Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“

Tvö ár eru lið­in frá því að ung­ur mað­ur gekk inn á lög­reglu­stöð­ina í Reykja­vík og lagði fram kæru á hend­ur föð­ur sín­um fyr­ir gróf kyn­ferð­is­brot í æsku. Þeg­ar kær­an var lögð fram voru þrjú yngri systkini hans bú­sett hjá föð­urn­um. Þar búa þau enn, þrátt fyr­ir að mað­ur­inn hafi nú ver­ið dæmd­ur í sjö ára fang­elsi vegna brot­anna.

Börnin búa enn hjá dæmdum föður: „Ég reyndi margoft að segja frá“
Héraðsdómur Reykjavíkur Maðurinn, sem dæmdur var í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, misnotaði son sinn gróflega frá því að hann var 4 ára þar til hann varð 11 ára. Mynd: Davíð Þór

Maðurinn sem nýverið var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn syni sínum hefur farið einn með forsjá þriggja yngri barna sinna, allt frá árinu 2008. Árið 2007 skildu hann og barnsmóðir hans að skiptum og fékk hann fulla forsjá yfir börnunum ári síðar. Tvö þeirra eru í dag orðin lögráða en búa enn hjá föður sínum. Það þriðja, sem er enn á barnsaldri, býr einnig hjá föðurnum en er hjá móður sinni aðra hverja helgi. 

Braut gróflega gegn syni sínum 

Rétt tæp tvö ár eru liðin frá því að brotaþoli lagði fram kæru gegn föður sínum. Hann lýsti því að foreldrar hans hafi slitið samvistum þegar hann var ungur að árum. Frá 4 til 11 ára aldurs hafi hann farið aðra hverja helgi til föður síns, á árunum 1996 til 2003. Lýsti hann grófu ofbeldi alla barnæskuna. Á þessum tíma, þegar kæran var lögð fram, voru tvö barna mannsins enn undir lögaldri. Þrátt fyrir það bjuggu þau enn hjá honum og búa enn.

Úr dómnum má lesa að brotaþoli hafi brotið gegn trausti og trúnaði sonar síns með því að káfa í fjölda skipta á kynfærum hans og láta hann sömuleiðis káfa á kynfærum sínum. Þá nauðgaði hann honum í fjölda skipta í endaþarm. Dóminn í heild sinni má lesa hér

„Ég reyndi margoft að segja frá“

Móðir barnanna þriggja, sem enn búa hjá föður sínum, var stjúpmóðir brotaþola um nokkurra ára skeið. Hún lýsti því fyrir dómi að brotaþoli hafi verið hjá þeim aðra hverja helgi. Hún hafi orðið vitni af ofbeldi, fyrst og fremst í orðum en einnig líkamlegu ofbeldi.

 „Ég er ofboðslega reið út í kerfið, mér finnst það hafa brugðist mér og börnunum mínum“ 

Eftir því sem á leið hafi það líkamlega aukist. Hún hafi hins vegar aldrei orðið vitni að kynferðislegu ofbeldi. Hún segir meðal annars frá því að maðurinn hafi átt það til að stinga tám uppí brotaþola, sem hann hafi einnig gert við fleiri á heimilinu. Þá hafi brotaþoli oft verið læstur inni í herbergi sínu og hún hafi tekið þátt í því. Í samtali við blaðamann Stundarinnar gengst konan við því að hafa tekið þátt í ofbeldinu. „Ég var sjálf svo skemmd í rauninni, svo ég frekar tók þátt í ofbeldinu með honum heldur en að verja barnið,“ segir hún. 

Spurð að því hvernig henni líði, nú þegar dómur hafi verið kveðinn upp yfir barnsföður hennar segir konan: „Ég hef alltaf haldið því fram að ofbeldi hafi verið til staðar á heimilinu og mér líður eins og það hafi loks verið samþykkt í þessum dómi. Það var ekki lygi í mér og ég reyndi margoft að segja frá því, til dæmis þegar ég var að reyna að fá forsjána yfir börnunum.“

Kerfið brugðist börnunum 

Konan segir að öll börnin þrjú standi með föður sínum. „Hann hefur alltaf beitt börnunum gegn mér, þau trúa því að ég sé þessi vonda og ég hafi átt upptökin að þessari kæru. Þau þurfa hjálp og hefðu átt að fá hana fyrir löngu síðan. Ég er ofboðslega reið út í kerfið, mér finnst það hafa brugðist mér og börnunum mínum líka.“ 

Eldri dóttir konunnar, sem hún hafði eignast áður en hún tók saman við ákærða og bjó því einnig með honum um nokkurra ára skeið, deildi frétt um málið á Facebook í gær. Þar lýsir því að hún sé þakklát, því rödd hennar hafi fengið að heyrast og á hana hafi verið hlustað. „Eins og það sé loks sagt: Ég trúi ykkur. Þetta gerðist,“ skrifar dóttir hennar meðal annars.  

„Eins og það sé loks sagt: Ég trúi ykkur“

Bjuggu eftirlitslaust hjá dæmdum barnaníðingi

Stundin hefur áður fjallað um börn sem búa með dæmdum barnaníðingum. Meðal annars hefur Stundin sagt sögu systranna Önnu, Lindu og Guðrúnar, sem allar voru misnotaðar af föður sínum, Kjartani Adolfssyni. Hann var fyrst dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að misnota Guðrúnu árið 1991. Síðar eignaðist hann dæturnar Önnu og Lindu með annarri konu og misnotaði þær líka. Þær voru allar á aldrinum 5 til 7 ára þegar hann byrjaði að brjóta gegn þeim. Guðrún lýsti því í viðtali við Stundina hvernig hún hafði reynt að vernda yngri systur sínar og lýsti furðu á því að dæmdir barnaníðingar fái að búa með börnum. Í október árið 2018 var Kjartan dæmdur fyrir kynferðisbrotin gegn þeim Önnu og Lindu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár