Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Indriði H. Þorláksson: Orkan okkar býður forsetanum í „orrustu gegn vindmyllu“

Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri seg­ir að for­seta Ís­lands sé boð­ið að „leika hlut­verk hins hug­prúða ridd­ara af la Mancha“ í máli þriðja orkupakk­ans, eins og þeg­ar for­veri hans Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son vís­aði Ices­a­ve samn­ing­un­um í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Indriði H. Þorláksson: Orkan okkar býður forsetanum í „orrustu gegn vindmyllu“
Indriði H. Þorláksson Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir Icesave slag Ólafs Ragnars hafa verið orrustu við vindmyllur. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Forseta Ísland er nú boðið að leika hlutverk hins hugprúða riddara af la Mancha í orrustu gegn vindmyllu,“ skrifar Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, í bloggfærslu í dag. Vísar hann þar til áskorunar samtakanna Orkunnar okkar til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um að staðfesta ekki upptöku þriðja orkupakkans inn í EES-samninginn.

Indriði segir að forveri Guðna, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi með slíkri baráttu lengt lífdaga sína í embætti og „slegið um tíma bjarma á hnignandi frægðarsól“. Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar um Icesave samningana eftir að Ólafur Ragnar synjaði lögum um þá staðfestingar. Indriði hafði verið einn samningamanna um Icesave og aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.

„Með framgöngu sinni lagði hann að velli illa Icesave samninga,“ skrifar Indriði um Ólaf Ragnar. „Samkvæmt þeim átti þrotabú Landsbanka Íslands að greiða enskum og hollenskum sparifjareigendum allar tryggðar innstæður auk þess að greiða vexti til þeirra sem lögðu til fjármagnið.

Þökk sé hetjulegri framgöngu voru samningar ekki gerðir en engu að síður greiddi þrotabú Landsbanka Íslands enskum og hollenskum sparifjareigendum allar tryggðar innstæður þeirra. Auk þess greiddi þrotabúið og fjármálaráðuneytið 53,5 milljarða til þeirra sem lögðu til fjármagnið.“

Tengir Indriði málið við hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu nú vegna þriðja orkupakkans. „Glæstur árangur af orrustu við vindmyllu. Er hlutverk hins hugprúða riddara í þeirri sem yfir stendur ekki nægilega vel skipað?“

Fundur með forsetanumForsvarsmenn Orkunnar okkar funduðu með Guðna Th. Jóhannessyni á dögunum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár