Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

„Lög­regla er ekki og hef­ur aldrei ver­ið í liði með hinseg­in­fólki,“ seg­ir Guð­munda Smári Veig­ars­dótt­ir, að­gerðasinni sem hef­ur gegnt trún­að­ar­störf­um fyr­ir Sam­tök­in '78 og Hinseg­in daga. „Ég veit að El­ín­borg hlakk­aði til að sjá göng­una, en svo ger­ist þetta.“

Lögregla sneri niður hinsegin aktívista og sakaði um að „mótmæla gleðigöngunni“

„Það er ofboðslega sárt að vera handtekin fyrir hver ég er en ekki fyrir eitthvað sem ég hef gert.“ Þetta segir Elínborg Harpa Önundardóttir, unga konan sem var handtekin í gleðigöngunni, í samtali við Stundina. Hún var stödd á Landspítalanum að afla áverkavottorðs þegar blaðamaður náði tali af henni.

Lögreglan sagði fjölmiðlum fyrr í dag að konan hefði gert „tilraun til þess að trufla gönguna í mótmælaskyni“ . Elínborg segir þetta kolrangt og útskýrir hvernig atburðarásin horfir við henni í viðtali við Vísi

Guðmunda Smári Veigarsdóttir, hinsegin aðgerðasinni sem meðal annars hefur setið í stjórnum Hinsegin daga og Samtakanna '78, fjallar um málið á Facebook og greinir frá því að nokkrir aðgerðasinnar hafi íhugað að mótmæla viðveru lögreglu í gleðigöngunni en síðan hætt við.

„Lögregla framdi líkamsárás á Pride göngunni,“ skrifar Guðmunda. „Réðst á hinsegin manneskju fyrir það eitt að labba og vera til. Eina sem þessi manneskja gæti hafa gert var að hafa hitt mig og rætt um hugsanleg mótmæli sem við afturkölluðum vegna loforða lögreglunnar við pride. Greinilega eru loforð lögreglunnar við hinsegin fólk ekki virt. Ég sit núna með þessari manneskju og horfi upp á áverka og miklar bólgur sem ég ætti að bera því ég var eina upphafs manneskjan. Núna er greinilegt að lögreglan er að leka röngum upplýsingum í fjölmiðla. Sú sem var handtekin var ekki að mótmæla heldur var bara að njóta pride.“ 

Guðmunda segir í samtali við Stundina að atvikið komi sér því miður ekki á óvart. 

„Lögregla er ekki og hefur aldrei verið í liði með hinseginfólki. Það fara engar kærur vegna hatursglæpa áfram frá lögreglu, jafnvel þótt um sé að ræða ítrekaðar árásir og jafnvel þótt málavextir séu augljósir. Þessi aðgerð í dag sýnir einmitt viðmótið. Þau viljandi targeta hinsegin manneskju.“

Guðmunda segir að aldrei hafi staðið til að mótmæla gleðigöngunni þótt nokkrir aðgerðasinnar hafi íhugað að mótmæla viðveru lögreglu með einhverjum hætti en hætt við. Í fyrradag birti hún eftirfarandi færslu á Facebook:

„Lögreglan gaf stjórn Hinsegin daga loforð sem þau stóðu svo ekki við,“ segir hún. „Okkur þykir vænt um gönguna og ég veit að Elínborg hlakkaði til að sjá gönguna – en svo gerist þetta.“

Elínborg segist hafa fengið kaldar kveðjur frá lögreglumönnunum. „Þeir kvöddu mig með þeim orðum að ef ég myndi óhlýðnast fyrirmælum lögreglu aftur myndu þeir sjá til þess að ég fengi ekki að skemmta mér í dag eða taka þátt í skemmtunum í kvöld.“

Ýmsir hafa lýst hneykslan á framgöngu lögreglu, meðal annars Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður Skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár