Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirbýr nú nýtt frumvarp um lækkun erfðafjárskatts sem efnislega er samhljóða frumvarpi Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og tíu samflokksmanna sem lagt var fram í fyrra. Verði það að lögum munu tekjur ríkissjóðs af erfðafjárskatti lækka um tæp 40 prósent.
Málið er á þingmálaskrá ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og verður lagt fram í október samkvæmt henni. Í frumvarpinu verður lagt til að erfðafjárskattur verði þrepaskiptur þannig að hann nemi 5 prósentum af fjárhæð allt að 75 milljónum króna, en 10 prósentum af því sem er umfram þá upphæð. Skatturinn er nú 10 prósent óháð fjárhæð. Þá er einnig lagt til að fjárhæðarmörk skattþrepanna taki árlegum breytingum miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Fyrirframgreiddur arfur verður skattlagður á hærra skattþrepinu, það er 10 prósent.
Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að tekjur af erfðafjárskatti verði 5,2 milljarðar króna. Verði þrepaskiptingunni komið á …
Athugasemdir