Fasteignaþróunarfélag fær 4 milljónir króna greiddar frá Garðabæ án útboðs fyrir verkefni sem venjulega væri unnið af starfsmönnum bæjarins. Framkvæmdastjóri fasteignaþróunarfélagsins tengist bæjarfulltrúum í gegnum hóp áhrifamikilla kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi, en Áslaug Hulda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og formaður bæjarráðs, segir það málinu óskylt.
Áslaug lagði fram tillögu á fundi bæjarstjórnar 15. ágúst um að ganga til samninga við Fasteignaþróunarfélagið Spildu ehf. um aðstoð við gerð tillögu að deiliskipulagi Vetrarmýrar í samvinnu við skipulagsnefnd Garðabæjar og arkitektastofuna Batteríið sem vinnur að gerð deiliskipulags svæðisins. Áætlaður kostnaður við samninginn er 2,5 milljónir króna auk virðisaukaskatts.
Vetrarmýri er reitur á milli Reykjanesbrautar og Vetrarbrautar, við Golfklúbb Garðabæjar. Í mars var gerður þriggja mánaða samningur við Spildu um ráðgjöf við þarfa- og kostgæfnigreiningu vegna uppbyggingar á svæðinu. Var kostnaður vegna hans áætlaður 1,5 milljónir króna auk virðisaukaskatts. Því nema samningarnir við Spildu alls 4 milljónum króna.
Áslaug er einn stofnenda Exedra, vettvangs …
Athugasemdir