Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ósammála Mannréttindaskrifstofu Íslands og vill taka hana af fjárlögum

„Fé­lag­skap­ur sem tel­ur rétt að eng­in við­ur­lög eigi að vera við van­rækslu for­eldr­is gegn barni, sem felst í því að tálma um­gengni við hitt for­eldr­ið með ólög­mæt­um hætti, get­ur ekki kennt sig við mann­rétt­indi,“ skrif­ar Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Ósammála Mannréttindaskrifstofu Íslands og vill taka hana af fjárlögum

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Mannréttindaskrifstofa Íslands geti ekki kennt sig við mannréttindi í ljósi þess að stofnunin hafi lagst gegn frumvarpi hans um refsingar vegna umgengnistálmunar. Hann kallar eftir því á Facebook að Mannréttindaskrifstofan og fleiri sams konar stofnanir verði teknar af fjárlögum. 

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins árið 1994 og hefur meðal annars það hlutverk að skila skýrslum til eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og koma fram fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu samstarfi. Stofnaðilar skrifstofunnar voru Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Biskupsstofa, Hjálparstarf kirkjunnar (sem þá nefndist Hjálparstofnun Kirkjunnar), Kvenréttindafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands, Skrifstofa jafnréttismála, Rauði kross Íslands og UNIFEM á Íslandi. 

Brynjar og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað flutt frumvarp þar sem lagt er til að umgengnistálmun varði sektum eða fangelsi allt að fimm árum. Hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands gagnrýnt frumvarpið og sagt það andstætt hagsmunum barna, enda sé umgengni oft tálmað vegna áhyggna af ofbeldi hins foreldrisins, vímuefnaneyslu eða andlegum veikindum þess. Í slíkum tilvikum orki tvímælis „að refsa foreldri fyrir að uppfylla lögbundnar skyldur sínar við börn sín“.

Brynjar gefur lítið fyrir afstöðu Mannréttindaskrifstofunnar. „Félagskapur sem telur rétt að engin viðurlög eigi að vera við vanrækslu foreldris gegn barni, sem felst í því að tálma umgengni við hitt foreldrið með ólögmætum hætti, getur ekki kennt sig við mannréttindi,“ skrifar hann. „Hættum að dæla fé úr ríkissjóði til slíkra félaga og styðjum betur við bakið á frjálsum félögum sem sinna nauðsynlegri samfélagsþjónustu, sem ríkið þyrfti ella að gera með meiri tilkostnaði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár