Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Helmingur barna af erlendum uppruna stundar engar íþróttir

Tvö­falt lík­legra er að börn sem koma frá heim­il­um þar sem að­eins er töl­uð ís­lenska stundi íþrótt­ir fjór­um sinn­um eða oft­ar í viku held­ur en börn af heim­il­um þar sem ein­ung­is eru töl­uð önn­ur tungu­mál.

Helmingur barna af erlendum uppruna stundar engar íþróttir
Ná þarf til barna af erlendum uppruna Mun færri börn af erlendum uppruna stunda skipulagaðar íþróttir heldur en börn af íslensku bergi brotin. Persónulega nálgun þarf til að ná börnunum inn í starfið að mati fólks sem starfar innan íþróttahreyfingarinnar.

Yfir helmingur barna af erlendum uppruna stunduðu engar skipulagðar íþróttir árið 2016. Hlutfall barna, sem koma frá heimilum þar sem báðir foreldrar eru af íslensku bergi brotnir, sem engar skipulagðar íþróttir stunduðu, var hins vegar rétt ríflega þriðjungur á sama tíma. Viðmælendur Stundarinnar telja að beita þurfi persónulegri nálgun svo hægt sé að ná til innflytjenda og nauðsynlegt sé að ná talsambandi við bæði börnin og foreldra þeirra.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) ásamt Ungmennafélagi Íslands fékk rannsóknamiðstöðina Rannsóknir og greiningu til að setja spurningar um íþróttaiðkun inn í spurningalista sem lagðir voru fyrir alla nemendur í 8. til 10. bekk á landinu í febrúar 2016, alls ríflega 10.500 unglinga. Meðal þess sem í ljós kom var að nærri tvöfalt líklegra er að börn, sem koma frá heimilum þar sem eingöngu er töluð íslenska, æfi íþróttir fjórum sinnum í viku eða oftar. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár