Íslendingar sem flytja aftur til landsins eftir vinnu erlendis eiga á hættu að fá litlar eða engar upphæðir úr Fæðingarorlofssjóði, segir Guðmundur Ingason, sem sjálfur var í þeirri aðstöðu í fyrra. Hann og kona hans eignuðust son fimm vikum fyrir tímann og munaði aðeins einum degi að þau hefðu misst öll réttindi til fæðingarorlofs. Þau fengu hins vegar aðeins lágmarksupphæð þegar á hólminn var komið.
Í síðasta tölublaði Stundarinnar var rætt við sex manns sem lentu á milli skips og bryggju hjá Fæðingarorlofssjóði vegna óhefðbundinna aðstæðna þeirra. Þær geta valdið því að foreldri fái mun lægri greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði en búist var við eða missi jafnvel réttindi sín alfarið. Verktakar, starfsmenn nýsköpunarfyrirtækja og fólk í eigin rekstri eru meðal þeirra sem geta lent í þeirri stöðu. Foreldrarnir lýstu því hvernig reglur sjóðsins hefðu valdið þeim áhyggjum ofan á allt annað sem …
Athugasemdir