Dæmi er um að þau ungmenni sem starfa hjá Fjölsmiðjunni hafi ekki átt rétt á fæðingarorlofi þar sem greiðslur til þeirra teljist til styrks en ekki launagreiðslna. Ekki hefur verið greitt tryggingargjald fyrir vinnu í öllum Fjölsmiðjunum, þar sem ungt fólk er þjálfað undir vinnumarkaðinn eða frekara nám.
Stundin hefur undanfarið rætt við fólk sem lenti á milli skips og bryggju hjá Fæðingarorlofssjóði vegna óhefðbundinna aðstæðna þeirra. Þær geta valdið því að foreldri fái mun lægri greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði en búist var við eða missi jafnvel réttindi sín alfarið. Verktakar, starfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og fólk í eigin rekstri eru meðal þeirra sem geta lent í þeirri stöðu. Foreldrarnir lýstu því hvernig reglur sjóðsins hefðu valdið þeim áhyggjum ofan á allt annað sem fylgir barneignum.
Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 24 ára, þar sem þeim gefst tækifæri til …
Athugasemdir