Barnavernd Reykjavíkur hefur tilkynnt Víkingi Kristjánssyni að stofnunin muni ekki aðhafast frekar við að reyna að koma á umgengni milli Víkings og sonar hans. Gefist hafi verið upp á að koma á samstarfi við barnsmóður Víkings sem miði að því. Víkingur hefur ekki hitt son sinn í rúmlega tvö og hálft ár, allt frá því að barnsmóðir hans tilkynnti að hana grunaði að Víkingur hefði brotið kynferðislega gegn syni þeirra. Héraðssaksóknari felldi mál á hendur Víkingi niður og hið sama gerði ríkissaksóknari. Barnavernd Reykjavíkur staðfesti að verulegir ágallar hefðu verið á meðferð málsins og bað Víking afsökunar á vinnubrögðunum.
Víkingur lýsti í viðtali við Stundina í júlí síðastliðnum hvernig málið allt horfði við honum. Í janúar árið 2017 fékk Víkingur bréf frá barnsmóður sinni þar sem hún ásakaði sambýliskonu Víkings um gróft ofbeldi á hendur syni þeirra. Strax þá neitaði …
Athugasemdir