Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ástin í franskri lauksúpu

Daní­el E. Arn­ars­son seg­ist hafa dott­ið nið­ur á bestu slök­un­ar­að­ferð í heim­in­um og hún sé að elda og baka.

Þegar ég fattaði að besta slökunaraðferð í heimi er að elda og baka, og ekki nóg með að það sé slökunaraðferð, heldur er það mjög gefandi af því að ég er ekki bara að gefa mér það heldur er ég líka að gefa öðru fólki, til dæmis með því að smakka. Þá fattaði ég að þetta er einhvers konar frumþörf, að gefa fólki að borða. Þá er ég að gleðja það, með minni vinnu. Mér fannst það mjög magnað.

Sérstaklega var það þegar ég í fyrsta skipti eldaði franska lauksúpu, og frönsk lauksúpa á sér langa sögu í matargerðarhefð. Ég eldaði hana, tók mér mikinn tíma í það, skar mikinn lauk, grét, skar mig, blóð og gaf allt í þessa súpu. Og svo gaf ég hana einhverjum. Þau borðuðu, það kom bros, ég var ánægður og þau voru ánægð. Þá fattaði ég líka að í raun og veru getum við gefið á svo marga vegu í lífinu. Við þurfum ekki bara að vera góð við hvert annað með því að faðma hvert annað. Við getum líka verið góð við hvert annað með því að skilja hvert annað, með því að hrósa hvert öðru og kannski fyrst og fremst að bera virðingu fyrir hvert öðru. Það er það sem matargerð gerir. Ég er að bera virðingu fyrir sjálfum mér, hráefninu, öllum þeim sem komu að því að rækta laukinn, rækta hveitið, mjólka kúna fyrir smjörið og svo soðið. Ég er líka að bera virðingu fyrir nautinu sem í raun gaf líf sitt fyrir súpuna en ég er byrjaður að nota grænmetissoð núna. Þarna er svo mikið þakklæti, svo mikil gjöf, svo mikið hrós, svo mikil ást og væntumþykja í mjög einföldu atriði eins og að búa til lauksúpu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár