Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Talskonur Lífs án ofbeldis bjartsýnar eftir fund með dómsmálaráðherra

Fé­lags­skap­ur­inn af­henti Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur um 2.000 und­ir­skrift­ir þar sem skor­að er á á ráð­herra að tryggja vernd barna gegn of­beldi af hálfu for­eldra.

Talskonur Lífs án ofbeldis bjartsýnar eftir fund með dómsmálaráðherra
Jákvæður fundur Fundur forsvarskvenna Lífs án ofbeldis með dómsmálaráðherra í morgun var gagnlegur. Mynd: Jóhann Smári Jónbjörnsson

Félagsskapurinn Líf án ofbeldis afhenti í morgun Áslaugu Örnu Sigubjörnsdóttur dómsmálaráðherra um 2.000 undirskriftir fólks sem  hefur lagt nafn sitt við málstað félagsskaparins, sem berst gegn því að börn séu neydd í þvingaða umgengni við ofbeldisfulla feður sína. Talskona Lífs án ofbeldis segir að ráðherra hafi tekið þeim vel, augljóslega verið búin að kynna sér málin og eftir fundinn væru þær bjartsýnar á framhaldið.

Líf án ofbeldis er hreyfing sem stofnuð var í september á þessu ári. Að félagsskapnum standa mæður sem hafa þurft að verja börnin sín gegn ofbeldi feðra og konur sem voru sem börn þvingaðar í umgengi við ofbeldisfulla feður sína, ásamt aðstandendum þeirra. Félagsskapurinn berst fyrir því að fundnar verði nýjar leiðir í umgengnis- og forsjármálum þar sem hagsmunir barna eru tryggðir, þegar fyrir liggur að foreldri hefur beitt börn ofbeldi. „Það er óásættanlegt að börn fari í umgengni hjá feðrum sem beita þau kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. Samt sem áður er það að gerast reglulega í okkar samfélagi. Fjöldi mála sýnir greinilegt endurtekið mynstur þar sem dómsmálaráðuneytið og stofnanir sem ábyrgar eru fyrir lagaframkvæmd um barnarétt, gefa gögnum og vitnisburðum sem sýna skýlaust að um ofbeldi sé að ræða, ekki vægi,“ segir í bréfi félagsskaparins sem sent var dómsmálaráðherra á dögunum en í því var óskað eftir fundi þeim sem fram fór í morgun.

„Okkur leið eins og það væri á okkur hlustað og þessi fundur gæti verið upphafið að einhverjum aðgerðum í rétta átt“

Líf án ofbeldis segir jafnframt að réttindagæslu barna í forsjár- og umgengnismálum, þar sem saga sé um heimilis- og kynferðisofbeldi, sé verulega ábótavant. Mæðrum séu settir afarkostir um að annað hvort stofni þær börnum sínum í hættu með því að samþykkja umgengni þeirra við ofbeldisfulla feður, eða að þær séu að öðrum kosti settar í þá stöðu að virða ekki forsjárskyldur sínar gagnvart barni, í andstöðu við réttarákvarðanir. Í áskorun þeirri sem afhent var Áslaugu Örnu í morgun er þess krafist að við lagaframkvæmd sýslumanna og dómara séu ákvæði Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna virt og að lagaframkvæmdin sé í samræmi við þær áherslur sem lagðar hafa verið í barnalögum um að saga um ofbeldi fái aukið vægi við ákvörðun um forsjá og umgengni.

Sigrún Sif Jóelsdóttir, ein talskvenna Lífs án ofbeldis, segir að fundurinn hafi gengið vel. „Áslaug tók okkur vel og hafði kynnt sér málið. Hún lýsti áhyggjum af stöðunni við okkur, hvað varðar framkvæmdina, og án þess að gefa nein loforð lýsti hún því að þetta mál væri í athugun. Til að mynda stæði til að hún fundaði með sýslumannsembættinu á höfðuborgarsvæðinu um málið í næstu viku. Okkur leið eins og það væri á okkur hlustað og þessi fundur gæti verið upphafið að einhverjum aðgerðum í rétta átt. Við erum því bjartsýnar eftir þennan fund.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár