Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Kristján Vil­helms­son, ann­ar af að­aleig­end­um Sam­herja, greiddi 102 millj­ón­ir króna í fjár­magn­s­tekju­skatt ár­ið 2018 en hafði van­tal­ið skatta um ára­bil. Þeir Ing­vald­ur og Gunn­ar Ás­geirs­syn­ir, eig­end­ur Skinn­eyj­ar Þinga­ness, græddu hvor um sig hátt í 200 millj­ón­ir.

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja á Íslandi græddu hundruð milljóna í formi söluhagnaðar og arðgreiðslna í fyrra. Þetta sýnir álagningarskrá ríkisskattstjóra sem gerð var aðgengileg í morgun. Stundin tók saman tekjur þeirra einstaklinga sem áttu stærsta hlutdeild í útgerðarfyrirtækjunum sem hafa yfir mestum aflahlutdeildum að ráða í fyrra, en sjá má tíu tekjuhæstu í töflunni hér að neðan.

Kristján Loftsson, oft kenndur við Hval hf., fékk fjármagnstekjur upp á 160 milljónir, en þetta skýrist meðal annars af sölu á hlut hans í HB Granda, stærsta útgerðarfélagi landsins. 

Guðmundur Kristjánsson í Brimi, sem keypti hlut í HB Granda fyrir 21,7 milljarða í fyrra, var með mánaðarlaun upp á 3,1 milljón en aðeins 624 þúsund krónur í fjármagnstekjur.

Á meðal útgerðareigenda sem höfðu áberandi miklar fjármagnstekjur eru þrír stærstu eigendur Skinneyjar Þinganess, þeir Ingvaldur Ásgeirsson, Gunnar Ásgeirsson og Ingólfur Ásgrímsson. Ingvaldur og Gunnar voru hvor um sig með 194 milljónir króna í heildarárstekjur og Ingólfur með 148 milljónir.

Nafn Fyrirtæki Fjármagnstekjur Almennar mánaðartekjur Heildarárstekjur
Kristján Vilhelmsson Samherji 463.681.582* 2.064.412 488.454.529*
Kristján Loftsson Hvalur hf. 159.864.527 5.200.157 222.266.414
Ingvaldur Ásgeirsson Skinney Þinganes 186.660.395 632.765 194.253.570
Gunnar Ásgeirsson Skinney Þinganes 160.357.236 2.819.007 194.185.315
Ingólfur Ásgrímsson Skinney Þinganes 136.241.682 1.043.854 148.767.935
Þorsteinn Már Baldvinsson Samherji 50.836.164 3.904.044 97.684.690
Jakob Valgeir Flosason Jakob Valgeir ehf. 75.786.882 1.734.000 96.594.885
Ingi J. Guðmundsson Gjögur / Síldarvinnslan 45.086.705 3.906.226 91.961.420
Anna Guðmundsdóttir Gjögur / Síldarvinnslan 52.424.709 3.254.124 91.474.199
Birna Loftsdóttir Hvalur hf. 76.967.873 943.131 88.285.448
* Taka verður þessum tölum með fyrirvara, sjá umfjöllun hér að neðan.

Skilaði ekki skattframtölum og vantaldi milljarða

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og hinn aðaleigandi útgerðarveldisins, græddi 50 milljónir í fjármagnstekjur í fyrra og var með 4 milljónir í laun á mánuði. Kristján Vilhelmsson, annar af aðaleigendum Samherja, greiddi hins vegar 102 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt og virðist þannig, við fyrstu sýn, hafa fengið 464 milljónir króna í  fjármagnstekjur.

Hafa verður í huga að síðla árs 2017 komst yfirskattanefnd að þeirri niðurstöðu að Kristján þyrfti að borga endurákvarðaða skatta með 25 prósenta álagi vegna skattalagabrota, en Kristján hafði ekki skilað skattframtölum um árabil og vantalið milljarða. Kann þetta að hafa haft áhrif á skattgreiðslur hans í fyrra.

Græddi á sölu Icelandic Iberica

Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason var með fjármagnstekjur upp á 75,7 milljónir króna. Jakob var á meðal þeirra sem græddu umtalsvert á sölu spænska fyrirtækisins Icelandic Iberica til Icelandic Seafood International síðasta sumar. Viðskiptablaðið fjallaði um söluna og greindi frá því að fjárfestahópurinn sem keypti Icelandic Iberica árið 2016 fengi nær sjö milljörðum meira fyrir fyrirtækið en þeir lögðu til þegar það var keypt.

Ingi Jóhann og Anna Guðmundsbörn

Aðrir í hópi tekjuhæstu útgerðareigenda landsins eru systkinin Ingi Jóhann Guðmundsson og Anna Guðmundsdóttir, hvort um sig með heildarárstekjur upp á rúmlega 90 milljónir króna.

Ingi og Anna eru stærstu eigendur útgerðarfyrirtækisins Gjögurs og jafnframt stærstu eigendur Kjálkaness ehf. sem á 34 prósenta hlut í Síldarvinnslunni. Hagnaður Gjögurs nam 517 milljónum króna í fyrra, nær tvöfaldaðist, en fyrirtækið seldi meðal annars rekstrarfjármuni og kvóta fyrir meira en milljarð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár