Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þrengja bílastæðaívilnanir fyrir visthæfa bíla

Borg­ar­ráð mun fjalla um til­lögu þess efn­is að heim­ild til að leggja vist­hæf­um bíl­um gjald­frjálst verði þrengd. Tvinn- og met­an­bíl­ar missa þessi rétt­indi. Óhjá­kvæmi­leg þró­un eft­ir því sem vist­hæf­um bíl­um fjölg­ar, að mati meiri­hlut­ans.

Þrengja bílastæðaívilnanir fyrir visthæfa bíla
Rafmagnsbíll Tvinnbílar munu ekki lengur geta lagt gjaldfrjálst í stæði.

Tvinnbílar og aðrir visthæfir bílar sem uppfylla ekki skilyrði munu missa réttindin til að leggja gjaldfrjálst í stæði í Reykjavík, verði tillaga sem nú er gengin til borgarráðs samþykkt. Stefnt er að því að nýju reglurnar taki gildi í byrjun næsta árs.

Frá ársbyrjun 2017 hefur verið heimilt að nota visthæfa skífu í framrúðu bíls til að geta lagt gjaldfrjálst í stæði í allt að 90 mínútur. Heimildin nær til tvinnbíla (hybrid) og metanknúinna bíla sem uppfylla ákveðin skilyrði, auk bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni eða vetni og eru með skráða lengd minni en 5 metra. Gjaldfrelsi fellur hins vegar niður sé bíllinn á nagladekkjum.

Samkvæmt nýju tillögunni missa tvinn- og metanbílar þessi réttindi. Munu þau eingöngu ná til rafmagns- og vetnisknúinna bíla af þessari stærð. Tillagan var samþykkt í skipulags- og samgönguráði á dögunum og gengur nú til borgarráðs.

„Samanburður við aðrar borgir sýnir raunar að slíkar ívilnanir eru heldur fátíðar“

„Eftir því sem visthæfari bílum fjölgar er óhjákvæmilegt að falla þurfi frá sérstökum bílastæðaívilnunum í þeirra garð,“ segir í bókun fulltrúa Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar á fundinum. „Samanburður við aðrar borgir sýnir raunar að slíkar ívilnanir eru heldur fátíðar. Um sinn var þó talið réttast að halda ívilnunum áfram en einskorða þær við þá bíla undir 5 m sem ganga að fullu fyrir rafmagni eða vetni.“

Ásgerður Jóna Flosadóttir, fulltrúi Flokks fólksins í ráðinu, telur að halda eigi bensínbílum inni í reglunum. „Sú var tíðin að sparneytnir bílar (bensínbílar) höfðu þessa umbun en hún var síðan tekin af“, lét hún bóka á fundinum. „Það kom á óvart og telur Flokkur fólksins það hafa verið mistök.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár