Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýnasistar koma saman á Lækjartorgi

Nýnas­ista­sam­tök­in Norð­ur­vígi stóðu und­ir fán­um og dreifðu áróðri í mið­borg Reykja­vík­ur. Formað­ur Nor­rænu mót­stöðu­hreyf­ing­ar­inn­ar, dæmd­ur of­beld­is­mað­ur, stadd­ur hér á landi og með­al þeirra sem mættu á Lækj­ar­torg.

Nýnasistar koma saman á Lækjartorgi
Nýnasistar á Lækjartorgi Meðlimir samtakanna Norðurvígis standa undir fánum í Miðborginni.

Á bilinu tíu til fimmtán manns komu saman á Lækjartorgi um hádegisbil og stóðu þar undir fánum Norðurvígis, norrænu mótstöðuhreyfingarinnar.

Norðurvígi eru nýnasistasamtök sem eru með tengsl við Norrænu mótstöðuhreyfinguna, The Nordic Resistance Movement, samtök sem ríkislögreglustjóri hefur fjallað um í tengslum við hættu á hryðjuverkum. Norðurvígi hafa meðal annars dreift hatursáróðri gegn hælisleitendum og innflytjendum hér á landi.

Samtökin eru samansett af hópum í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku, og nú Íslandi, sem vilja mynda nýtt sameinað ríki Norðurlandanna. Hóparnir á Norðurlöndum beita orðræðu nýnasista og hafa verið bendlaðir við ofbeldisverk. Voru þrír menn tengdir samtökunum í Svíþjóð dæmdir í fangelsi árið 2017 fyrir sprengjuárás í Gautaborg. Samtökin eru þá bönnuð í Finnlandi.

Meðal þeirra sem komu saman á Lækjartorgi var Simon Lindberg, formaður Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, og sést hann fyrir miðju á myndinni hér að neðan Simon þessi, sem er 36 ára gamall Svíi, hrósar sér af því að fylgja sömu pólitísku hugmyndafræði og Adolf Hitlers. Hann hefur afneitað Helförinni opinberlega og heldur því fram að samkynhneigð ýti undir barnagirnd.

Lindberg var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Svíþjóð fyrir að hafa árið 2006 ásamt öðrum ráðist á  félaga í hinsegin samtökunum RFSL og beitt þá ofbeldi. Í fyrra var Lindberg svo dæmdur fyrir hatursáróður gegn minnihlutahópum, fyrir að hafa í ræðu sem hann hélt í miðborg Stokkhólms árið 2016 kallað nasistkveðjuna „Sieg Heil“.

Leiðtogi Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar á LækjartorgiSimon Lindberg, fyrir miðri mynd, er leiðtogi Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar og hefur hann verið dæmdur fyrir hatursáróður og ofbeldi gegn hinsegin fólki.

Á heimasíðu samtakanna segir að Norræna mótstöðuhreyfingin sé „byltingarkennd þjóðernis félagshyggin pólitísk baráttu samtök“. Þá segir einnig að meginmarkmið samtakanna sé að miðla áróðri. 

„Meginverkefni samtakanna um þessar mundir er að miðla áróðri til fólksins. Okkar meginmarkmið með okkar áróðri er ekki einungis að ráða stóran hóp af fólki, heldur er það að draga til okkar hágæða, skarpa og hliðholla einstaklinga. Í stærra samhengi, notum við þennan áróður til að veita almenningi jákvæða ýmind af Norrænu mótstöðuhreyfingunni og þjóðernis félagshyggju, svo að almenningur mun fúslega styðja og á þeim degi er við náum völdum á Norðurlöndunum.“

Í bæklingi sem fólkið sem stendur nú á Lækjartorgi dreifa til vegfarenda segir meðal annars að fólki og landi sé stjórnað af sjálfskipaðri alþjóðaelítu sem hafi með gríðarlegu fjármagni náð stjórn á bönkum, fjölmiðlum og skemmtanaiðnaði í vestrænum samfélögum. „Þar af leiðandi hefur þeim tekist að halda fólkinu í járngreipum þrælavaxta, menningarmarxisma og úrkynjaðar ómenningar.“

Merktir Norrænu mótstöðuhreyfingunniHluti nýnasistanna sem komu saman á Lækjartorgi eru frá hinum norðurlöndunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár