Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Freyja Haraldsdóttir vann í Hæstarétti

Hæstirétt­ur Ís­lands stað­festi að Barna­vernd­ar­stofa hafi mis­mun­að Freyju vegna fötl­un­ar henn­ar þeg­ar henni var neit­að um mat á því hvort hún gæti gerst fóst­ur­for­eldri.

Freyja Haraldsdóttir vann í Hæstarétti
Freyja hafði betur Héraðsdómur staðfesti í morgun að Barnaverndarstofa hefði mismunað Freyju Haraldsdóttur vegna fötlunar. Mynd: Úr einkasafni

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að Barnaverndarstofa hafi mismunað Freyju Haraldsdóttur vegan fötlunar hennar. Barnaverndarstofa hafnaði árið 2015 umsókn Freyju um leyfi til til þess að taka barn í fóstur. Málið sem um ræðir snýr að því að Freyja taldi sig ekki hafa notið sömu málmeðferðar og aðrir við umsókn sína, sökum fötlunar. Henni var meðal annars neitað um að sækja námskeið sem verðandi fósturforeldrum er skylt að sækja.

Freyja stefndi Barnaverndarstofu af þessum sökum en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Barnaverndarstofu í júní á síðasta ári. Freyja vildi ekki una þeim málalokum og skaut málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og dæmdi Freyju í vil í mars á þessu ári. Í dómi Landsréttar kemur meðal annars fram að sé gengið út frá því að fatlaður einstaklingur sé almennt ekki við góða heilsu, án þess að nánara mat fari fram á heilsufari hans, aðstöðu hans til að ala upp barn og þeirri aðstoð sem hann nýtur, sé verið að mismuna hinum fatlaða einstaklingi í samanburði við ófatlaðan einstakling.

Sem fyrr segir staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Landsréttar nú í morgun. Niðurstaða Hæstaréttar snýr eingöngu að rétti Freyju til að fara í gegnum venjubundið matsferli til að meta hæfi hennar sem hugsanlegs fósturforeldris, en snýr ekki að umsókn Freyju um að gerast fósturforeldri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár