Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óléttar konur ætla að mótmæla brottvísuninni

Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir boð­ar til mót­mæla við dóms­mála­ráðu­neyt­ið á morg­un vegna brott­vís­un­ar óléttr­ar albanskr­ar konu.

Óléttar konur ætla að mótmæla brottvísuninni
Albanska konan Konan fór á sjúkrahús í Albaníu eftir flugferðina.

Boðað hefur verið til „óléttukellingamótmæla“ fyrir utan dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu á morgun kl. 15. Tilefnið er brottvísun albanskrar konu, sem gengin er 37 vikur á leið, og fjölskyldu hennar úr landi aðfararnótt þriðjudags.

Konunni hafði verið neitað um alþjóðlega vernd, en hún var send úr landi með flugi þvert á ráðleggingar læknis á kvennadeild Landspítala. Fjölskyldan er nú í Albaníu og þurfti konan að fara á sjúkrahús eftir ferðalagið af ótta við fyrirburafæðingu.

„Ófrískar konur og mæður með ung börn ætla að mæta í Dómsmálaráðuneytið á Sölvhólsgötu á morgun, föstudag, kl.15 og mótmæla þeirri ómannúðlegu meðferð á fólki sem varð til þess að ófrískri konu og tveggja ára barni hennar var vísað úr landi á aðfaranótt þriðjudags!“ skrifar Salka á Twitter. „Barnlaus og ó-ólétt auðvitað líka velkomin.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Mótmæli

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár