Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Loftgæði - áhrif á andlega heilsu og líðan

Loft­gæði í heim­in­um eru mjög mis­jöfn og oft höf­um við á Ís­landi stát­að af tæru lofti á sama hátt og tæru vatni. Það kem­ur þó fyr­ir að loft­gæði á þétt­býl­ustu stöð­um lands­ins spill­ist og mæl­ing­ar á svifryki eða óæski­leg­um loft­teg­und­um fari yf­ir við­mið­un­ar­mörk.

Loftgæði - áhrif á andlega heilsu og líðan

Á slíkum dögum er fólki sem er viðkvæmt í lungum ráðlagt að halda sig innandyra. Börn og ungmenni eru einnig hvött til að forðast óþarfa útiveru. Að lokum eru það þeir sem telja sig ekki verða fyrir neinum áhrifum af slæmum loftgæðum en eru ekki undanskildir neikvæðum áhrifum þess  að anda þessum ögnum að sér.

Loftgæði skipta máli

Áhrif loftmengunar eru enn ekki að fullu skilgreind. Ástæða þess er að miklu leyti  sú að loftmengun getur samanstaðið af svo ótalmörgum efnum og ögnum að nær ómögulegt er að greina þær allar. Eitt er þó sameiginlegt með allri loftmengun – hvernig sem hún er samsett – hún er ekki jákvæð.

Loftgæðin á jörðinni eru ekki bara misjöfn eftir því hvar við erum stödd, þau eru í raun líka misjöfn í tíma. Öll sú þróun sem farið hefur fram í að hreinsa óæskileg efni úr lofti, breyta skipulagi á losun á sorpi og uppgræðsla lands hefur haft sín áhrif á þau loftgæði sem við búum við í dag. Að sama skapi má einnig benda á að með vaxandi fólksfjölda hefur áhrifavöldum á loftgæðin okkar líka aukist, þ.e. uppruni loftmengunar eykst í samhengi við fjölgun fólks.

Ungmenni sérlega viðkvæm

Rannsókn sem var birt í Psychosomatic Medicine í byrjun september, gefur vísbendingar um að loftmengun geti ýtt undir kvíða og þunglyndiseinkenni hjá ungmennum. Rannsóknin var unnin við Stanford-háskóla. Í henni eru 144 ungmenni fengin sem sjálfboðaliðar til að taka þátt í að leysa verkefni, samhliða lífeðlisfræðilegum mælingum, sem eiga að meta andlegt ástand þátttakendanna.

Rannsóknin byggðist meðal annars á því að safna upplýsingum um þátttakendur með spurningalista. Þar voru þátttakendur beðnir um að svara spurningalista um lífshætti sína. Meðal annars voru þau beðin um að segja hvar þau byggju og leggja mat á andlega heilsu sína.

Þátttakendur voru beðnir um að leysa þrautir á borð við að kynna sögu fyrir hópnum og leysa flókin reikningsdæmi. Á meðan öllu þessu stóð voru ungmennin tengd við ýmsa nema sem skynja hjartslátt, svitamyndun og aðra lífeðlisfræðilega þætti sem tengjast kvíða.

Öll ungmennin sýndi  streitumerki við að leysa verkefnin. Það var mælt með auknum hjartslætti og aukinni svitamyndun. Mesta streituaukningin mældist þó hjá þeim ungmennum sem bjuggu nálægt svæðum þar sem mengun er mikil.

Þótt auðvitað sé eðlilegt að fá aukinn hjartslátt við álag voru viðbrögð þeirra sem bjuggu nálægt mikilli mengun mun meiri en þeirra sem það gera ekki. Þegar aðrar breytur voru skoðaðar, svo sem heimilisaðstæður, tekjur foreldranna eða samsetning fjölskyldunnar sást engin fylgni við aukin streituviðbrögð.

Þessar niðurstöður endurspegluðu mat ungmennanna á sjálf sig. Ungmenni sem töldu sig glíma við þunglyndi eða kvíða bjuggu yfirleitt nálægt meiri mengun en þau sem ekki töldu sig glíma við þunglyndi eða kvíða.

Er mengun að ýta undir streitu?

Þessi rannsókn opnar auðvitað á þá spurningu hvort við gætum bætt lífsgæði okkar og barnanna okkar til muna með því að flytja á fámennari stað þar sem svifryksmælingar fara sjaldnar yfir viðmiðunarmörk.

Eins og staðan er núna ætti enginn að gera dramatískar breytingar á sínum lífsháttum, þrátt fyrir þessa rannsókn. Frekari rannsóknir gætu leitt í ljós hversu mikil áhrif er raunverulega hægt að skýra með loftmengun. Í þessari rannsókn er ekki endilega ljóst hvort það er mengunin sjálf sem veldur aukinni streitu. Hér er einungis sýnt fram á fylgni milli mengunar og streitu, en ekki endilega orsakasamhengi þar á milli.

Þrátt fyrir það eru þessar niðurstöður enn einn styrktarbitinn í rannsóknir sem sýna hversu mikil áhrif loftmengun getur haft á lýðheilsu. Rannsóknir sem þessar eru miklu frekar skilaboð til yfirvalda um að búa til kerfi sem dregur úr loftmengun, þar sem mikill ósýnilegur kostnaður getur falist í því að búa við loftmengun og þar af leiðandi minni lífsgæði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
2
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
5
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
8
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár