Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Óléttar konur ætla að mótmæla brottvísuninni

Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir boð­ar til mót­mæla við dóms­mála­ráðu­neyt­ið á morg­un vegna brott­vís­un­ar óléttr­ar albanskr­ar konu.

Óléttar konur ætla að mótmæla brottvísuninni
Albanska konan Konan fór á sjúkrahús í Albaníu eftir flugferðina.

Boðað hefur verið til „óléttukellingamótmæla“ fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu á morgun kl. 15. Tilefnið er brottvísun albanskrar konu, sem gengin er 37 vikur á leið, og fjölskyldu hennar úr landi aðfararnótt þriðjudags.

Konunni hafði verið neitað um alþjóðlega vernd, en hún var send úr landi með flugi þvert á ráðleggingar læknis á kvennadeild Landspítala. Fjölskyldan er nú í Albaníu og þurfti konan að fara á sjúkrahús eftir ferðalagið af ótta við fyrirburafæðingu.

„Ófrískar konur og mæður með ung börn ætla að mæta í Dómsmálaráðuneytið á Sölvhólsgötu á morgun, föstudag, kl.15 og mótmæla þeirri ómannúðlegu meðferð á fólki sem varð til þess að ófrískri konu og tveggja ára barni hennar var vísað úr landi á aðfaranótt þriðjudags!“ skrifar Salka á Twitter. „Barnlaus og ó-ólétt auðvitað líka velkomin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár