Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Jonas Eika hafnar orðum þingkonu Framsóknarflokksins

Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir þing­kona sagði rit­höf­und­inn Jon­as Eika hafa mis­not­að að­stöðu sína þeg­ar hann gagn­rýndi danska for­sæt­is­ráð­herr­ann við af­hend­ingu bók­mennta­verð­launa Noð­ur­landa­ráðs. Eika stend­ur við gagn­rýni sína og hafn­ar orð­um Silju Dagg­ar.

Jonas Eika hafnar orðum þingkonu Framsóknarflokksins
Vísar orðum Silju Daggar á bug Jonas Eika, handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, hafnar þeim orðum Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, að hann hafi misnotað aðstöðu sína þegar hann gagnrýndi danska forsætisráðherrann Metta Frederiksen fyrir rasíska stefnu, við afhendingu verðlaunanna.

Handahafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, danski rithöfundurinn Jonas Eika, segir engan íbúa Danmerkur hafa viðlíka tækifæri eins og forsætisráðherrann Metta Frederiksen til að komast að í fjölmiðlum og verja skoðanir sínar, stefnu og verk. Í því ljósi hafnar Eika því algjörlega, í samtali við Stundina, að hann hafi með einhverjum hætti misnotað aðstöðu sína við verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs en Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins og einn forseta Norðurlandaráðs, gagnrýndi Eika fyrir ræðu hans. Sagði hún hann hafa misnotað aðstöðu sína og ráðist persónulega að Frederiksen án þess að hún gæri varið sig. Eika segir aftur á móti að Frederiksen hafi ekki gert nokkra tilraun til að svara röksemdafærslu sinni og það segi sína sögu.

„Það er líklega enginn annar sem hefur viðlíka stöðu og tækifæri eins og Mette Frederiksen til að lýsa skoðunum sínum“

Jonas Eika hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 29. október við athöfn í Stokkhólmi. Í ræðu sinni við verðlaunaathöfnina gagnrýndi Eika stefnu danskra stjórnvalda í innflytjendamálum harðlega. Sagði hann að Metta Frederiksen forsætisráðherra hefði leitt ríkisstjórn til valda meða því að halda á lofti rasískri orðræðu og rasískri stefnu fyrirrennara hennar. „Mette Frederiksen, sem kallar sig forsætisráðherra barnanna, en rekur stefnu í málum útlendinga sem sundrar fjölskyldum, sem leiðir til fátæktar þeirra og veldur því að bæði börn og fullorðnir verða fyrir langdregnu og niðurbrjótandi ofbeldi í hinum svokölluð „brottvísunarmiðstöðvum“ landsins.“ Hann sagði enn fremur að í Danmörku væri rasisminn bæði menningarlegur og lagalegur. „Í Danmörk er rekinn „ríkisrasismi“.“

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sem kosin var einn forseta Norðurlandaráðs í síðustu viku, gagnrýndi á Morgunvakt Rásar 1 Eika fyrir að hafa gengið yfir strikið þegar hann gagnrýndi Frederiksen og stefnu ríkisstjórnar hennar. „Mér fannst hann misnota aðstöðu sína. Mér fannst ekki rétt af honum að taka einn þingmann Mette Fredriksen fyrir. Hann réðst að henni persónulega og hún gat ekki varið sig úti í salnum. Hann fór yfir strikið að mínu mati,“ sagði Silja Dögg.

„Þrátt fyrir þetta hefur hún, og raunar ekki nokkur einasti annar danskur sósíaldemókrati gert minnstu tilraun til að svara röksemdafærslu minni og sanna með því að stefna þeirra og stefnumál séu ekki rasísk“

Stundin bar þessa gagnrýni Silju Daggar undir Jonas Eika sem hafnaði málflutningi hennar alfarið. Sagði hann danska forsætisráðherrann vera í stöðu til að svara fyrir alla gagnrýni sem sett væri fram á hendur henni en hún hefði kosið að gera það ekki. „Forsætisráðherran hefur heila kynningar- og fjölmiðladeild við höndina og hefur í ofanálag beint aðgengi að fjölmiðlum því sem næst hvenær sem er. Það er líklega enginn annar sem hefur viðlíka stöðu og tækifæri eins og Mette Frederiksen til að lýsa skoðunum sínum, koma þeim á framfæri við fjölmiðla og verja sig þar með. Þrátt fyrir þetta hefur hún, og raunar ekki nokkur einasti annar danskur sósíaldemókrati gert minnstu tilraun til að svara röksemdafærslu minni og sanna með því að stefna þeirra og stefnumál séu ekki rasísk. Að mínu viti segir það sína sögu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár