Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sameinað fyrirtæki mun eiga 10 prósent alls kvóta

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in Vís­ir og Þor­björn í Grinda­vík und­ir­búa sam­ein­ingu. Sam­ein­að fyr­ir­tæki yrði það kvóta­mesta á land­inu.

Sameinað fyrirtæki mun eiga 10 prósent alls kvóta
Grindavík Um 600 manns vinna hjá fyrirtækjunum sem hyggja á sameiningu. Mynd: Einar Páll Svavarsson

Nýtt sameinað fyrirtæki sjávarútvegsfyrirtækjanna Vísis hf. og Þorbjarnar hf. mundi eiga 9,77 prósent fiskveiðiheimilda í aflamarkskerfinu. Sameinað fyrirtæki yrði þannig það kvótamesta á landinu.

Vinna við sameiningu fyrirtækjanna er komin langt á leið, að því er Morgunblaðið greinir frá í dag. Fyrirtækin eru bæði í Grindavík og um 600 manns vinna samtals hjá þeim. „Nei, það er ekki hægt að segja að annar hvor aðilinn hafi átt frumkvæði að sameiningarviðræðum,“ segir Gunnar Tómasson hjá Þorbirni. „Þetta er hugmynd sem spratt af samtali fólks og svo hefur þetta mál þróast stig af stigi. Ég tel allar líkur á að dæmið gangi upp.“

Sameinað félag yrði með sterka stöðu, en til samanburðar má nefna að Brim, sem nú hefur mestar fiskveiðiheimildir íslenskra fyrirtækja, er með 9,43 prósent allra heimilda. „Bæði fyrirtækin standa ágætlega,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. „Sameining væri þó hagur beggja, enda gætum við þannig öðlast meiri styrk til að nýta tækifærin og verkefnin sem eru fram undan í starfseminni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár