Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Strætófarþegar hvattir til að kasta nasistaáróðri í ruslið

Guð­mund­ur Heið­ar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó, biðl­ar til fólks að hjálpa til við að fjar­lægja nýnas­ist­alímmiða ef það geng­ur fram á þá í strætó­skýl­um, tíma­töfl­um eða á vögn­um.

Strætófarþegar hvattir til að kasta nasistaáróðri í ruslið

„Ég vil biðla til fólks að hjálpa okkur og fjarlægja þessa miða ef það gengur fram á þá í strætóskýlum, tímatöflum eða á vögnum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Stundina.

Undanfarna daga hafa nýnasistasamtök dreift áróðursefni um borgina og fest límmiða með merki samtakanna á ljósastaura. Eins og Stundin hefur greint frá í samstarfi við sænska fjölmiðilinn Expo gerðu sænskir, norskir og danskir nýnasistar sér ferð til Íslands nú í byrjun mánaðar í þeim tilgangi að efla starfsemi Norðurvígis, íslensks arms Norrænu mótstöðu-hreyfingarinnar. Einn þeirra er leiðtogi hreyfingarinnar, hinn sænski Simon Lindberg sem hefur fengið dóm fyrir hatursglæp og ofbeldi gegn samkynhneigðum.

Stundin ræddi við Guðmund Heiðar í dag eftir að hann hafði þurft að kroppa Norðurvígislímmiða af strætisvagni, einum þeirra vagna sem er með klæðningu í anda hinsegindaga. „Klæðningin hefur kannski farið eitthvað fyrir brjóstið á þeim,“ segir hann og hvetur þjónustuþega strætó og aðra til að fjarlægja og kasta í ruslið hvers kyns nasistaáróðri sem verður á vegi þeirra.

Nýnasistar smelltu límmiða yfir áletrun á strætisvagni til stuðnings samkynhneigðum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
4
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
6
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu