Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Loftgæði - áhrif á andlega heilsu og líðan

Loft­gæði í heim­in­um eru mjög mis­jöfn og oft höf­um við á Ís­landi stát­að af tæru lofti á sama hátt og tæru vatni. Það kem­ur þó fyr­ir að loft­gæði á þétt­býl­ustu stöð­um lands­ins spill­ist og mæl­ing­ar á svifryki eða óæski­leg­um loft­teg­und­um fari yf­ir við­mið­un­ar­mörk.

Loftgæði - áhrif á andlega heilsu og líðan

Á slíkum dögum er fólki sem er viðkvæmt í lungum ráðlagt að halda sig innandyra. Börn og ungmenni eru einnig hvött til að forðast óþarfa útiveru. Að lokum eru það þeir sem telja sig ekki verða fyrir neinum áhrifum af slæmum loftgæðum en eru ekki undanskildir neikvæðum áhrifum þess  að anda þessum ögnum að sér.

Loftgæði skipta máli

Áhrif loftmengunar eru enn ekki að fullu skilgreind. Ástæða þess er að miklu leyti  sú að loftmengun getur samanstaðið af svo ótalmörgum efnum og ögnum að nær ómögulegt er að greina þær allar. Eitt er þó sameiginlegt með allri loftmengun – hvernig sem hún er samsett – hún er ekki jákvæð.

Loftgæðin á jörðinni eru ekki bara misjöfn eftir því hvar við erum stödd, þau eru í raun líka misjöfn í tíma. Öll sú þróun sem farið hefur fram í að hreinsa óæskileg efni úr lofti, breyta skipulagi á losun á sorpi og uppgræðsla lands hefur haft sín áhrif á þau loftgæði sem við búum við í dag. Að sama skapi má einnig benda á að með vaxandi fólksfjölda hefur áhrifavöldum á loftgæðin okkar líka aukist, þ.e. uppruni loftmengunar eykst í samhengi við fjölgun fólks.

Ungmenni sérlega viðkvæm

Rannsókn sem var birt í Psychosomatic Medicine í byrjun september, gefur vísbendingar um að loftmengun geti ýtt undir kvíða og þunglyndiseinkenni hjá ungmennum. Rannsóknin var unnin við Stanford-háskóla. Í henni eru 144 ungmenni fengin sem sjálfboðaliðar til að taka þátt í að leysa verkefni, samhliða lífeðlisfræðilegum mælingum, sem eiga að meta andlegt ástand þátttakendanna.

Rannsóknin byggðist meðal annars á því að safna upplýsingum um þátttakendur með spurningalista. Þar voru þátttakendur beðnir um að svara spurningalista um lífshætti sína. Meðal annars voru þau beðin um að segja hvar þau byggju og leggja mat á andlega heilsu sína.

Þátttakendur voru beðnir um að leysa þrautir á borð við að kynna sögu fyrir hópnum og leysa flókin reikningsdæmi. Á meðan öllu þessu stóð voru ungmennin tengd við ýmsa nema sem skynja hjartslátt, svitamyndun og aðra lífeðlisfræðilega þætti sem tengjast kvíða.

Öll ungmennin sýndi  streitumerki við að leysa verkefnin. Það var mælt með auknum hjartslætti og aukinni svitamyndun. Mesta streituaukningin mældist þó hjá þeim ungmennum sem bjuggu nálægt svæðum þar sem mengun er mikil.

Þótt auðvitað sé eðlilegt að fá aukinn hjartslátt við álag voru viðbrögð þeirra sem bjuggu nálægt mikilli mengun mun meiri en þeirra sem það gera ekki. Þegar aðrar breytur voru skoðaðar, svo sem heimilisaðstæður, tekjur foreldranna eða samsetning fjölskyldunnar sást engin fylgni við aukin streituviðbrögð.

Þessar niðurstöður endurspegluðu mat ungmennanna á sjálf sig. Ungmenni sem töldu sig glíma við þunglyndi eða kvíða bjuggu yfirleitt nálægt meiri mengun en þau sem ekki töldu sig glíma við þunglyndi eða kvíða.

Er mengun að ýta undir streitu?

Þessi rannsókn opnar auðvitað á þá spurningu hvort við gætum bætt lífsgæði okkar og barnanna okkar til muna með því að flytja á fámennari stað þar sem svifryksmælingar fara sjaldnar yfir viðmiðunarmörk.

Eins og staðan er núna ætti enginn að gera dramatískar breytingar á sínum lífsháttum, þrátt fyrir þessa rannsókn. Frekari rannsóknir gætu leitt í ljós hversu mikil áhrif er raunverulega hægt að skýra með loftmengun. Í þessari rannsókn er ekki endilega ljóst hvort það er mengunin sjálf sem veldur aukinni streitu. Hér er einungis sýnt fram á fylgni milli mengunar og streitu, en ekki endilega orsakasamhengi þar á milli.

Þrátt fyrir það eru þessar niðurstöður enn einn styrktarbitinn í rannsóknir sem sýna hversu mikil áhrif loftmengun getur haft á lýðheilsu. Rannsóknir sem þessar eru miklu frekar skilaboð til yfirvalda um að búa til kerfi sem dregur úr loftmengun, þar sem mikill ósýnilegur kostnaður getur falist í því að búa við loftmengun og þar af leiðandi minni lífsgæði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár