Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fer hörðum orðum um forystu Eflingar

Fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri seg­ir „ógn­ar­stjórn“ hafa fylgt bylt­ing­unni þeg­ar Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir varð formað­ur Efl­ing­ar.

Fer hörðum orðum um forystu Eflingar
Sólveig Anna Jónsdóttir Skrifstofustjóra var vikið úr starfi eftir að ný forysta Eflingar tók við. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Forystumenn Eflingar hafa á þeim tíma sem liðinn er hagað sér gagnvart starfsmönnum eins og verstu atvinnurekendur. Þau hafa brotið öll mannleg siðalögmál í samskiptum við starfsmenn.“

Þetta skrifar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Eflingar, í grein í Morgunblaðinu í dag. Þráni var sagt upp störfum eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörinn formaður Eflingar vorið 2018.

Þráinn segir nýja forystu hafa afþakkað aðstoð fráfarandi forystu og í kjölfarið logið upp sökum á rótgróna starfsmenn til að losna við þá úr starfi. Hann segir að fjármálastjóri og bókari hafi báðar verið lagðar í einelti svo þeim yrði ókleift að starfa á vinnustaðnum. Starfsmenn hafi í kjölfarið glímt við veikindi.

„Það er alkunna að öllum byltingum fylgir ógnarstjórn meðan nýir valdhafar eru að ná tökum á stöðunni,“ skrifar Þráinn. „Hin „nýja stétt“ yfirmanna á Eflingu tamdi sér þann stjórnunarstíl að þeir sem andmæltu þeim eða reyndu að leiðbeina þeim féllu þegar í stað í ónáð. Annaðhvort var að hlýða yfirmönnum í einu og öllu eða taka pokann sinn.“

Loks lýsir hann því hvernig starfsmanni hafi verið sagt upp án fyrirvara og forystan hafi borið fyrir sig skipulagsbreytingum. „Mál fjögurra starfsmanna eru nú í meðferð lögmanna sem starfsmenn hafa þurft að útvega sér til að verja hagsmuni sína. Þá eru einnig fleiri starfsmenn í langtíma fjarvistum sem hafa hrakist burt af vinnustaðnum vegna framkomu stjórnenda,“ skrifar Þráinn.

Hann segir Sólveigu Önnu að líta sér nær þegar kemur að gagnrýni á hegðun atvinnurekenda. „Mín skoðun er sú að hin nýja stétt í forystu Eflingar stefni að því að hreinsa út alla starfsmenn og þekkingu sem kemur úr eldra umhverfi félagsins. Brottrekstur og langtímaveikindi reyndra starfsmanna hlýtur að segja til sín fyrr en síðar í þjónustu við félagsmenn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár