Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

Ís­lenskt sjálfs­varn­ar­nám­skeið þar sem kon­ur læra að lifa af hryðju­verka­árás­ir, mann­rán og heim­il­isof­beldi, er gagn­rýnt fyr­ir að nota of­beldi í aug­lýs­inga­skyni og tengja sig við lög­regl­una, þótt lög­regl­an hafni sam­starfi. Í kynn­ing­ar­efni frá nám­skeiðs­höld­ur­um nota kon­ur með­al ann­ars hríðskota­byss­ur, skamm­byss­ur og hnífa.

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

Lögreglan, sérsveitin, Stígamót og Bjarkarhlíð gagnrýna ISR Matrix Ísland sem heldur úti sjálfsvarnarnámskeiðum ætluð almenningi, fyrir að nota ofbeldi og vopn í auglýsingaskyni, fara með ungar konur til Bandaríkjanna til að læra að nota skotvopn og tengja starf lögreglunnar og sérsveitarinnar við starfsemi sína. 

ISR Matrix Ísland er félag stofnað af Jóni Viðari Arnþórssyni, fyrrverandi formanni íþróttafélagsins Mjölnis. Jón sinnti formannstöðu í Mjölni þar til átaka kom innan félagsins árið 2017, sem leiddi til þess að Jón Viðar þurfti að víkja frá rekstrinum. Eftir það ákvað Jón að beina öllum sínum kröftum að hinu nýstofnaða félagi. Jón Viðar er jafnframt yfir Evrópudeild ISR matrix.

Boðið er upp á fjögur mismunandi námskeið hjá félaginu: Námskeið í öryggistökum, neyðarvörn, neyðarvörn fyrir konur og þrekþjálfun.

Þjálfarar ISR Ísland eru fjórir talsins; tveir starfandi lögreglumenn, þeir Gunnar Scheving og Tómas Helgi Tómasson, systir Jóns, Imma Helga Arnþórsdóttir, bardagakappi í MMA, og Jón Viðar sjálfur. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár