Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Albanska konan hefur ekkert sofið og samdrættir komnir af stað

Ferða­lag óléttu al­bönsku kon­unn­ar sem vís­að var úr landi, var vanda­mál að mati lækna henn­ar í Alban­íu. Hún hef­ur ekk­ert sof­ið í marga sól­ar­hringa og var í áhættu­hópi vegna fyrri fæð­ing­ar. Eig­in­mað­ur henn­ar hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur og spyr hvar ábyrgð­in liggi?

Albanska konan hefur ekkert sofið og samdrættir komnir af stað
Á spítala Konan er nú á sjúkrahúsi í Albaníu og samdrættir komnir af stað.

Albanska konan sem send var úr landi gengin 37 vikur á leið er komin á sjúkrahús í Albaníu og farin að finna fyrir samdráttum. Ferðin var vandamál, að mati lækna, segir aðgerðarsinni sem hefur verið í samskiptum við hana.

„Hver ætlar að bera ábyrgð á því hvernig er komið fyrir konu minni og barni?“ spurði eiginmaður konunnar þegar Stundin náði stuttlega tali af honum. Hann var staddur á spítalanum og sagðist hafa verulega áhyggjur af konu sinni og ófæddu barni og bætti við að hið langa ferðalag hefði verið henni verulega erfitt. Þá sagði hann drenginn þeirra, sem er tveggja ára, vera mjög ringlaðan og þreyttan eftir það sem á undan er gengið. „Hann er mjög þreyttur og borðar ekkert.“

„Ég hef verið í sambandi við hana í dag,“ segir Morgane Priet Maheo úr samtökunum Réttur barna á flótta. „Hún sendi mér fyrst að henni væri ekki að líða vel og hún ætlaði til læknis. Núna er hún á sjúkrahúsi. Þeir halda að hún sé að fara af stað. Hún þurfti keisaraskurð 36 vikna ólétt við síðasta barn, þannig að það sé stór hætta á að hún sé að fara af stað. Ferðin var vandamál, sagði hún, að mati læknisins. Hún var í áhættuhópi út af keisaraskurðinum.“

Morgane segir konuna hafa beðið um aðstoð flugfreyju í fluginu frá Íslandi en lögreglan hafi vaktað fjölskylduna stíft. „Lögreglan tók símann af þeim þangað til þau komu til Albaníu,“ segir Morgane. „Þegar lögreglan kom klukkan sex vissi hún ekki að hún þyrfti að fara þannig að hún svaf ekkert í rauninni í marga sólarhringa.“

Samtökin Réttur barna á flótta birtu færslu um málið í dag. „Við vorum að fá fréttir frá óléttu konunni sem var send úr landi í gær þrátt fyrir vottorð frá kvensjúkdómalækni sem mælti á móti því,“ segir í færslunni. „Vegna langs og þreytandi ferðalags er hún núna í skoðun með mikla samdrætti og á í hættu á að fara af stað. Við erum með mynd af vottorði frá læknum sem sáu um hana og hún verður nú flutt á annan spítala þar sem verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura. Þar sem hennar fyrri fæðing var með keisara fannst læknunum mikilvægt að færa hana yfir á aðra stofnun. Ekki er víst að hún fari af stað í fæðingu en þar sem samdrættir eru svo sterkir er viðbúnaðurinn mikill. Það eina sem við getum gert er að bíða og vona það besta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
6
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár