Landlæknir lítur brottflutning óléttrar konu „alvarlegum augum“

Land­læknisembætt­ið skoð­ar mál konu sem var hand­tek­in og flutt úr landi, kom­in 36 vik­ur á leið.

Landlæknir lítur brottflutning óléttrar konu „alvarlegum augum“
Konan á spítalanum í nótt Að sögn samtakanna No Borders og samkvæmt svörum Landlæknis mæltu heilbrigðisstarfsmenn gegn því að konan færi í flug, gengin 36 vikur á leið með barn. Útlendingastofnun segir hins vegar vottorð konunnar ekki hafa svarað því að „flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu“. Mynd: Facebook / Réttur barna á flótta

Landlæknisembættið segist meta konuna, sem var handtekin í nótt og flutt nauðug úr landi, „í áhættuhópi og mjög viðkvæmri stöðu“. Samkvæmt svörum embættisins til Stundarinnar er litið „alvarlegum augum“ að ráðleggingum sérfræðinga Landspítalans hafi ekki verið hlýtt, þegar konan var flutt ásamt manni sínum og tveggja ára barni með flugi úr landi í nótt. Konan er 26 ára gömul og er fjölskyldan albönsk.

Drengurinn bíður brottflutningsTveggja ára drengur var fluttur með óléttri móður sinni og föður úr landi í nótt.

„Við höfum verið í samskiptum við Landspítala og þau sem sjá um mæðraverndina þar,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. „Þetta varðar málefni einstaklings og það er því lögum samkvæmt vafasamt að ræða þetta tiltekna má opinskátt en það liggur í hlutarins eðli að þarna er kona sem gengin er langt á leið. Hún er í áhættuhópi og í mjög viðkvæmri stöðu, bæði líkamlega og félagslega, en þann þátt þarf líka að hafa í huga. Ég veit að sérfræðingarnir niðri á spítala höfðu þetta í huga og að þeir koma með sínar ráðleggingar, sem svo ekki er fylgt. Það er augljóslega ekki nógu gott.“

Útlendingastofnun segir konuna ferðafæra

Útlendingastofnun sendi hins vegar yfirlýsingu rétt í þessu þar sem kemur fram að stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi fengið vottorð frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um að konan væri ferðafær. „Viðkomandi leitaði síðan sjálf til læknis á kvennadeild Landspítalans þar sem gefið var út annað vottorð og stoðdeild fékk afrit af. Í því vottorði kom ekkert fram um að flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu og því var fyrirhuguðum flutningi ekki frestað.“

Stundin hefur vottorðið undir höndum. Í því kemur fram: „Það vottast hér með að _____________ er ófrísk og gengin skv. síðustu tíðum 35 vikur og 5 daga. Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Undir vottorðið skrifar læknir á kvennadeild Landspítalans.

Útlendingastofnun segist fylgja lögum

Reglur IcelandairSamkvæmt reglum eiga óléttar konur að framvísa læknisvottorði um að þær séu færar um flugferðir.

Kjartan Hreinn segir að landlæknisembættið haldi áfram að afla upplýsinga um málið. „Frá því að okkur var fyrst bent á þetta mál höfum við verið að afla okkur upplýsinga um hvað nákvæmlega gerðist og hvernig þetta fór allt saman fram. Sú upplýsingasöfnun er ennþá í gangi. Hins vegar er það staðreynd málsins að þarna er kona gengin langt á leið, 36 vikur eða svo. Hún er hælisleitandi og sem slík eru vissir áhættuþættir óneitanlega til staðar hjá henni, til að mynda bæði andlegt og líkamlegt álag. Fyrir liggur að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar á Landspítala mátu hana ekki hæfa til þess að fara um borð í flugvél. Það, að það hafi svo verið raunin, er eitthvað sem við lítum mjög alvarlegum augum,“ segir hann.

Samkvæmt yfirlýsingu Útlendingastofnunar var lögum fylgt í máli konunnar. „Einstaklingum sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum samkvæmt ber að yfirgefa landið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
4
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár