Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fer hörðum orðum um forystu Eflingar

Fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri seg­ir „ógn­ar­stjórn“ hafa fylgt bylt­ing­unni þeg­ar Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir varð formað­ur Efl­ing­ar.

Fer hörðum orðum um forystu Eflingar
Sólveig Anna Jónsdóttir Skrifstofustjóra var vikið úr starfi eftir að ný forysta Eflingar tók við. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Forystumenn Eflingar hafa á þeim tíma sem liðinn er hagað sér gagnvart starfsmönnum eins og verstu atvinnurekendur. Þau hafa brotið öll mannleg siðalögmál í samskiptum við starfsmenn.“

Þetta skrifar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þráni var sagt upp störfum eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörinn formaður Eflingar vorið 2018.

Þráinn segir nýja forystu hafa afþakkað aðstoð fráfarandi forystu og í kjölfarið logið upp sökum á rótgróna starfsmenn til að losna við þá úr starfi. Hann segir að fjármálastjóri og bókari hafi báðar verið lagðar í einelti svo þeim yrði ókleift að starfa á vinnustaðnum. Starfsmenn hafi í kjölfarið glímt við veikindi.

„Það er alkunna að öllum byltingum fylgir ógnarstjórn meðan nýir valdhafar eru að ná tökum á stöðunni,“ skrifar Þráinn. „Hin „nýja stétt“ yfirmanna á Eflingu tamdi sér þann stjórnunarstíl að þeir sem andmæltu þeim eða reyndu að leiðbeina þeim féllu þegar í stað í ónáð. Annaðhvort var að hlýða yfirmönnum í einu og öllu eða taka pokann sinn.“

Loks lýsir hann því hvernig starfsmanni hafi verið sagt upp án fyrirvara og forystan hafi borið fyrir sig skipulagsbreytingum. „Mál fjögurra starfsmanna eru nú í meðferð lögmanna sem starfsmenn hafa þurft að útvega sér til að verja hagsmuni sína. Þá eru einnig fleiri starfsmenn í langtíma fjarvistum sem hafa hrakist burt af vinnustaðnum vegna framkomu stjórnenda,“ skrifar Þráinn.

Hann segir Sólveigu Önnu að líta sér nær þegar kemur að gagnrýni á hegðun atvinnurekenda. „Mín skoðun er sú að hin nýja stétt í forystu Eflingar stefni að því að hreinsa út alla starfsmenn og þekkingu sem kemur úr eldra umhverfi félagsins. Brottrekstur og langtímaveikindi reyndra starfsmanna hlýtur að segja til sín fyrr en síðar í þjónustu við félagsmenn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
2
SkýringVindorka á Íslandi

Hval­fjörð­ur­inn endi ekki sem „ruslahaug­ur alls kon­ar til­rauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár