„Taktu eftir því sem þú tekur eftir.“
– Þorvaldur Þorsteinsson
Þegar ég fæ gesti í heimsókn utan úr heimi ek ég stundum með þeim upp Borgartúnið sem ég segi að heiti „Boulevard of Broken Dreams“. Ég bendi á Höfða, hvíta timburhúsið þar sem Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov hittust árið 1986 og markar í huga margra fall kommúnismans og hrun járntjaldsins. Næsta hús við Höfða er svarti gler- og marmarakassinn sem áður hýsti höfuðstöðvar Kaupþings. Þegar bankinn féll árið 2008 var það fjórða stærsta gjaldþrot í sögu kapítalismans, ekki miðað við höfðatölu heldur í hreinum dollurum talið: 20.000 milljónir dala, um tvö þúsund milljarðar króna, tvær milljónir milljóna.
Ég er ekki að hlakka yfir óförum annarra, en það var magnað að vera ekki kominn á miðjan aldur og hafa upplifað hrun tveggja risavaxinna hugmyndakerfa. Þeim var haldið uppi af fólki sem hafði náð hátindinum í ríkjandi valda- og menntakerfi og …
Athugasemdir