Þingmenn Miðflokksins greiddu í gær atkvæði gegn þingsályktun og lagafrumvarpi þar sem því var slegið föstu að óheimilt væri að leggja sæstreng til Íslands nema með samþykki Alþingis og að undangengnu heildstæðu mati á umhverfis-, samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkrar tengingar.
„Þetta mál er mestanpart innihaldslaus fegrunaraðgerð til að réttlæta mál sem stenst enga skoðun,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, um þingsályktunina sem felur í sér breytingu á stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, nýjan tölulið þess efnis að ekki verði ráðist í tengingu raforkukerfis Íslands við raforkukerfi annars lands nema fyrrnefnd skilyrði séu uppfyllt. „Alþingi getur ekki leyft sér að stunda blekkingar og þess vegna er hvorki hægt að styðja það mál sem við ræðum né það næsta,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson um málið. Samkvæmt greinargerð tillögunnar er markmið hennar að „undirstrika að Alþingi …
Athugasemdir