Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni

Sú yfirlýsing forsætisráðuneytisins að forræði á kröfugerð og framsetningu hennar í málum gegn ríkinu liggi hjá ríkislögmanni frekar en stjórnvaldinu sem bótakröfu er beint gegn gengur í berhögg við túlkun umboðsmanns Alþingis á lögum um ríkislögmann.

Eftir að fjallað var um varnir íslenska ríkisins vegna bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar, eins hinna sýknuðu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, á föstudag birtist yfirlýsing á vef stjórnarráðsins þar sem segir meðal annars: „Að gefnu tilefni vill forsætisráðuneytið árétta að ríkislögmaður annast vörn í einkamálum sem höfðuð eru gegn ríkinu og hefur almennt forræði á kröfugerð og framsetningu hennar.“

Þetta sjónarmið samrýmist ekki afstöðu umboðsmanns Alþingis sem fram kom í ábendingabréfi sem embættið sendi heilbrigðisráðherra árið 2014 vegna máls 7326/2013 þar sem deilt var um hlutverk ríkislögmanns og annarra stjórnvalda þegar bótakröfum er beint að ríkissjóði.

Að mati umboðsmanns Alþingis liggur ákvörðunarvald um hvort bótaskylda sé viðurkennd í einstökum tilvikum hjá því stjórnvaldi sem bótakröfu er beint að þótt ríkislögmaður kunni að veita stjórnvöldum ráðgjöf vegna slíkra mála.

Þá hafa stjórnvöld forræði á kröfugerð, röksemdum og ágreiningsatriðum þegar mál fara fyrir dómstóla og geta ákveðið hvaða málsástæður þau bera fyrir sig í slíkum málum. Er það æðsti handhafi stjórnsýsluvalds á hverju málefnasviði sem fer með ákvörðunarvald um þessa hagsmuni ríkisvaldsins.

Yfirstjórn embættis ríkislögmanns var flutt frá fjármálaráðherra til forsætisráðherra árið 1999. Í greinargerð frumvarps sem þá varð að lögum kemur fram að embætti ríkislögmanns sæki „fyrirmæli um rekstur máls til þess ráðherra, sem hverju sinni er í fyrirsvari fyrir ríkisvaldið“. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
FréttirStjórnsýsla

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins: Ís­land laust við spill­ingu eins og þá sem tíðk­ast er­lend­is

Heild­ar­sam­tök ís­lenskra at­vinnu­rek­enda mót­mæla því að sett­ar verði regl­ur til að draga úr flakki milli stjórn­sýslu­starfa og sér­hags­muna­gæslu. „Hér á landi tíðk­ast það ekki að spill­ing birt­ist í því að sterk­ir sérhags­muna­að­il­ar nái tang­ar­haldi á stjórn­völd­um og hafi áhrif á þau með við­brögð­um sínum við ein­stökum ákvörð­un­um, líkt og tal­að var um í úttekt­ar­skýrslu GRECO.“

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár