Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Indriði H. Þorláksson: Orkan okkar býður forsetanum í „orrustu gegn vindmyllu“

Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri seg­ir að for­seta Ís­lands sé boð­ið að „leika hlut­verk hins hug­prúða ridd­ara af la Mancha“ í máli þriðja orkupakk­ans, eins og þeg­ar for­veri hans Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son vís­aði Ices­a­ve samn­ing­un­um í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Indriði H. Þorláksson: Orkan okkar býður forsetanum í „orrustu gegn vindmyllu“
Indriði H. Þorláksson Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir Icesave slag Ólafs Ragnars hafa verið orrustu við vindmyllur. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Forseta Ísland er nú boðið að leika hlutverk hins hugprúða riddara af la Mancha í orrustu gegn vindmyllu,“ skrifar Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, í bloggfærslu í dag. Vísar hann þar til áskorunar samtakanna Orkunnar okkar til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um að staðfesta ekki upptöku þriðja orkupakkans inn í EES-samninginn.

Indriði segir að forveri Guðna, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi með slíkri baráttu lengt lífdaga sína í embætti og „slegið um tíma bjarma á hnignandi frægðarsól“. Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar um Icesave samningana eftir að Ólafur Ragnar synjaði lögum um þá staðfestingar. Indriði hafði verið einn samningamanna um Icesave og aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.

„Með framgöngu sinni lagði hann að velli illa Icesave samninga,“ skrifar Indriði um Ólaf Ragnar. „Samkvæmt þeim átti þrotabú Landsbanka Íslands að greiða enskum og hollenskum sparifjareigendum allar tryggðar innstæður auk þess að greiða vexti til þeirra sem lögðu til fjármagnið.

Þökk sé hetjulegri framgöngu voru samningar ekki gerðir en engu að síður greiddi þrotabú Landsbanka Íslands enskum og hollenskum sparifjareigendum allar tryggðar innstæður þeirra. Auk þess greiddi þrotabúið og fjármálaráðuneytið 53,5 milljarða til þeirra sem lögðu til fjármagnið.“

Tengir Indriði málið við hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu nú vegna þriðja orkupakkans. „Glæstur árangur af orrustu við vindmyllu. Er hlutverk hins hugprúða riddara í þeirri sem yfir stendur ekki nægilega vel skipað?“

Fundur með forsetanumForsvarsmenn Orkunnar okkar funduðu með Guðna Th. Jóhannessyni á dögunum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár