Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fær loks að starfa sem tannlæknir eftir fimm ára bið

Nær fimm ár eru frá því að sýr­lenski tann­lækn­ir­inn Lina Ashouri kom til lands­ins ásamt son­um sín­um sem flótta­mað­ur. Frá fyrsta degi var hún stað­ráð­in í að vinna ekki við ann­að en tann­lækn­ing­ar hér, fag­ið sem hún hafði unn­ið við í tutt­ugu ár áð­ur en hún þurfti að flýja heima­land sitt. Það tók lengri tíma en hún átti von á en ef allt geng­ur eft­ir verð­ur hún orð­in full­gild­ur tann­lækn­ir fyr­ir árs­lok.

Fær loks að starfa sem tannlæknir eftir fimm ára bið
Þakklát samferðafólki sínu Linu er ofarlega í huga þakklæti til þeirra sem hafa aðstoðað hana og syni hennar frá því þau komu til Íslands fyrir tæpum fimm árum. Fyrst hafi hún verið ráðvillt hér en þegar henni voru réttar vinahendur hafi allt farið að ganga betur. Mynd: Heiða Helgadóttir

Árið 2013 stóðu Lina Ashouri og eiginmaður hennar, foreldrar þriggja sona, frammi fyrir því að þurfa að yfirgefa heimili sitt fyrir fullt og allt og flýja heimalandið. Þau bjuggu í Aleppo í Sýrlandi þar sem stríð geisaði og átök fóru harðnandi. Tvisvar varð heimili þeirra fyrir sprengingu. Í eitt skipti höfðu þau flúið í sumarbústaðinn sinn úti í sveit, þar sem þau töldu sig vera í öruggri fjarlægð frá átökunum. Þau eltu hins vegar fjölskylduna uppi. Í annað skipti földu þau sig svo tímunum skipti ellefu saman inni á einu litlu baðherbergi, meðan sprengjunum rigndi niður allt í kring. Oft skall hurð nærri hælum og þau voru heppin að lifa af. Loks varð þeim ljóst að þau höfðu ekki annan kost en að flýja átökin og því fóru þau til Tyrklands. Maðurinn hennar Linu var alvarlega veikur af krabbameini og fékk ekki nauðsynlega meðferð í Tyrklandi vegna stöðu sinnar sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið sem fékk að vera

Komu sem flóttamenn en eru sögð of upptekin til að lifa: „Þetta er lífið“
ViðtalFólkið sem fékk að vera

Komu sem flótta­menn en eru sögð of upp­tek­in til að lifa: „Þetta er líf­ið“

Hjón­in Za­hra Mes­bah Sayed Ali og Hass­an Raza Ak­bari, sem bæði komu til Ís­lands sem flótta­menn, reka nú túlka­þjón­ustu og veit­inga­stað, auk þess sem hann keyr­ir leigu­bíl og hún stund­ar fullt há­skóla­nám. Þar að auki eiga þau eina litla dótt­ur og eiga von á öðru barni. Vin­ir þeirra hafa áhyggj­ur af því að þau séu of upp­tek­in til að lifa líf­inu. Þau blása á það, taka ólík­um áskor­un­um opn­um örm­um og segja: „Þetta er líf­ið!“
„Allir í skólanum eru vinir mínir“
ViðtalFólkið sem fékk að vera

„All­ir í skól­an­um eru vin­ir mín­ir“

Ljós­mynd­in af litla lang­veika drengn­um sem stóð í dyr­un­um, horfði út í myrkr­ið og beið þess að lög­regl­an færði hann úr landi, hreyfði við mörg­um. Hún átti þátt í að fjöldi fólks mót­mælti ákvörð­un stjórn­valda um brott­vís­un. Þrýst­ing­ur­inn bar ár­ang­ur og fjöl­skyld­an sneri aft­ur. Í dag geng­ur börn­un­um vel í skóla og eiga marga vini, Kevin er frísk­ur því hann fær lækn­is­þjón­ustu og for­eldr­arn­ir reka sitt eig­ið fyr­ir­tæki.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár