Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Efling greiddi fyrirtæki fyrrverandi fjármálastjóra tugmilljónir fyrir veitingar

Fyr­ir­tæki sem Kristjana Val­geirs­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Efl­ing­ar, átti ásamt sam­býl­is­manni sín­um fékk greidd­ar 32 millj­ón­ir króna frá stétt­ar­fé­lag­inu vegna veit­inga­þjón­ustu.

Efling greiddi fyrirtæki fyrrverandi fjármálastjóra tugmilljónir fyrir veitingar
Átti fyrirtækið sem seldi Eflingu veitingar Kristjana Valgeirsdóttir átti 10 prósent hlut í fyrirtæki sem seldi Eflingu veitingar fyrir 32 milljónir á sama tíma og Kristjana var þar fjármálastjóri. Sambýlismaður Kristjönu átti hin 90 prósentin. Mynd: Stöð 2

Á sjö ára tímabili greiddi Efling stéttarfélag 32,3 milljónir króna til veitingafyrirtækis í eigu fjármálastjóra stéttarfélagsins. Fyrirtækið M.B. veitingar slf., sem var úrskurðað gjaldþrota í september síðastliðnum, var í 10 prósenta eigu Kristjönu Valgeirsdóttur, sem starfaði sem fjármálastjóri Eflingar fram til síðasta hausts, og að 90 prósentum í eigu Marks Brinks, sambýlismanns Kristjönu. Fyrirtækið var jafnframt skráð til heimilis á lögheimili Kristjönu.

Mikil átök inni á skrifstofu Eflingar urðu lýðum ljós þegar greint var frá því fyrir ári síðan að Kristjana væri komin í veikindaleyfi eftir átök við nýja stjórn, sökum þess að hún hefði ekki samþykkt að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni reikning fyrir verkefni sem Alda Lóa vann fyrir félagið, án þess að bera reikninginn undir stjórn. Gunnar Smári Egilsson, eiginmaður Öldu Lóu og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, tjáði sig af mikilli hörku um Kristjönu á Facebook-síðu sinni 6. október 2018 í tengslum við umfjöllun af stöðu mála. Sagði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár