Reykjavík hefur tapað birtunni og litadýrðinni

Þeg­ar Klaus Ortlieb kom fyrst til Ís­lands sem ung­ur mað­ur varð hann ást­fang­inn af lit­um og feg­urð Reykja­vík­ur. Nú þyk­ir hót­eleig­and­an­um hins veg­ar höf­uð­borg­in hafa misst sinn sjarma og vera á góðri leið með að tapa flestu því sem ger­ir hana sér­staka. Hann kenn­ir stefnu­leysi yf­ir­valda um og seg­ir hrun blasa við í ferða­manna­brans­an­um.

Reykjavík hefur tapað birtunni og litadýrðinni
Listhneigður hótelmógúll Klaus leggur upp úr samstarfi við ungt listafólk, sem hann segist hafa mun meira gaman af að umgangast heldur en menn í jakkafötum. Myndina við afgreiðsluborðið á Hlemmi Square málaði listakonan Sóla Eva, sem er búsett í Bandaríkjunum en var hér stödd nýverið til að taka þátt í Reykjavík Fringe Festival. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ég kom fyrst hingað til Íslands snemma á þrítugsaldri, eða var það jafnvel fyrr?“ segir Klaus Ortlieb í hálfum hljóðum og hugsar sig um stutta stund. Hann hefur tekið á móti blaðamanni Stundarinnar á Hlemmi Square, hótelinu sem hann á og rekur í félagi við vin sinn, Auðun Guðmundsson. Fyrsta spurningin sem hann hefur fengið er dæmigerð. Hvað varð til þess að hann gerði Reykjavík að sínu öðru heimili? „Ég staldraði alltaf við í tvo daga og gisti í Reykjavík. Ég varð ástfanginn af öllum litunum og fegurð Reykjavíkur. Ég féll líka fyrir Íslendingum, hegðun þeirra og viðhorfi til lífsins. Þeir voru alltaf til í partí en samt tilbúnir að leggja hart að sér í vinnu. Næturlífið var þá þegar orðið nokkuð gott og auðvitað þurfti ég sem ungur maður að njóta þess. Mér fannst þetta frábær borg og finnst það enn, þó að margt hafi því miður breyst til …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár