Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þrengja bílastæðaívilnanir fyrir visthæfa bíla

Borg­ar­ráð mun fjalla um til­lögu þess efn­is að heim­ild til að leggja vist­hæf­um bíl­um gjald­frjálst verði þrengd. Tvinn- og met­an­bíl­ar missa þessi rétt­indi. Óhjá­kvæmi­leg þró­un eft­ir því sem vist­hæf­um bíl­um fjölg­ar, að mati meiri­hlut­ans.

Þrengja bílastæðaívilnanir fyrir visthæfa bíla
Rafmagnsbíll Tvinnbílar munu ekki lengur geta lagt gjaldfrjálst í stæði.

Tvinnbílar og aðrir visthæfir bílar sem uppfylla ekki skilyrði munu missa réttindin til að leggja gjaldfrjálst í stæði í Reykjavík, verði tillaga sem nú er gengin til borgarráðs samþykkt. Stefnt er að því að nýju reglurnar taki gildi í byrjun næsta árs.

Frá ársbyrjun 2017 hefur verið heimilt að nota visthæfa skífu í framrúðu bíls til að geta lagt gjaldfrjálst í stæði í allt að 90 mínútur. Heimildin nær til tvinnbíla (hybrid) og metanknúinna bíla sem uppfylla ákveðin skilyrði, auk bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni eða vetni og eru með skráða lengd minni en 5 metra. Gjaldfrelsi fellur hins vegar niður sé bíllinn á nagladekkjum.

Samkvæmt nýju tillögunni missa tvinn- og metanbílar þessi réttindi. Munu þau eingöngu ná til rafmagns- og vetnisknúinna bíla af þessari stærð. Tillagan var samþykkt í skipulags- og samgönguráði á dögunum og gengur nú til borgarráðs.

„Samanburður við aðrar borgir sýnir raunar að slíkar ívilnanir eru heldur fátíðar“

„Eftir því sem visthæfari bílum fjölgar er óhjákvæmilegt að falla þurfi frá sérstökum bílastæðaívilnunum í þeirra garð,“ segir í bókun fulltrúa Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar á fundinum. „Samanburður við aðrar borgir sýnir raunar að slíkar ívilnanir eru heldur fátíðar. Um sinn var þó talið réttast að halda ívilnunum áfram en einskorða þær við þá bíla undir 5 m sem ganga að fullu fyrir rafmagni eða vetni.“

Ásgerður Jóna Flosadóttir, fulltrúi Flokks fólksins í ráðinu, telur að halda eigi bensínbílum inni í reglunum. „Sú var tíðin að sparneytnir bílar (bensínbílar) höfðu þessa umbun en hún var síðan tekin af“, lét hún bóka á fundinum. „Það kom á óvart og telur Flokkur fólksins það hafa verið mistök.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár