Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Morgunblaðið tapaði 415 milljónum króna í fyrra

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir „nei­kvæða um­ræðu á vinnu­mark­aði“ hafa haft mik­il áhrif á aug­lýs­inga­tekj­ur Ár­vak­urs. Fé­lag­ið vinn­ur að hluta­fjáraukn­ingu til að mæta ta­prekstri.

Morgunblaðið tapaði 415 milljónum króna í fyrra
Morgunblaðið Taprekstur Árvakurs hefur verið fjármagnaður af eigendum félagsins, sem eru Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, og aðilar í sjávarútvegi. Mynd: Pressphotos.biz

Árvakur hf., félagið sem gefur út Morgunblaðið, mbl.is og rekur útvarpsstöðina K100, var rekið með 415 milljón króna tapi árið 2018. Er það töluvert meira tap en árið 2017, þegar Árvakur tapaði 284 milljónum króna.

Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Kemur fram að afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, hafi verið neikvæð um 238 milljónir króna. Tekjur jukust um 110 milljónir króna og voru 3,8 milljarðar á árinu, en gjöld jukust meira, sér í lagi launakostnaður. Er hann sagður skýra versnandi afkomu milli ára.

„Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að hagræða í rekstri félagsins og eru þær farnar að skila umtalsverðum árangri á síðustu mánuðum,“ er haft eftir Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs og ritstjóra Morgunblaðsins. „Engu að síður er rekstrarumhverfið enn erfitt, eins og ítrekað hefur komið fram í opinberri umræðu. Samkeppnin við Ríkisútvarpið hefur orðið sífellt erfiðari, en neikvæð umræða á vinnumarkaði, sem enn heldur áfram þó að stærstu aðilar á vinnumarkaðnum hafi samið, hefur auk stórra áfalla í atvinnulífinu haft verulega neikvæð áhrif á auglýsingamarkaði og þar með á rekstur fjölmiðla.

Erfitt rekstrarumhverfi breytir því þó ekki að miðlar Árvakurs standa mjög sterkt um þessar mundir og ná augum og eyrum meira en níu af hverjum tíu landsmönnum, sem gerir Árvakur að öflugasta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Og Árvakur hefur þrátt fyrir rekstrarumhverfið haldið áfram að ráðast í breytingar og nýjungar til að bæta þjónustu við notendur miðlanna, nú síðast með miklum breytingum á mbl.is eins og landsmenn sáu fyrir réttri viku.“

Eignir Árvakurs breyttust lítið milli ára, voru rúmir tveir milljarðar króna í lok árs og var eiginfjárhlutfall rúm 28%. Í fréttinni kemur fram að ákveðið hafi verið að ráðast í hlutafjáraukningu til að treysta fjárhagsstöðu félagsins og að unnið sé við að ljúka henni um þessar mundir.

Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 284 milljónum króna árið 2017 og hefur blaðið alls tapað um tveimur milljörðum króna frá því að nýir eigendur, aðallega stór og fjársterk útgerðarfélög, komu að blaðinu fyrir tíu árum síðan og Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var ráðinn ritstjóri þess. Stærstu eigendur félagsins nú eru Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, auk aðila úr sjávarútvegi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár