Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Kristján Vil­helms­son, ann­ar af að­aleig­end­um Sam­herja, greiddi 102 millj­ón­ir króna í fjár­magn­s­tekju­skatt ár­ið 2018 en hafði van­tal­ið skatta um ára­bil. Þeir Ing­vald­ur og Gunn­ar Ás­geirs­syn­ir, eig­end­ur Skinn­eyj­ar Þinga­ness, græddu hvor um sig hátt í 200 millj­ón­ir.

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja græddu hundruð milljóna í fyrra

Eigendur stærstu útgerðarfyrirtækja á Íslandi græddu hundruð milljóna í formi söluhagnaðar og arðgreiðslna í fyrra. Þetta sýnir álagningarskrá ríkisskattstjóra sem gerð var aðgengileg í morgun. Stundin tók saman tekjur þeirra einstaklinga sem áttu stærsta hlutdeild í útgerðarfyrirtækjunum sem hafa yfir mestum aflahlutdeildum að ráða í fyrra, en sjá má tíu tekjuhæstu í töflunni hér að neðan.

Kristján Loftsson, oft kenndur við Hval hf., fékk fjármagnstekjur upp á 160 milljónir, en þetta skýrist meðal annars af sölu á hlut hans í HB Granda, stærsta útgerðarfélagi landsins. 

Guðmundur Kristjánsson í Brimi, sem keypti hlut í HB Granda fyrir 21,7 milljarða í fyrra, var með mánaðarlaun upp á 3,1 milljón en aðeins 624 þúsund krónur í fjármagnstekjur.

Á meðal útgerðareigenda sem höfðu áberandi miklar fjármagnstekjur eru þrír stærstu eigendur Skinneyjar Þinganess, þeir Ingvaldur Ásgeirsson, Gunnar Ásgeirsson og Ingólfur Ásgrímsson. Ingvaldur og Gunnar voru hvor um sig með 194 milljónir króna í heildarárstekjur og Ingólfur með 148 milljónir.

Nafn Fyrirtæki Fjármagnstekjur Almennar mánaðartekjur Heildarárstekjur
Kristján Vilhelmsson Samherji 463.681.582* 2.064.412 488.454.529*
Kristján Loftsson Hvalur hf. 159.864.527 5.200.157 222.266.414
Ingvaldur Ásgeirsson Skinney Þinganes 186.660.395 632.765 194.253.570
Gunnar Ásgeirsson Skinney Þinganes 160.357.236 2.819.007 194.185.315
Ingólfur Ásgrímsson Skinney Þinganes 136.241.682 1.043.854 148.767.935
Þorsteinn Már Baldvinsson Samherji 50.836.164 3.904.044 97.684.690
Jakob Valgeir Flosason Jakob Valgeir ehf. 75.786.882 1.734.000 96.594.885
Ingi J. Guðmundsson Gjögur / Síldarvinnslan 45.086.705 3.906.226 91.961.420
Anna Guðmundsdóttir Gjögur / Síldarvinnslan 52.424.709 3.254.124 91.474.199
Birna Loftsdóttir Hvalur hf. 76.967.873 943.131 88.285.448
* Taka verður þessum tölum með fyrirvara, sjá umfjöllun hér að neðan.

Skilaði ekki skattframtölum og vantaldi milljarða

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og hinn aðaleigandi útgerðarveldisins, græddi 50 milljónir í fjármagnstekjur í fyrra og var með 4 milljónir í laun á mánuði. Kristján Vilhelmsson, annar af aðaleigendum Samherja, greiddi hins vegar 102 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt og virðist þannig, við fyrstu sýn, hafa fengið 464 milljónir króna í  fjármagnstekjur.

Hafa verður í huga að síðla árs 2017 komst yfirskattanefnd að þeirri niðurstöðu að Kristján þyrfti að borga endurákvarðaða skatta með 25 prósenta álagi vegna skattalagabrota, en Kristján hafði ekki skilað skattframtölum um árabil og vantalið milljarða. Kann þetta að hafa haft áhrif á skattgreiðslur hans í fyrra.

Græddi á sölu Icelandic Iberica

Útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason var með fjármagnstekjur upp á 75,7 milljónir króna. Jakob var á meðal þeirra sem græddu umtalsvert á sölu spænska fyrirtækisins Icelandic Iberica til Icelandic Seafood International síðasta sumar. Viðskiptablaðið fjallaði um söluna og greindi frá því að fjárfestahópurinn sem keypti Icelandic Iberica árið 2016 fengi nær sjö milljörðum meira fyrir fyrirtækið en þeir lögðu til þegar það var keypt.

Ingi Jóhann og Anna Guðmundsbörn

Aðrir í hópi tekjuhæstu útgerðareigenda landsins eru systkinin Ingi Jóhann Guðmundsson og Anna Guðmundsdóttir, hvort um sig með heildarárstekjur upp á rúmlega 90 milljónir króna.

Ingi og Anna eru stærstu eigendur útgerðarfyrirtækisins Gjögurs og jafnframt stærstu eigendur Kjálkaness ehf. sem á 34 prósenta hlut í Síldarvinnslunni. Hagnaður Gjögurs nam 517 milljónum króna í fyrra, nær tvöfaldaðist, en fyrirtækið seldi meðal annars rekstrarfjármuni og kvóta fyrir meira en milljarð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár