Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

Ís­lenskt sjálfs­varn­ar­nám­skeið þar sem kon­ur læra að lifa af hryðju­verka­árás­ir, mann­rán og heim­il­isof­beldi, er gagn­rýnt fyr­ir að nota of­beldi í aug­lýs­inga­skyni og tengja sig við lög­regl­una, þótt lög­regl­an hafni sam­starfi. Í kynn­ing­ar­efni frá nám­skeiðs­höld­ur­um nota kon­ur með­al ann­ars hríðskota­byss­ur, skamm­byss­ur og hnífa.

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

Lögreglan, sérsveitin, Stígamót og Bjarkarhlíð gagnrýna ISR Matrix Ísland sem heldur úti sjálfsvarnarnámskeiðum ætluð almenningi, fyrir að nota ofbeldi og vopn í auglýsingaskyni, fara með ungar konur til Bandaríkjanna til að læra að nota skotvopn og tengja starf lögreglunnar og sérsveitarinnar við starfsemi sína. 

ISR Matrix Ísland er félag stofnað af Jóni Viðari Arnþórssyni, fyrrverandi formanni íþróttafélagsins Mjölnis. Jón sinnti formannstöðu í Mjölni þar til átaka kom innan félagsins árið 2017, sem leiddi til þess að Jón Viðar þurfti að víkja frá rekstrinum. Eftir það ákvað Jón að beina öllum sínum kröftum að hinu nýstofnaða félagi. Jón Viðar er jafnframt yfir Evrópudeild ISR matrix.

Boðið er upp á fjögur mismunandi námskeið hjá félaginu: Námskeið í öryggistökum, neyðarvörn, neyðarvörn fyrir konur og þrekþjálfun.

Þjálfarar ISR Ísland eru fjórir talsins; tveir starfandi lögreglumenn, þeir Gunnar Scheving og Tómas Helgi Tómasson, systir Jóns, Imma Helga Arnþórsdóttir, bardagakappi í MMA, og Jón Viðar sjálfur. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár