Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Efling greiddi fyrirtæki fyrrverandi fjármálastjóra tugmilljónir fyrir veitingar

Fyr­ir­tæki sem Kristjana Val­geirs­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Efl­ing­ar, átti ásamt sam­býl­is­manni sín­um fékk greidd­ar 32 millj­ón­ir króna frá stétt­ar­fé­lag­inu vegna veit­inga­þjón­ustu.

Efling greiddi fyrirtæki fyrrverandi fjármálastjóra tugmilljónir fyrir veitingar
Átti fyrirtækið sem seldi Eflingu veitingar Kristjana Valgeirsdóttir átti 10 prósent hlut í fyrirtæki sem seldi Eflingu veitingar fyrir 32 milljónir á sama tíma og Kristjana var þar fjármálastjóri. Sambýlismaður Kristjönu átti hin 90 prósentin. Mynd: Stöð 2

Á sjö ára tímabili greiddi Efling stéttarfélag 32,3 milljónir króna til veitingafyrirtækis í eigu fjármálastjóra stéttarfélagsins. Fyrirtækið M.B. veitingar slf., sem var úrskurðað gjaldþrota í september síðastliðnum, var í 10 prósenta eigu Kristjönu Valgeirsdóttur, sem starfaði sem fjármálastjóri Eflingar fram til síðasta hausts, og að 90 prósentum í eigu Marks Brinks, sambýlismanns Kristjönu. Fyrirtækið var jafnframt skráð til heimilis á lögheimili Kristjönu.

Mikil átök inni á skrifstofu Eflingar urðu lýðum ljós þegar greint var frá því fyrir ári síðan að Kristjana væri komin í veikindaleyfi eftir átök við nýja stjórn, sökum þess að hún hefði ekki samþykkt að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni reikning fyrir verkefni sem Alda Lóa vann fyrir félagið, án þess að bera reikninginn undir stjórn. Gunnar Smári Egilsson, eiginmaður Öldu Lóu og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, tjáði sig af mikilli hörku um Kristjönu á Facebook-síðu sinni 6. október 2018 í tengslum við umfjöllun af stöðu mála. Sagði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitin að upprunanum
3
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár