Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Albanska konan hefur ekkert sofið og samdrættir komnir af stað

Ferða­lag óléttu al­bönsku kon­unn­ar sem vís­að var úr landi, var vanda­mál að mati lækna henn­ar í Alban­íu. Hún hef­ur ekk­ert sof­ið í marga sól­ar­hringa og var í áhættu­hópi vegna fyrri fæð­ing­ar. Eig­in­mað­ur henn­ar hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur og spyr hvar ábyrgð­in liggi?

Albanska konan hefur ekkert sofið og samdrættir komnir af stað
Á spítala Konan er nú á sjúkrahúsi í Albaníu og samdrættir komnir af stað.

Albanska konan sem send var úr landi gengin 37 vikur á leið er komin á sjúkrahús í Albaníu og farin að finna fyrir samdráttum. Ferðin var vandamál, að mati lækna, segir aðgerðarsinni sem hefur verið í samskiptum við hana.

„Hver ætlar að bera ábyrgð á því hvernig er komið fyrir konu minni og barni?“ spurði eiginmaður konunnar þegar Stundin náði stuttlega tali af honum. Hann var staddur á spítalanum og sagðist hafa verulega áhyggjur af konu sinni og ófæddu barni og bætti við að hið langa ferðalag hefði verið henni verulega erfitt. Þá sagði hann drenginn þeirra, sem er tveggja ára, vera mjög ringlaðan og þreyttan eftir það sem á undan er gengið. „Hann er mjög þreyttur og borðar ekkert.“

„Ég hef verið í sambandi við hana í dag,“ segir Morgane Priet Maheo úr samtökunum Réttur barna á flótta. „Hún sendi mér fyrst að henni væri ekki að líða vel og hún ætlaði til læknis. Núna er hún á sjúkrahúsi. Þeir halda að hún sé að fara af stað. Hún þurfti keisaraskurð 36 vikna ólétt við síðasta barn, þannig að það sé stór hætta á að hún sé að fara af stað. Ferðin var vandamál, sagði hún, að mati læknisins. Hún var í áhættuhópi út af keisaraskurðinum.“

Morgane segir konuna hafa beðið um aðstoð flugfreyju í fluginu frá Íslandi en lögreglan hafi vaktað fjölskylduna stíft. „Lögreglan tók símann af þeim þangað til þau komu til Albaníu,“ segir Morgane. „Þegar lögreglan kom klukkan sex vissi hún ekki að hún þyrfti að fara þannig að hún svaf ekkert í rauninni í marga sólarhringa.“

Samtökin Réttur barna á flótta birtu færslu um málið í dag. „Við vorum að fá fréttir frá óléttu konunni sem var send úr landi í gær þrátt fyrir vottorð frá kvensjúkdómalækni sem mælti á móti því,“ segir í færslunni. „Vegna langs og þreytandi ferðalags er hún núna í skoðun með mikla samdrætti og á í hættu á að fara af stað. Við erum með mynd af vottorði frá læknum sem sáu um hana og hún verður nú flutt á annan spítala þar sem verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura. Þar sem hennar fyrri fæðing var með keisara fannst læknunum mikilvægt að færa hana yfir á aðra stofnun. Ekki er víst að hún fari af stað í fæðingu en þar sem samdrættir eru svo sterkir er viðbúnaðurinn mikill. Það eina sem við getum gert er að bíða og vona það besta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár