Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Landlæknir lítur brottflutning óléttrar konu „alvarlegum augum“

Land­læknisembætt­ið skoð­ar mál konu sem var hand­tek­in og flutt úr landi, kom­in 36 vik­ur á leið.

Landlæknir lítur brottflutning óléttrar konu „alvarlegum augum“
Konan á spítalanum í nótt Að sögn samtakanna No Borders og samkvæmt svörum Landlæknis mæltu heilbrigðisstarfsmenn gegn því að konan færi í flug, gengin 36 vikur á leið með barn. Útlendingastofnun segir hins vegar vottorð konunnar ekki hafa svarað því að „flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu“. Mynd: Facebook / Réttur barna á flótta

Landlæknisembættið segist meta konuna, sem var handtekin í nótt og flutt nauðug úr landi, „í áhættuhópi og mjög viðkvæmri stöðu“. Samkvæmt svörum embættisins til Stundarinnar er litið „alvarlegum augum“ að ráðleggingum sérfræðinga Landspítalans hafi ekki verið hlýtt, þegar konan var flutt ásamt manni sínum og tveggja ára barni með flugi úr landi í nótt. Konan er 26 ára gömul og er fjölskyldan albönsk.

Drengurinn bíður brottflutningsTveggja ára drengur var fluttur með óléttri móður sinni og föður úr landi í nótt.

„Við höfum verið í samskiptum við Landspítala og þau sem sjá um mæðraverndina þar,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis. „Þetta varðar málefni einstaklings og það er því lögum samkvæmt vafasamt að ræða þetta tiltekna má opinskátt en það liggur í hlutarins eðli að þarna er kona sem gengin er langt á leið. Hún er í áhættuhópi og í mjög viðkvæmri stöðu, bæði líkamlega og félagslega, en þann þátt þarf líka að hafa í huga. Ég veit að sérfræðingarnir niðri á spítala höfðu þetta í huga og að þeir koma með sínar ráðleggingar, sem svo ekki er fylgt. Það er augljóslega ekki nógu gott.“

Útlendingastofnun segir konuna ferðafæra

Útlendingastofnun sendi hins vegar yfirlýsingu rétt í þessu þar sem kemur fram að stoðdeild Ríkislögreglustjóra hafi fengið vottorð frá lækni á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu um að konan væri ferðafær. „Viðkomandi leitaði síðan sjálf til læknis á kvennadeild Landspítalans þar sem gefið var út annað vottorð og stoðdeild fékk afrit af. Í því vottorði kom ekkert fram um að flutningur viðkomandi úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu og því var fyrirhuguðum flutningi ekki frestað.“

Stundin hefur vottorðið undir höndum. Í því kemur fram: „Það vottast hér með að _____________ er ófrísk og gengin skv. síðustu tíðum 35 vikur og 5 daga. Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Undir vottorðið skrifar læknir á kvennadeild Landspítalans.

Útlendingastofnun segist fylgja lögum

Reglur IcelandairSamkvæmt reglum eiga óléttar konur að framvísa læknisvottorði um að þær séu færar um flugferðir.

Kjartan Hreinn segir að landlæknisembættið haldi áfram að afla upplýsinga um málið. „Frá því að okkur var fyrst bent á þetta mál höfum við verið að afla okkur upplýsinga um hvað nákvæmlega gerðist og hvernig þetta fór allt saman fram. Sú upplýsingasöfnun er ennþá í gangi. Hins vegar er það staðreynd málsins að þarna er kona gengin langt á leið, 36 vikur eða svo. Hún er hælisleitandi og sem slík eru vissir áhættuþættir óneitanlega til staðar hjá henni, til að mynda bæði andlegt og líkamlegt álag. Fyrir liggur að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar á Landspítala mátu hana ekki hæfa til þess að fara um borð í flugvél. Það, að það hafi svo verið raunin, er eitthvað sem við lítum mjög alvarlegum augum,“ segir hann.

Samkvæmt yfirlýsingu Útlendingastofnunar var lögum fylgt í máli konunnar. „Einstaklingum sem synjað hefur verið um alþjóðlega vernd og eiga ekki annan rétt til dvalar hér á landi lögum samkvæmt ber að yfirgefa landið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár