Undirverktaki sem Póstdreifing réði til að sjá um blaðburð fyrir sig var með blaðbera í vinnu sem höfðu ekki atvinnuleyfi hér á landi. Þann 21. maí síðastliðinn handtók lögreglan tvo eða þrjá af þessum blaðberum. Þeir störfuðu fyrir fyrirtækið Martim ehf., sem er rekið af Litháanum Igoris Martimovas. Póstdreifing dreifir meðal annars Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og Stundinni og eru blaðberar á vegum fyrirtækisins á bilinu 550–600, þar á meðal undirverktakar. Dreifing Póstdreifingar nær því til gífurlegs fjölda landsmanna.
Þegar mennirnir tveir voru handteknir fyrir utan prentsmiðju Póstdreifingar var hluti upplagsins gerður upptækur. Samkvæmt heimildum Stundarinnar voru tveir bílar sem mennirnir voru á sömuleiðis gerðir upptækir þar sem mennirnir gátu ekki sýnt fram á að þeir ættu þá. Báðir bílarnir voru skráðir á Igoris, sem var erlendis þegar mennirnir voru handteknir, og ekki náðist í hann þegar lögregla gerði tilraun til þess.
Samkvæmt heimildum er Martim sami verktaki og var með blaðbera …
Athugasemdir