Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ósammála Mannréttindaskrifstofu Íslands og vill taka hana af fjárlögum

„Fé­lag­skap­ur sem tel­ur rétt að eng­in við­ur­lög eigi að vera við van­rækslu for­eldr­is gegn barni, sem felst í því að tálma um­gengni við hitt for­eldr­ið með ólög­mæt­um hætti, get­ur ekki kennt sig við mann­rétt­indi,“ skrif­ar Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Ósammála Mannréttindaskrifstofu Íslands og vill taka hana af fjárlögum

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að Mannréttindaskrifstofa Íslands geti ekki kennt sig við mannréttindi í ljósi þess að stofnunin hafi lagst gegn frumvarpi hans um refsingar vegna umgengnistálmunar. Hann kallar eftir því á Facebook að Mannréttindaskrifstofan og fleiri sams konar stofnanir verði teknar af fjárlögum. 

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins árið 1994 og hefur meðal annars það hlutverk að skila skýrslum til eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins og koma fram fyrir Íslands hönd í alþjóðlegu samstarfi. Stofnaðilar skrifstofunnar voru Íslandsdeild Amnesty International, Barnaheill, Biskupsstofa, Hjálparstarf kirkjunnar (sem þá nefndist Hjálparstofnun Kirkjunnar), Kvenréttindafélag Íslands, Lögmannafélag Íslands, Skrifstofa jafnréttismála, Rauði kross Íslands og UNIFEM á Íslandi. 

Brynjar og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað flutt frumvarp þar sem lagt er til að umgengnistálmun varði sektum eða fangelsi allt að fimm árum. Hefur Mannréttindaskrifstofa Íslands gagnrýnt frumvarpið og sagt það andstætt hagsmunum barna, enda sé umgengni oft tálmað vegna áhyggna af ofbeldi hins foreldrisins, vímuefnaneyslu eða andlegum veikindum þess. Í slíkum tilvikum orki tvímælis „að refsa foreldri fyrir að uppfylla lögbundnar skyldur sínar við börn sín“.

Brynjar gefur lítið fyrir afstöðu Mannréttindaskrifstofunnar. „Félagskapur sem telur rétt að engin viðurlög eigi að vera við vanrækslu foreldris gegn barni, sem felst í því að tálma umgengni við hitt foreldrið með ólögmætum hætti, getur ekki kennt sig við mannréttindi,“ skrifar hann. „Hættum að dæla fé úr ríkissjóði til slíkra félaga og styðjum betur við bakið á frjálsum félögum sem sinna nauðsynlegri samfélagsþjónustu, sem ríkið þyrfti ella að gera með meiri tilkostnaði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár