Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þrengja bílastæðaívilnanir fyrir visthæfa bíla

Borg­ar­ráð mun fjalla um til­lögu þess efn­is að heim­ild til að leggja vist­hæf­um bíl­um gjald­frjálst verði þrengd. Tvinn- og met­an­bíl­ar missa þessi rétt­indi. Óhjá­kvæmi­leg þró­un eft­ir því sem vist­hæf­um bíl­um fjölg­ar, að mati meiri­hlut­ans.

Þrengja bílastæðaívilnanir fyrir visthæfa bíla
Rafmagnsbíll Tvinnbílar munu ekki lengur geta lagt gjaldfrjálst í stæði.

Tvinnbílar og aðrir visthæfir bílar sem uppfylla ekki skilyrði munu missa réttindin til að leggja gjaldfrjálst í stæði í Reykjavík, verði tillaga sem nú er gengin til borgarráðs samþykkt. Stefnt er að því að nýju reglurnar taki gildi í byrjun næsta árs.

Frá ársbyrjun 2017 hefur verið heimilt að nota visthæfa skífu í framrúðu bíls til að geta lagt gjaldfrjálst í stæði í allt að 90 mínútur. Heimildin nær til tvinnbíla (hybrid) og metanknúinna bíla sem uppfylla ákveðin skilyrði, auk bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni eða vetni og eru með skráða lengd minni en 5 metra. Gjaldfrelsi fellur hins vegar niður sé bíllinn á nagladekkjum.

Samkvæmt nýju tillögunni missa tvinn- og metanbílar þessi réttindi. Munu þau eingöngu ná til rafmagns- og vetnisknúinna bíla af þessari stærð. Tillagan var samþykkt í skipulags- og samgönguráði á dögunum og gengur nú til borgarráðs.

„Samanburður við aðrar borgir sýnir raunar að slíkar ívilnanir eru heldur fátíðar“

„Eftir því sem visthæfari bílum fjölgar er óhjákvæmilegt að falla þurfi frá sérstökum bílastæðaívilnunum í þeirra garð,“ segir í bókun fulltrúa Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar á fundinum. „Samanburður við aðrar borgir sýnir raunar að slíkar ívilnanir eru heldur fátíðar. Um sinn var þó talið réttast að halda ívilnunum áfram en einskorða þær við þá bíla undir 5 m sem ganga að fullu fyrir rafmagni eða vetni.“

Ásgerður Jóna Flosadóttir, fulltrúi Flokks fólksins í ráðinu, telur að halda eigi bensínbílum inni í reglunum. „Sú var tíðin að sparneytnir bílar (bensínbílar) höfðu þessa umbun en hún var síðan tekin af“, lét hún bóka á fundinum. „Það kom á óvart og telur Flokkur fólksins það hafa verið mistök.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár