Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ástríða fyrir klassískum kökum frá ömmu og mömmu

Bakst­ur­inn er að­aláhuga­mál Unu Guð­munds­dótt­ur og um leið eins kon­ar hug­leiðsla. Hún bak­ar oft og mik­ið og deil­ir hér upp­skrift­um að sín­um upp­á­halds­kök­um frá móð­ur sinni og ömmu, sem og góð­um ráð­um við bakst­ur­inn.

Ástríða fyrir klassískum kökum frá ömmu og mömmu

Una Guðmundsdóttir tekur vel á móti blaðamanni og ljósmyndara á fallegum vetrarmorgni með kaffi og tveimur girnilegum kökum. Það er ekki amalegt að fá sneið af gómsætri marengstertu og djöflatertu í morgunkaffi svona á mánudegi enda er Una ástríðubakari og leggur metnað sinn í að baka klassískar og góðar kökur sem flestir þekkja. Hún hefur bakað frá unglingsaldri og það hefur komið fyrir að hún baki fimm skírnartertur á einum degi enda er hún beðin að baka fyrir flest allar veislur hjá fjölskyldu og vinum og tekur einnig að sér að baka fyrir fólk. Hér segir Una lesendum frá sínum bakstursáhuga og þeim fimm kökum sem standa upp úr í hennar lífi. 

Viðheldur ástríðunni

„Ég ólst upp á heimili þar sem var alltaf verið að baka en ég var svo heppin að mamma var heimavinnandi og var endalaust að baka þannig að oft var búið að baka jógúrtmuffins eða skúffuköku …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár