Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni

Sú yfirlýsing forsætisráðuneytisins að forræði á kröfugerð og framsetningu hennar í málum gegn ríkinu liggi hjá ríkislögmanni frekar en stjórnvaldinu sem bótakröfu er beint gegn gengur í berhögg við túlkun umboðsmanns Alþingis á lögum um ríkislögmann.

Eftir að fjallað var um varnir íslenska ríkisins vegna bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, á föstudag birtist yfirlýsing á vef stjórnarráðsins þar sem segir meðal annars: „Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar.“

Þetta sjónarmið samrýmist ekki afstöðu umboðsmanns Alþingis sem fram kom í ábendingabréfi sem embættið sendi heilbrigðisráðherra árið 2014 vegna máls 7326/2013 þar sem deilt var um hlutverk ríkislögmanns og annarra stjórnvalda þegar bótakröfum er beint að ríkissjóði.

Að mati umboðsmanns Alþingis liggur ákvörðunarvald um hvort bótaskylda sé viðurkennd í einstökum tilvikum hjá því stjórnvaldi sem bótakröfu er beint að þótt ríkislögmaður kunni að veita stjórnvöldum ráðgjöf vegna slíkra mála.

Þá hafa stjórnvöld forræði á kröfugerð, röksemdum og ágreiningsatriðum þegar mál fara fyrir dómstóla og geta ákveðið hvaða málsástæður þau bera fyrir sig í slíkum málum. Er það æðsti handhafi stjórnsýsluvalds á hverju málefnasviði sem fer með ákvörðunarvald um þessa hagsmuni ríkisvaldsins.

Yfirstjórn embættis ríkislögmanns var flutt frá fjármálaráðherra til forsætisráðherra árið 1999. Í greinargerð frumvarps sem þá varð að lögum kemur fram að embætti ríkislögmanns sæki „fyrirmæli um rekstur máls til þess ráðherra, sem hverju sinni er í fyrirsvari fyrir ríkisvaldið“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
FréttirStjórnsýsla

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins: Ís­land laust við spill­ingu eins og þá sem tíðk­ast er­lend­is

Heild­ar­sam­tök ís­lenskra at­vinnu­rek­enda mót­mæla því að sett­ar verði regl­ur til að draga úr flakki milli stjórn­sýslu­starfa og sér­hags­muna­gæslu. „Hér á landi tíðk­ast það ekki að spill­ing birt­ist í því að sterk­ir sérhags­muna­að­il­ar nái tang­ar­haldi á stjórn­völd­um og hafi áhrif á þau með við­brögð­um sínum við ein­stökum ákvörð­un­um, líkt og tal­að var um í úttekt­ar­skýrslu GRECO.“

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár