Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ástin í franskri lauksúpu

Daní­el E. Arn­ars­son seg­ist hafa dott­ið nið­ur á bestu slök­un­ar­að­ferð í heim­in­um og hún sé að elda og baka.

Þegar ég fattaði að besta slökunaraðferð í heimi er að elda og baka, og ekki nóg með að það sé slökunaraðferð, heldur er það mjög gefandi af því að ég er ekki bara að gefa mér það heldur er ég líka að gefa öðru fólki, til dæmis með því að smakka. Þá fattaði ég að þetta er einhvers konar frumþörf, að gefa fólki að borða. Þá er ég að gleðja það, með minni vinnu. Mér fannst það mjög magnað.

Sérstaklega var það þegar ég í fyrsta skipti eldaði franska lauksúpu, og frönsk lauksúpa á sér langa sögu í matargerðarhefð. Ég eldaði hana, tók mér mikinn tíma í það, skar mikinn lauk, grét, skar mig, blóð og gaf allt í þessa súpu. Og svo gaf ég hana einhverjum. Þau borðuðu, það kom bros, ég var ánægður og þau voru ánægð. Þá fattaði ég líka að í raun og veru getum við gefið á svo marga vegu í lífinu. Við þurfum ekki bara að vera góð við hvert annað með því að faðma hvert annað. Við getum líka verið góð við hvert annað með því að skilja hvert annað, með því að hrósa hvert öðru og kannski fyrst og fremst að bera virðingu fyrir hvert öðru. Það er það sem matargerð gerir. Ég er að bera virðingu fyrir sjálfum mér, hráefninu, öllum þeim sem komu að því að rækta laukinn, rækta hveitið, mjólka kúna fyrir smjörið og svo soðið. Ég er líka að bera virðingu fyrir nautinu sem í raun gaf líf sitt fyrir súpuna en ég er byrjaður að nota grænmetissoð núna. Þarna er svo mikið þakklæti, svo mikil gjöf, svo mikið hrós, svo mikil ást og væntumþykja í mjög einföldu atriði eins og að búa til lauksúpu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár