Lögreglan, sérsveitin, Stígamót og Bjarkarhlíð gagnrýna ISR Matrix Ísland sem heldur úti sjálfsvarnarnámskeiðum ætluð almenningi, fyrir að nota ofbeldi og vopn í auglýsingaskyni, fara með ungar konur til Bandaríkjanna til að læra að nota skotvopn og tengja starf lögreglunnar og sérsveitarinnar við starfsemi sína.
ISR Matrix Ísland er félag stofnað af Jóni Viðari Arnþórssyni, fyrrverandi formanni íþróttafélagsins Mjölnis. Jón sinnti formannstöðu í Mjölni þar til átaka kom innan félagsins árið 2017, sem leiddi til þess að Jón Viðar þurfti að víkja frá rekstrinum. Eftir það ákvað Jón að beina öllum sínum kröftum að hinu nýstofnaða félagi. Jón Viðar er jafnframt yfir Evrópudeild ISR matrix.
Boðið er upp á fjögur mismunandi námskeið hjá félaginu: Námskeið í öryggistökum, neyðarvörn, neyðarvörn fyrir konur og þrekþjálfun.
Þjálfarar ISR Ísland eru fjórir talsins; tveir starfandi lögreglumenn, þeir Gunnar Scheving og Tómas Helgi Tómasson, systir Jóns, Imma Helga Arnþórsdóttir, bardagakappi í MMA, og Jón Viðar sjálfur. …
Athugasemdir