Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Martim ehf., und­ir­verktaki sem Póst­dreif­ing réði til að sjá um blað­burð fyr­ir sig, var með blað­bera í vinnu sem höfðu ekki at­vinnu­leyfi hér á landi. Þann 21. maí síð­ast­lið­inn hand­tók lög­regl­an tvo eða þrjá af þess­um blað­ber­um. Eig­andi Martim seg­ist ekki leng­ur vera með ólög­legt vinnu­afl á sín­um snær­um.

Póstdreifing notaði ólöglegt vinnuafl í gegnum undirverktaka

Undirverktaki sem Póstdreifing réði til að sjá um blaðburð fyrir sig var með blaðbera í vinnu sem höfðu ekki atvinnuleyfi hér á landi. Þann 21. maí síðastliðinn handtók lögreglan tvo eða þrjá af þessum blaðberum. Þeir störfuðu fyrir fyrirtækið Martim ehf., sem er rekið af Litháanum Igoris Martimovas. Póstdreifing dreifir meðal annars Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Stundinni og eru blaðberar á vegum fyrirtækisins á bilinu 550–600, þar á meðal undirverktakar. Dreifing Póstdreifingar nær því til gífurlegs fjölda landsmanna.

Þegar mennirnir tveir voru handteknir fyrir utan prentsmiðju Póstdreifingar var hluti upplagsins gerður upptækur. Samkvæmt heimildum Stundarinnar voru tveir bílar sem mennirnir voru á sömuleiðis gerðir upptækir þar sem mennirnir gátu ekki sýnt fram á að þeir ættu þá. Báðir bílarnir voru skráðir á Igoris, sem var erlendis þegar mennirnir voru handteknir, og ekki náðist í hann þegar lögregla gerði tilraun til þess.

Samkvæmt heimildum er Martim sami verktaki og var með blaðbera …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár