Strætófarþegar hvattir til að kasta nasistaáróðri í ruslið

Guð­mund­ur Heið­ar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó, biðl­ar til fólks að hjálpa til við að fjar­lægja nýnas­ist­alímmiða ef það geng­ur fram á þá í strætó­skýl­um, tíma­töfl­um eða á vögn­um.

Strætófarþegar hvattir til að kasta nasistaáróðri í ruslið

„Ég vil biðla til fólks að hjálpa okkur og fjarlægja þessa miða ef það gengur fram á þá í strætóskýlum, tímatöflum eða á vögnum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við Stundina.

Undanfarna daga hafa nýnasistasamtök dreift áróðursefni um borgina og fest límmiða með merki samtakanna á ljósastaura. Eins og Stundin hefur greint frá í samstarfi við sænska fjölmiðilinn Expo gerðu sænskir, norskir og danskir nýnasistar sér ferð til Íslands nú í byrjun mánaðar í þeim tilgangi að efla starfsemi Norðurvígis, íslensks arms Norrænu mótstöðu-hreyfingarinnar. Einn þeirra er leiðtogi hreyfingarinnar, hinn sænski Simon Lindberg sem hefur fengið dóm fyrir hatursglæp og ofbeldi gegn samkynhneigðum.

Stundin ræddi við Guðmund Heiðar í dag eftir að hann hafði þurft að kroppa Norðurvígislímmiða af strætisvagni, einum þeirra vagna sem er með klæðningu í anda hinsegindaga. „Klæðningin hefur kannski farið eitthvað fyrir brjóstið á þeim,“ segir hann og hvetur þjónustuþega strætó og aðra til að fjarlægja og kasta í ruslið hvers kyns nasistaáróðri sem verður á vegi þeirra.

Nýnasistar smelltu límmiða yfir áletrun á strætisvagni til stuðnings samkynhneigðum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár