Blessunarlega sjaldan, en þó of oft, hafa nasistar látið á sér kræla á Íslandi. Aðeins einu sinni hafa þeir þó nálgast það að verða fjöldahreyfing eða alla vega látið verulega á sér kræla en það var á fjórða áratugnum um svipað leyti og Adolf Hitler var að sölsa undir sig völd í Þýskalandi.
Óhætt er að segja að upphafsmaður hreyfingar þjóðernissinna hafi verið Gísli Sigurbjörnsson. Hann fæddist 1907, var af góðborgaraættum og fór snemma að fást við kaupmennsku. Hann hreifst af þýsku nasistahreyfingunni og frá árinu 1932 er fjallað um hann í blöðum sem dyggan stuðningsmann Hitlers, en hann ferðaðist reglulega til Þýskalands.
Hreyfing þjóðernissinna verður til
Þegar þýskir nasistar komust til valda í lok janúar 1933 voru þeir undra fljótir að kasta …
Athugasemdir