruna stunda skipulagaðar íþróttir heldur en börn af íslensku bergi brotin. Persónulega nálgun þarf til að ná börnunum inn í starfið að mati fólks sem starfar innan íþróttahreyfingarinnar.

Yfir helmingur barna af erlendum uppruna stunduðu engar skipulagðar íþróttir árið 2016. Hlutfall barna, sem koma frá heimilum þar sem báðir foreldrar eru af íslensku bergi brotnir, sem engar skipulagðar íþróttir stunduðu, var hins vegar rétt ríflega þriðjungur á sama tíma. Viðmælendur Stundarinnar telja að beita þurfi persónulegri nálgun svo hægt sé að ná til innflytjenda og nauðsynlegt sé að ná talsambandi við bæði börnin og foreldra þeirra.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) ásamt Ungmennafélagi Íslands fékk rannsóknamiðstöðina Rannsóknir og greiningu til að setja spurningar um íþróttaiðkun inn í spurningalista sem lagðir voru fyrir alla nemendur í 8. til 10. bekk á landinu í febrúar 2016, alls ríflega 10.500 unglinga. Meðal þess sem í ljós kom var að nærri tvöfalt líklegra er að börn, sem koma frá heimilum þar sem eingöngu er töluð íslenska, æfi íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár