Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Efling greiddi fyrirtæki fyrrverandi fjármálastjóra tugmilljónir fyrir veitingar

Fyr­ir­tæki sem Kristjana Val­geirs­dótt­ir, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Efl­ing­ar, átti ásamt sam­býl­is­manni sín­um fékk greidd­ar 32 millj­ón­ir króna frá stétt­ar­fé­lag­inu vegna veit­inga­þjón­ustu.

Efling greiddi fyrirtæki fyrrverandi fjármálastjóra tugmilljónir fyrir veitingar
Átti fyrirtækið sem seldi Eflingu veitingar Kristjana Valgeirsdóttir átti 10 prósent hlut í fyrirtæki sem seldi Eflingu veitingar fyrir 32 milljónir á sama tíma og Kristjana var þar fjármálastjóri. Sambýlismaður Kristjönu átti hin 90 prósentin. Mynd: Stöð 2

Á sjö ára tímabili greiddi Efling stéttarfélag 32,3 milljónir króna til veitingafyrirtækis í eigu fjármálastjóra stéttarfélagsins. Fyrirtækið M.B. veitingar slf., sem var úrskurðað gjaldþrota í september síðastliðnum, var í 10 prósenta eigu Kristjönu Valgeirsdóttur, sem starfaði sem fjármálastjóri Eflingar fram til síðasta hausts, og að 90 prósentum í eigu Marks Brinks, sambýlismanns Kristjönu. Fyrirtækið var jafnframt skráð til heimilis á lögheimili Kristjönu.

Mikil átök inni á skrifstofu Eflingar urðu lýðum ljós þegar greint var frá því fyrir ári síðan að Kristjana væri komin í veikindaleyfi eftir átök við nýja stjórn, sökum þess að hún hefði ekki samþykkt að greiða Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni reikning fyrir verkefni sem Alda Lóa vann fyrir félagið, án þess að bera reikninginn undir stjórn. Gunnar Smári Egilsson, eiginmaður Öldu Lóu og stofnandi Sósíalistaflokks Íslands, tjáði sig af mikilli hörku um Kristjönu á Facebook-síðu sinni 6. október 2018 í tengslum við umfjöllun af stöðu mála. Sagði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár