Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Erfðafjárskattur lækkaður um tvo milljarða króna

Fyr­ir­hug­uð laga­setn­ing Bjarna Bene­dikts­son­ar um þrepa­skipt­an erfða­fjárskatt mun kosta rík­is­sjóð tvo millj­arða á næsta ári. Frum­varp­ið var áð­ur lagt fram af Óla Birni Kára­syni og tíu þing­mönn­um Sjálf­stæð­is­flokks. Mið­flokk­ur­inn vill af­nema skatt­inn.

Erfðafjárskattur lækkaður um tvo milljarða króna
Bjarni Benediktsson Ráðstöfunartekjur þeirra sem fá úthlutað arfi munu hækka verði skatturinn lækkaður. Mynd: Geiri Pix / Pressphotos.biz

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, undirbýr nú nýtt frumvarp um lækkun erfðafjárskatts sem efnislega er samhljóða frumvarpi Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og tíu samflokksmanna sem lagt var fram í fyrra. Verði það að lögum munu tekjur ríkissjóðs af erfðafjárskatti lækka um tæp 40 prósent.

Málið er á þingmálaskrá ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og verður lagt fram í október samkvæmt henni. Í frumvarpinu verður lagt til að erfðafjárskattur verði þrepaskiptur þannig að hann nemi 5 prósentum af fjárhæð allt að 75 milljónum króna, en 10 prósentum af því sem er umfram þá upphæð. Skatturinn er nú 10 prósent óháð fjárhæð. Þá er einnig lagt til að fjárhæðarmörk skattþrepanna taki árlegum breytingum miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Fyrirframgreiddur arfur verður skattlagður á hærra skattþrepinu, það er 10 prósent.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að tekjur af erfðafjárskatti verði 5,2 milljarðar króna. Verði þrepaskiptingunni komið á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár