Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

Ís­lenskt sjálfs­varn­ar­nám­skeið þar sem kon­ur læra að lifa af hryðju­verka­árás­ir, mann­rán og heim­il­isof­beldi, er gagn­rýnt fyr­ir að nota of­beldi í aug­lýs­inga­skyni og tengja sig við lög­regl­una, þótt lög­regl­an hafni sam­starfi. Í kynn­ing­ar­efni frá nám­skeiðs­höld­ur­um nota kon­ur með­al ann­ars hríðskota­byss­ur, skamm­byss­ur og hnífa.

Sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur gagnrýnt fyrir ofbeldisdýrkun og villandi kynningu

Lögreglan, sérsveitin, Stígamót og Bjarkarhlíð gagnrýna ISR Matrix Ísland sem heldur úti sjálfsvarnarnámskeiðum ætluð almenningi, fyrir að nota ofbeldi og vopn í auglýsingaskyni, fara með ungar konur til Bandaríkjanna til að læra að nota skotvopn og tengja starf lögreglunnar og sérsveitarinnar við starfsemi sína. 

ISR Matrix Ísland er félag stofnað af Jóni Viðari Arnþórssyni, fyrrverandi formanni íþróttafélagsins Mjölnis. Jón sinnti formannstöðu í Mjölni þar til átaka kom innan félagsins árið 2017, sem leiddi til þess að Jón Viðar þurfti að víkja frá rekstrinum. Eftir það ákvað Jón að beina öllum sínum kröftum að hinu nýstofnaða félagi. Jón Viðar er jafnframt yfir Evrópudeild ISR matrix.

Boðið er upp á fjögur mismunandi námskeið hjá félaginu: Námskeið í öryggistökum, neyðarvörn, neyðarvörn fyrir konur og þrekþjálfun.

Þjálfarar ISR Ísland eru fjórir talsins; tveir starfandi lögreglumenn, þeir Gunnar Scheving og Tómas Helgi Tómasson, systir Jóns, Imma Helga Arnþórsdóttir, bardagakappi í MMA, og Jón Viðar sjálfur. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
5
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
4
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár