Þörf er á að endurmóta stefnu íslenska ríkisins vegna aðlögunar innflytjenda, einkum er varðar aðlögun á vinnumarkaði. Margs konar hindranir eru þannig í vegi menntaðra innflytjenda er kemur að atvinnu hjá hinu opinbera, bæði ófullnægjandi íslenskukunnátta en einnig óhagstæð lög og stefna stjórnvalda og framkvæmd þeirrar stefnu.
Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu um jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði sem lögfræðistofan Réttur hefur unnið. Þar kemur fram að margt bendi til að flókið sé fyrir innflytjendur að fá menntun sína metna hér á landi. Í skýrslunni eru lagðar fram ýmsar tillögur til að bæta úr þessum annmörkum, meðal annars að matsferli á erlendri menntun verði einfaldað og boðið verði upp á fjölbreyttari námskeið sem miði að því að innflytjendur geti fengið menntun sína og reynslu metna.
Athugasemdir