Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Talskonur Lífs án ofbeldis bjartsýnar eftir fund með dómsmálaráðherra

Fé­lags­skap­ur­inn af­henti Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur um 2.000 und­ir­skrift­ir þar sem skor­að er á á ráð­herra að tryggja vernd barna gegn of­beldi af hálfu for­eldra.

Talskonur Lífs án ofbeldis bjartsýnar eftir fund með dómsmálaráðherra
Jákvæður fundur Fundur forsvarskvenna Lífs án ofbeldis með dómsmálaráðherra í morgun var gagnlegur. Mynd: Jóhann Smári Jónbjörnsson

Félagsskapurinn Líf án ofbeldis afhenti í morgun Áslaugu Örnu Sigubjörnsdóttur dómsmálaráðherra um 2.000 undirskriftir fólks sem  hefur lagt nafn sitt við málstað félagsskaparins, sem berst gegn því að börn séu neydd í þvingaða umgengni við ofbeldisfulla feður sína. Talskona Lífs án ofbeldis segir að ráðherra hafi tekið þeim vel, augljóslega verið búin að kynna sér málin og eftir fundinn væru þær bjartsýnar á framhaldið.

Líf án ofbeldis er hreyfing sem stofnuð var í september á þessu ári. Að félagsskapnum standa mæður sem hafa þurft að verja börnin sín gegn ofbeldi feðra og konur sem voru sem börn þvingaðar í umgengi við ofbeldisfulla feður sína, ásamt aðstandendum þeirra. Félagsskapurinn berst fyrir því að fundnar verði nýjar leiðir í umgengnis- og forsjármálum þar sem hagsmunir barna eru tryggðir, þegar fyrir liggur að foreldri hefur beitt börn ofbeldi. „Það er óásættanlegt að börn fari í umgengni hjá feðrum sem beita þau kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi. Samt sem áður er það að gerast reglulega í okkar samfélagi. Fjöldi mála sýnir greinilegt endurtekið mynstur þar sem dómsmálaráðuneytið og stofnanir sem ábyrgar eru fyrir lagaframkvæmd um barnarétt, gefa gögnum og vitnisburðum sem sýna skýlaust að um ofbeldi sé að ræða, ekki vægi,“ segir í bréfi félagsskaparins sem sent var dómsmálaráðherra á dögunum en í því var óskað eftir fundi þeim sem fram fór í morgun.

„Okkur leið eins og það væri á okkur hlustað og þessi fundur gæti verið upphafið að einhverjum aðgerðum í rétta átt“

Líf án ofbeldis segir jafnframt að réttindagæslu barna í forsjár- og umgengnismálum, þar sem saga sé um heimilis- og kynferðisofbeldi, sé verulega ábótavant. Mæðrum séu settir afarkostir um að annað hvort stofni þær börnum sínum í hættu með því að samþykkja umgengni þeirra við ofbeldisfulla feður, eða að þær séu að öðrum kosti settar í þá stöðu að virða ekki forsjárskyldur sínar gagnvart barni, í andstöðu við réttarákvarðanir. Í áskorun þeirri sem afhent var Áslaugu Örnu í morgun er þess krafist að við lagaframkvæmd sýslumanna og dómara séu ákvæði Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna virt og að lagaframkvæmdin sé í samræmi við þær áherslur sem lagðar hafa verið í barnalögum um að saga um ofbeldi fái aukið vægi við ákvörðun um forsjá og umgengni.

Sigrún Sif Jóelsdóttir, ein talskvenna Lífs án ofbeldis, segir að fundurinn hafi gengið vel. „Áslaug tók okkur vel og hafði kynnt sér málið. Hún lýsti áhyggjum af stöðunni við okkur, hvað varðar framkvæmdina, og án þess að gefa nein loforð lýsti hún því að þetta mál væri í athugun. Til að mynda stæði til að hún fundaði með sýslumannsembættinu á höfðuborgarsvæðinu um málið í næstu viku. Okkur leið eins og það væri á okkur hlustað og þessi fundur gæti verið upphafið að einhverjum aðgerðum í rétta átt. Við erum því bjartsýnar eftir þennan fund.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár