Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Efling greiddi fyrirtæki fyrrverandi fjármálastjóra tugmilljónir fyrir veitingar

Fyr­ir­tæki sem Kristjana Val­geirs­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Efl­ing­ar, átti ásamt sam­býl­is­manni sín­um fékk greidd­ar 32 millj­ón­ir króna frá stétt­ar­fé­lag­inu vegna veit­inga­þjón­ustu.

Efling greiddi fyrirtæki fyrrverandi fjármálastjóra tugmilljónir fyrir veitingar
Átti fyrirtækið sem seldi Eflingu veitingar Kristjana Valgeirsdóttir átti 10 prósent hlut í fyrirtæki sem seldi Eflingu veitingar fyrir 32 milljónir á sama tíma og Kristjana var þar fjármálastjóri. Sambýlismaður Kristjönu átti hin 90 prósentin. Mynd: Stöð 2

Á sjö ára tímabili greiddi Efling stéttarfélag 32,3 milljónir króna til veitingafyrirtækis í eigu fjármálastjóra stéttarfélagsins. Fyrirtækið M.B. veitingar slf., sem var úrskurðað gjaldþrota í september síðastliðnum, var í 10 prósenta eigu Kristjönu Valgeirsdóttur, sem starfaði sem fjármálastjóri Eflingar fram til síðasta hausts, og að 90 prósentum í eigu Marks Brinks, sambýlismanns Kristjönu. Fyrirtækið var jafnframt skráð til heimilis á lögheimili Kristjönu.

Mikil átök inni á skrifstofu Eflingar urðu lýðum ljós þegar greint var frá því fyrir ári síðan að Kristjana væri komin í veikindaleyfi eftir átök við nýja stjórn, sökum þess að hún hefði ekki samþykkt að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni reikning fyrir verkefni sem Alda Lóa vann fyrir félagið, án þess að bera reikninginn undir stjórn. Gunnar Smári Egilsson, eiginmaður Öldu Lóu og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, tjáði sig af mikilli hörku um Kristjönu á Facebook-síðu sinni 6. október 2018 í tengslum við umfjöllun af stöðu mála. Sagði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár