Meira en fimm hundruð börn og ungmenni stunda nám við Dansskóla Brynju Péturs en um tuttugu kennarar halda utan um hópana sem dansa á víð og dreif um höfuðborgina. Flestir kennaranna byrjuðu sjálfir að læra að dansa hjá Brynju, þegar hún var að stíga sín fyrstu skref með skólann sinn.
„Þetta eru krúttin mín, sem eru orðin stór og farin að gera klikkaða hluti. Ég er þeirra stærsti aðdáandi og á ekki til orð yfir það hvað mér finnst þau frábær. Ég held það sé ekki til betri tilfinning en sú að gefa nemendum sínum gleði, hamingju og lífsneista í gegnum dansinn og sjá þau svo gefa sínum nemendum það sama. Þannig verða alltaf fleiri og fleiri sem fá að njóta gleðinnar,“ segir Brynja. Hún var 19 ára þegar hún ákvað að kýla á að stofna „einhvers konar apparat“ utan um dansinn, sem síðar þróaðist út í skólann hennar, sem …
Athugasemdir