Dóra Svavarsdóttir var aðeins 18 ára gömul þegar hún hóf störf í veitingageiranum með því að stofna kaffihús í stofunni heima í sveit. Í kjölfarið hóf hún kokkanám og hefur nú starfað í geiranum í yfir 20 ár. Dóra rekur í dag fyrirtækið Culina og heldur undir hatti þess ýmis matreiðslunámskeið þar sem hún hefur að leiðarljósi að draga úr matarsóun og auka þekkingu fólks og færni við að elda gómsæta og fjölbreytta grænmetisrétti. Dóra hefur meðal annars haldið námskeiðið Eldað fyrir einn en sú félagslega athöfn að borða hefur gjörbreyst í tímans rás, fólk hefur minni tíma, fleiri kjósa að búa einir og aðrir eiga erfitt með að fóta sig í eldhúsinu þegar að því kemur að færri munna er að metta.
Grænkál út í hræringinn
„Ég er frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum og siglingar á Hvítá voru gerðar út af hlaðinu heima. Systir mín fékk upphaflega þá hugmynd að …
Athugasemdir