Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Albanska konan hefur ekkert sofið og samdrættir komnir af stað

Ferða­lag óléttu al­bönsku kon­unn­ar sem vís­að var úr landi, var vanda­mál að mati lækna henn­ar í Alban­íu. Hún hef­ur ekk­ert sof­ið í marga sól­ar­hringa og var í áhættu­hópi vegna fyrri fæð­ing­ar. Eig­in­mað­ur henn­ar hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur og spyr hvar ábyrgð­in liggi?

Albanska konan hefur ekkert sofið og samdrættir komnir af stað
Á spítala Konan er nú á sjúkrahúsi í Albaníu og samdrættir komnir af stað.

Albanska konan sem send var úr landi gengin 37 vikur á leið er komin á sjúkrahús í Albaníu og farin að finna fyrir samdráttum. Ferðin var vandamál, að mati lækna, segir aðgerðarsinni sem hefur verið í samskiptum við hana.

„Hver ætlar að bera ábyrgð á því hvernig er komið fyrir konu minni og barni?“ spurði eiginmaður konunnar þegar Stundin náði stuttlega tali af honum. Hann var staddur á spítalanum og sagðist hafa verulega áhyggjur af konu sinni og ófæddu barni og bætti við að hið langa ferðalag hefði verið henni verulega erfitt. Þá sagði hann drenginn þeirra, sem er tveggja ára, vera mjög ringlaðan og þreyttan eftir það sem á undan er gengið. „Hann er mjög þreyttur og borðar ekkert.“

„Ég hef verið í sambandi við hana í dag,“ segir Morgane Priet Maheo úr samtökunum Réttur barna á flótta. „Hún sendi mér fyrst að henni væri ekki að líða vel og hún ætlaði til læknis. Núna er hún á sjúkrahúsi. Þeir halda að hún sé að fara af stað. Hún þurfti keisaraskurð 36 vikna ólétt við síðasta barn, þannig að það sé stór hætta á að hún sé að fara af stað. Ferðin var vandamál, sagði hún, að mati læknisins. Hún var í áhættuhópi út af keisaraskurðinum.“

Morgane segir konuna hafa beðið um aðstoð flugfreyju í fluginu frá Íslandi en lögreglan hafi vaktað fjölskylduna stíft. „Lögreglan tók símann af þeim þangað til þau komu til Albaníu,“ segir Morgane. „Þegar lögreglan kom klukkan sex vissi hún ekki að hún þyrfti að fara þannig að hún svaf ekkert í rauninni í marga sólarhringa.“

Samtökin Réttur barna á flótta birtu færslu um málið í dag. „Við vorum að fá fréttir frá óléttu konunni sem var send úr landi í gær þrátt fyrir vottorð frá kvensjúkdómalækni sem mælti á móti því,“ segir í færslunni. „Vegna langs og þreytandi ferðalags er hún núna í skoðun með mikla samdrætti og á í hættu á að fara af stað. Við erum með mynd af vottorði frá læknum sem sáu um hana og hún verður nú flutt á annan spítala þar sem verið er að undirbúa fæðingu fyrirbura. Þar sem hennar fyrri fæðing var með keisara fannst læknunum mikilvægt að færa hana yfir á aðra stofnun. Ekki er víst að hún fari af stað í fæðingu en þar sem samdrættir eru svo sterkir er viðbúnaðurinn mikill. Það eina sem við getum gert er að bíða og vona það besta.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár