Una Guðmundsdóttir tekur vel á móti blaðamanni og ljósmyndara á fallegum vetrarmorgni með kaffi og tveimur girnilegum kökum. Það er ekki amalegt að fá sneið af gómsætri marengstertu og djöflatertu í morgunkaffi svona á mánudegi enda er Una ástríðubakari og leggur metnað sinn í að baka klassískar og góðar kökur sem flestir þekkja. Hún hefur bakað frá unglingsaldri og það hefur komið fyrir að hún baki fimm skírnartertur á einum degi enda er hún beðin að baka fyrir flest allar veislur hjá fjölskyldu og vinum og tekur einnig að sér að baka fyrir fólk. Hér segir Una lesendum frá sínum bakstursáhuga og þeim fimm kökum sem standa upp úr í hennar lífi.
Viðheldur ástríðunni
„Ég ólst upp á heimili þar sem var alltaf verið að baka en ég var svo heppin að mamma var heimavinnandi og var endalaust að baka þannig að oft var búið að baka jógúrtmuffins eða skúffuköku …
Athugasemdir