Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýnasistar koma saman á Lækjartorgi

Nýnas­ista­sam­tök­in Norð­ur­vígi stóðu und­ir fán­um og dreifðu áróðri í mið­borg Reykja­vík­ur. Formað­ur Nor­rænu mót­stöðu­hreyf­ing­ar­inn­ar, dæmd­ur of­beld­is­mað­ur, stadd­ur hér á landi og með­al þeirra sem mættu á Lækj­ar­torg.

Nýnasistar koma saman á Lækjartorgi
Nýnasistar á Lækjartorgi Meðlimir samtakanna Norðurvígis standa undir fánum í Miðborginni.

Á bilinu tíu til fimmtán manns komu saman á Lækjartorgi um hádegisbil og stóðu þar undir fánum Norðurvígis, norrænu mótstöðuhreyfingarinnar.

Norðurvígi eru nýnasistasamtök sem eru með tengsl við Norrænu mótstöðuhreyfinguna, The Nordic Resistance Movement, samtök sem ríkislögreglustjóri hefur fjallað um í tengslum við hættu á hryðjuverkum. Norðurvígi hafa meðal annars dreift hatursáróðri gegn hælisleitendum og innflytjendum hér á landi.

Samtökin eru samansett af hópum í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku, og nú Íslandi, sem vilja mynda nýtt sameinað ríki Norðurlandanna. Hóparnir á Norðurlöndum beita orðræðu nýnasista og hafa verið bendlaðir við ofbeldisverk. Voru þrír menn tengdir samtökunum í Svíþjóð dæmdir í fangelsi árið 2017 fyrir sprengjuárás í Gautaborg. Samtökin eru þá bönnuð í Finnlandi.

Meðal þeirra sem komu saman á Lækjartorgi var Simon Lindberg, formaður Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, og sést hann fyrir miðju á myndinni hér að neðan Simon þessi, sem er 36 ára gamall Svíi, hrósar sér af því að fylgja sömu pólitísku hugmyndafræði og Adolf Hitlers. Hann hefur afneitað Helförinni opinberlega og heldur því fram að samkynhneigð ýti undir barnagirnd.

Lindberg var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Svíþjóð fyrir að hafa árið 2006 ásamt öðrum ráðist á  félaga í hinsegin samtökunum RFSL og beitt þá ofbeldi. Í fyrra var Lindberg svo dæmdur fyrir hatursáróður gegn minnihlutahópum, fyrir að hafa í ræðu sem hann hélt í miðborg Stokkhólms árið 2016 kallað nasistkveðjuna „Sieg Heil“.

Leiðtogi Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar á LækjartorgiSimon Lindberg, fyrir miðri mynd, er leiðtogi Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar og hefur hann verið dæmdur fyrir hatursáróður og ofbeldi gegn hinsegin fólki.

Á heimasíðu samtakanna segir að Norræna mótstöðuhreyfingin sé „byltingarkennd þjóðernis félagshyggin pólitísk baráttu samtök“. Þá segir einnig að meginmarkmið samtakanna sé að miðla áróðri. 

„Meginverkefni samtakanna um þessar mundir er að miðla áróðri til fólksins. Okkar meginmarkmið með okkar áróðri er ekki einungis að ráða stóran hóp af fólki, heldur er það að draga til okkar hágæða, skarpa og hliðholla einstaklinga. Í stærra samhengi, notum við þennan áróður til að veita almenningi jákvæða ýmind af Norrænu mótstöðuhreyfingunni og þjóðernis félagshyggju, svo að almenningur mun fúslega styðja og á þeim degi er við náum völdum á Norðurlöndunum.“

Í bæklingi sem fólkið sem stendur nú á Lækjartorgi dreifa til vegfarenda segir meðal annars að fólki og landi sé stjórnað af sjálfskipaðri alþjóðaelítu sem hafi með gríðarlegu fjármagni náð stjórn á bönkum, fjölmiðlum og skemmtanaiðnaði í vestrænum samfélögum. „Þar af leiðandi hefur þeim tekist að halda fólkinu í járngreipum þrælavaxta, menningarmarxisma og úrkynjaðar ómenningar.“

Merktir Norrænu mótstöðuhreyfingunniHluti nýnasistanna sem komu saman á Lækjartorgi eru frá hinum norðurlöndunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár