Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Indriði H. Þorláksson: Orkan okkar býður forsetanum í „orrustu gegn vindmyllu“

Fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri seg­ir að for­seta Ís­lands sé boð­ið að „leika hlut­verk hins hug­prúða ridd­ara af la Mancha“ í máli þriðja orkupakk­ans, eins og þeg­ar for­veri hans Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son vís­aði Ices­a­ve samn­ing­un­um í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Indriði H. Þorláksson: Orkan okkar býður forsetanum í „orrustu gegn vindmyllu“
Indriði H. Þorláksson Fyrrverandi ríkisskattstjóri segir Icesave slag Ólafs Ragnars hafa verið orrustu við vindmyllur. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Forseta Ísland er nú boðið að leika hlutverk hins hugprúða riddara af la Mancha í orrustu gegn vindmyllu,“ skrifar Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, í bloggfærslu í dag. Vísar hann þar til áskorunar samtakanna Orkunnar okkar til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um að staðfesta ekki upptöku þriðja orkupakkans inn í EES-samninginn.

Indriði segir að forveri Guðna, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi með slíkri baráttu lengt lífdaga sína í embætti og „slegið um tíma bjarma á hnignandi frægðarsól“. Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar um Icesave samningana eftir að Ólafur Ragnar synjaði lögum um þá staðfestingar. Indriði hafði verið einn samningamanna um Icesave og aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra.

„Með framgöngu sinni lagði hann að velli illa Icesave samninga,“ skrifar Indriði um Ólaf Ragnar. „Samkvæmt þeim átti þrotabú Landsbanka Íslands að greiða enskum og hollenskum sparifjareigendum allar tryggðar innstæður auk þess að greiða vexti til þeirra sem lögðu til fjármagnið.

Þökk sé hetjulegri framgöngu voru samningar ekki gerðir en engu að síður greiddi þrotabú Landsbanka Íslands enskum og hollenskum sparifjareigendum allar tryggðar innstæður þeirra. Auk þess greiddi þrotabúið og fjármálaráðuneytið 53,5 milljarða til þeirra sem lögðu til fjármagnið.“

Tengir Indriði málið við hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu nú vegna þriðja orkupakkans. „Glæstur árangur af orrustu við vindmyllu. Er hlutverk hins hugprúða riddara í þeirri sem yfir stendur ekki nægilega vel skipað?“

Fundur með forsetanumForsvarsmenn Orkunnar okkar funduðu með Guðna Th. Jóhannessyni á dögunum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár