Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nú snjóar plasti

Plastagn­ir finn­ast alls stað­ar. Ný rann­sókn greindi plastagn­ir í snjó­komu milli Græn­lands og Sval­barða.

Nú snjóar plasti
Heimskautarefur Íslenski fjallarefurinn hefur aðlagast lífinu í snjónum. Mynd: Shutterstock

Uppsöfnun plasts í heiminum hefur varla farið fram hjá nokkru mannsbarni. Vegna ofnotkunar og misnotkunar mannfólksins á þessu undraefni sem plastið er hefur náttúran ekki undan að losa sig við plastruslið sem fellur til frá okkur.

Plast í sjónum

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á tilvist plasts í sjónum. Svo útbreitt er vandamálið að örplast finnst jafnvel í dýpstu hafsvæðum heimsins, svokölluðum djúpálum. Rannsóknir á áhrifum plastsins í sjónum benda til þess að sjávarlífverur innbyrgði heilmikið magn af plastögnum í misgripum fyrir fæðu.

Át lítilla lífvera á plasti hefur að sjálfsögðu áhrif á okkur mannfólkið líka, þó okkur þyki oft gott að hugsa um vandamálin sem eitthvað sem hendir einungis aðra. Þegar dýr neðarlega í fæðukeðjunni borða plast, sér í lagi agnir sem eru nægilega litlar til að fara innfyrir meltingarveginn, á plastið sér greiða leið ofar í fæðukeðjuna.

Hvaða áhrif það hefur á lífverur að borða plast er ekki að fullu skilgreint en ljóst er að hversu lítið magn sem það er þá hlýtur það að teljast óæskilegt. Í besta falli getur plastát haft áhrif á meltingu lífverunnar það skiptið.

Niðurbrot plasts

Snjór í ReykjavíkPlastagnir leynast í snjókornunum.

Plast og plastagnir í sjó hafa mikið verið rannsakaðar, en hvar annars staðar getur plastið leynst? Plast sem fellur til í náttúrunni, þ.e. endar í umhverfinu hvort sem er á landi eða í sjó brotnar tiltölulega hratt niður í minni einingar.

Þó niðurbrot plasts taki langan tíma eru veður, vindar, sjávarföll og ekki síst sólarljós áhrifarík leið til að búa til litlar plastagnir, sem eru svo einstaklega lengi að brotna niður. Þessar plastagnir, sem oftast er talað um sem örplast, sjást illa með berum augum eða greinast illa sem plastagnir, sér í lagi í sjó.

Plastagnir teljast sem örplast þegar þær eru 5 mm á þvermál eða minni. Það þýðir að agnirnar eru ekki bara illsjáanlegar, margar þeirra eru líka mjög léttar. Þyngd þeirra er kannski ekki ósvipuð vigt gróa sem plöntur búa til í þeim tilgangi að fjölga sér. 

Rannsóknir benda til þess að gró geta ferðast ansi langa leið frá heimkynnum sínum ef veður og vindar leyfa. Sem dæmi má nefna að gró sem myndast í loftslagi við miðbaug hafa fundist í andrúmslofti við heimsskautin.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
2
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
5
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
8
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár