Efling greiddi fyrirtæki fyrrverandi fjármálastjóra tugmilljónir fyrir veitingar

Fyr­ir­tæki sem Kristjana Val­geirs­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Efl­ing­ar, átti ásamt sam­býl­is­manni sín­um fékk greidd­ar 32 millj­ón­ir króna frá stétt­ar­fé­lag­inu vegna veit­inga­þjón­ustu.

Efling greiddi fyrirtæki fyrrverandi fjármálastjóra tugmilljónir fyrir veitingar
Átti fyrirtækið sem seldi Eflingu veitingar Kristjana Valgeirsdóttir átti 10 prósent hlut í fyrirtæki sem seldi Eflingu veitingar fyrir 32 milljónir á sama tíma og Kristjana var þar fjármálastjóri. Sambýlismaður Kristjönu átti hin 90 prósentin. Mynd: Stöð 2

Á sjö ára tímabili greiddi Efling stéttarfélag 32,3 milljónir króna til veitingafyrirtækis í eigu fjármálastjóra stéttarfélagsins. Fyrirtækið M.B. veitingar slf., sem var úrskurðað gjaldþrota í september síðastliðnum, var í 10 prósenta eigu Kristjönu Valgeirsdóttur, sem starfaði sem fjármálastjóri Eflingar fram til síðasta hausts, og að 90 prósentum í eigu Marks Brinks, sambýlismanns Kristjönu. Fyrirtækið var jafnframt skráð til heimilis á lögheimili Kristjönu.

Mikil átök inni á skrifstofu Eflingar urðu lýðum ljós þegar greint var frá því fyrir ári síðan að Kristjana væri komin í veikindaleyfi eftir átök við nýja stjórn, sökum þess að hún hefði ekki samþykkt að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni reikning fyrir verkefni sem Alda Lóa vann fyrir félagið, án þess að bera reikninginn undir stjórn. Gunnar Smári Egilsson, eiginmaður Öldu Lóu og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, tjáði sig af mikilli hörku um Kristjönu á Facebook-síðu sinni 6. október 2018 í tengslum við umfjöllun af stöðu mála. Sagði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár