Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

Ís­lenskt sjálfs­varn­ar­nám­skeið þar sem kon­ur læra að lifa af hryðju­verka­árás­ir, mann­rán og heim­il­isof­beldi, er gagn­rýnt fyr­ir að nota of­beldi í aug­lýs­inga­skyni og tengja sig við lög­regl­una, þótt lög­regl­an hafni sam­starfi. Í kynn­ing­ar­efni frá nám­skeiðs­höld­ur­um nota kon­ur með­al ann­ars hríðskota­byss­ur, skamm­byss­ur og hnífa.

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

Lögreglan, sérsveitin, Stígamót og Bjarkarhlíð gagnrýna ISR Matrix Ísland sem heldur úti sjálfsvarnarnámskeiðum ætluð almenningi, fyrir að nota ofbeldi og vopn í auglýsingaskyni, fara með ungar konur til Bandaríkjanna til að læra að nota skotvopn og tengja starf lögreglunnar og sérsveitarinnar við starfsemi sína. 

ISR Matrix Ísland er félag stofnað af Jóni Viðari Arnþórssyni, fyrrverandi formanni íþróttafélagsins Mjölnis. Jón sinnti formannstöðu í Mjölni þar til átaka kom innan félagsins árið 2017, sem leiddi til þess að Jón Viðar þurfti að víkja frá rekstrinum. Eftir það ákvað Jón að beina öllum sínum kröftum að hinu nýstofnaða félagi. Jón Viðar er jafnframt yfir Evrópudeild ISR matrix.

Boðið er upp á fjögur mismunandi námskeið hjá félaginu: Námskeið í öryggistökum, neyðarvörn, neyðarvörn fyrir konur og þrekþjálfun.

Þjálfarar ISR Ísland eru fjórir talsins; tveir starfandi lögreglumenn, þeir Gunnar Scheving og Tómas Helgi Tómasson, systir Jóns, Imma Helga Arnþórsdóttir, bardagakappi í MMA, og Jón Viðar sjálfur. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár