Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Strætófarþegar hvattir til að kasta nasistaáróðri í ruslið

Guð­mund­ur Heið­ar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó, biðl­ar til fólks að hjálpa til við að fjar­lægja nýnas­ist­alímmiða ef það geng­ur fram á þá í strætó­skýl­um, tíma­töfl­um eða á vögn­um.

Strætófarþegar hvattir til að kasta nasistaáróðri í ruslið

„Ég vil biðla til fólks að hjálpa okkur og fjarlægja þessa miða ef það gengur fram á þá í strætóskýlum, tímatöflum eða á vögnum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Stundina.

Undanfarna daga hafa nýnasistasamtök dreift áróðursefni um borgina og fest límmiða með merki samtakanna á ljósastaura. Eins og Stundin hefur greint frá í samstarfi við sænska fjölmiðilinn Expo gerðu sænskir, norskir og danskir nýnasistar sér ferð til Íslands nú í byrjun mánaðar í þeim tilgangi að efla starfsemi Norðurvígis, íslensks arms Norrænu mótstöðu-hreyfingarinnar. Einn þeirra er leiðtogi hreyfingarinnar, hinn sænski Simon Lindberg sem hefur fengið dóm fyrir hatursglæp og ofbeldi gegn samkynhneigðum.

Stundin ræddi við Guðmund Heiðar í dag eftir að hann hafði þurft að kroppa Norðurvígislímmiða af strætisvagni, einum þeirra vagna sem er með klæðningu í anda hinsegindaga. „Klæðningin hefur kannski farið eitthvað fyrir brjóstið á þeim,“ segir hann og hvetur þjónustuþega strætó og aðra til að fjarlægja og kasta í ruslið hvers kyns nasistaáróðri sem verður á vegi þeirra.

Nýnasistar smelltu límmiða yfir áletrun á strætisvagni til stuðnings samkynhneigðum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár