Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nú snjóar plasti

Plastagn­ir finn­ast alls stað­ar. Ný rann­sókn greindi plastagn­ir í snjó­komu milli Græn­lands og Sval­barða.

Nú snjóar plasti
Heimskautarefur Íslenski fjallarefurinn hefur aðlagast lífinu í snjónum. Mynd: Shutterstock

Uppsöfnun plasts í heiminum hefur varla farið fram hjá nokkru mannsbarni. Vegna ofnotkunar og misnotkunar mannfólksins á þessu undraefni sem plastið er hefur náttúran ekki undan að losa sig við plastruslið sem fellur til frá okkur.

Plast í sjónum

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tilvist plasts í sjónum. Svo útbreitt er vandamálið að örplast finnst jafnvel í dýpstu hafsvæðum heimsins, svokölluðum djúpálum. Rannsóknir á áhrifum plastsins í sjónum benda til þess að sjávarlífverur innbyrgði heilmikið magn af plastögnum í misgripum fyrir fæðu.

Át lítilla lífvera á plasti hefur að sjálfsögðu áhrif á okkur mannfólkið líka, þó okkur þyki oft gott að hugsa um vandamálin sem eitthvað sem hendir einungis aðra. Þegar dýr neðarlega í fæðukeðjunni borða plast, sér í lagi agnir sem eru nægilega litlar til að fara innfyrir meltingarveginn, á plastið sér greiða leið ofar í fæðukeðjuna.

Hvaða áhrif það hefur á lífverur að borða plast er ekki að fullu skilgreint en ljóst er að hversu lítið magn sem það er þá hlýtur það að teljast óæskilegt. Í besta falli getur plastát haft áhrif á meltingu lífverunnar það skiptið.

Niðurbrot plasts

Snjór í ReykjavíkPlastagnir leynast í snjókornunum.

Plast og plastagnir í sjó hafa mikið verið rannsakaðar, en hvar annars staðar getur plastið leynst? Plast sem fellur til í náttúrunni, þ.e. endar í umhverfinu hvort sem er á landi eða í sjó brotnar tiltölulega hratt niður í minni einingar.

Þó niðurbrot plasts taki langan tíma eru veður, vindar, sjávarföll og ekki síst sólarljós áhrifarík leið til að búa til litlar plastagnir, sem eru svo einstaklega lengi að brotna niður. Þessar plastagnir, sem oftast er talað um sem örplast, sjást illa með berum augum eða greinast illa sem plastagnir, sér í lagi í sjó.

Plastagnir teljast sem örplast þegar þær eru 5 mm á þvermál eða minni. Það þýðir að agnirnar eru ekki bara illsjáanlegar, margar þeirra eru líka mjög léttar. Þyngd þeirra er kannski ekki ósvipuð vigt gróa sem plöntur búa til í þeim tilgangi að fjölga sér. 

Rannsóknir benda til þess að gró geta ferðast ansi langa leið frá heimkynnum sínum ef veður og vindar leyfa. Sem dæmi má nefna að gró sem myndast í loftslagi við miðbaug hafa fundist í andrúmslofti við heimsskautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár