Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ástin í franskri lauksúpu

Daní­el E. Arn­ars­son seg­ist hafa dott­ið nið­ur á bestu slök­un­ar­að­ferð í heim­in­um og hún sé að elda og baka.

Þegar ég fattaði að besta slökunaraðferð í heimi er að elda og baka, og ekki nóg með að það sé slökunaraðferð, heldur er það mjög gefandi af því að ég er ekki bara að gefa mér það heldur er ég líka að gefa öðru fólki, til dæmis með því að smakka. Þá fattaði ég að þetta er einhvers konar frumþörf, að gefa fólki að borða. Þá er ég að gleðja það, með minni vinnu. Mér fannst það mjög magnað.

Sérstaklega var það þegar ég í fyrsta skipti eldaði franska lauksúpu, og frönsk lauksúpa á sér langa sögu í matargerðarhefð. Ég eldaði hana, tók mér mikinn tíma í það, skar mikinn lauk, grét, skar mig, blóð og gaf allt í þessa súpu. Og svo gaf ég hana einhverjum. Þau borðuðu, það kom bros, ég var ánægður og þau voru ánægð. Þá fattaði ég líka að í raun og veru getum við gefið á svo marga vegu í lífinu. Við þurfum ekki bara að vera góð við hvert annað með því að faðma hvert annað. Við getum líka verið góð við hvert annað með því að skilja hvert annað, með því að hrósa hvert öðru og kannski fyrst og fremst að bera virðingu fyrir hvert öðru. Það er það sem matargerð gerir. Ég er að bera virðingu fyrir sjálfum mér, hráefninu, öllum þeim sem komu að því að rækta laukinn, rækta hveitið, mjólka kúna fyrir smjörið og svo soðið. Ég er líka að bera virðingu fyrir nautinu sem í raun gaf líf sitt fyrir súpuna en ég er byrjaður að nota grænmetissoð núna. Þarna er svo mikið þakklæti, svo mikil gjöf, svo mikið hrós, svo mikil ást og væntumþykja í mjög einföldu atriði eins og að búa til lauksúpu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár