Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

„Lög­regla er ekki og hef­ur aldrei ver­ið í liði með hinseg­in­fólki,“ seg­ir Guð­munda Smári Veig­ars­dótt­ir, að­gerðasinni sem hef­ur gegnt trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sam­tök­in '78 og Hinseg­in daga. „Ég veit að El­ín­borg hlakk­aði til að sjá göng­una, en svo ger­ist þetta.“

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

„Það er ofboðslega sárt að vera handtekin fyrir hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég hef gert.“ Þetta segir Elínborg Harpa Önundardóttir, unga konan sem var handtekin í gleðigöngunni, í samtali við Stundina. Hún var stödd á Landspítalanum að afla áverkavottorðs þegar blaðamaður náði tali af henni.

Lögreglan sagði fjölmiðlum fyrr í dag að konan hefði gert „tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni“ . Elínborg segir þetta kolrangt og útskýrir hvernig atburðarásin horfir við henni í viðtali við Vísi

Guðmunda Smári Veigarsdóttir, hinsegin aðgerðasinni sem meðal annars hefur setið í stjórnum Hinsegin daga og Samtakanna '78, fjallar um málið á Facebook og greinir frá því að nokkrir aðgerðasinnar hafi íhugað að mótmæla viðveru lögreglu í gleðigöngunni en síðan hætt við.

„Lögregla framdi líkamsárás á Pride göngunni,“ skrifar Guðmunda. „Réðst á hinsegin manneskju fyrir það eitt að labba og vera til. Eina sem þessi manneskja gæti hafa gert var að hafa hitt mig og rætt um hugsanleg mótmæli sem við afturkölluðum vegna loforða lögreglunnar við pride. Greinilega eru loforð lögreglunnar við hinsegin fólk ekki virt. Ég sit núna með þessari manneskju og horfi upp á áverka og miklar bólgur sem ég ætti að bera því ég var eina upphafs manneskjan. Núna er greinilegt að lögreglan er að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla. Sú sem var handtekin var ekki að mótmæla heldur var bara að njóta pride.“ 

Guðmunda segir í samtali við Stundina að atvikið komi sér því miður ekki á óvart. 

„Lögregla er ekki og hefur aldrei verið í liði með hinseginfólki. Það fara engar kærur vegna hatursglæpa áfram frá lögreglu, jafnvel þótt um sé að ræða ítrekaðar árásir og jafnvel þótt málavextir séu augljósir. Þessi aðgerð í dag sýnir einmitt viðmótið. Þau viljandi targeta hinsegin manneskju.“

Guðmunda segir að aldrei hafi staðið til að mótmæla gleðigöngunni þótt nokkrir aðgerðasinnar hafi íhugað að mótmæla viðveru lögreglu með einhverjum hætti en hætt við. Í fyrradag birti hún eftirfarandi færslu á Facebook:

„Lögreglan gaf stjórn Hinsegin daga loforð sem þau stóðu svo ekki við,“ segir hún. „Okkur þykir vænt um gönguna og ég veit að Elínborg hlakkaði til að sjá gönguna – en svo gerist þetta.“

Elínborg segist hafa fengið kaldar kveðjur frá lögreglumönnunum. „Þeir kvöddu mig með þeim orðum að ef ég myndi óhlýðnast fyrirmælum lögreglu aftur myndu þeir sjá til þess að ég fengi ekki að skemmta mér í dag eða taka þátt í skemmtunum í kvöld.“

Ýmsir hafa lýst hneykslan á framgöngu lögreglu, meðal annars Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár