Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ummæli um Freyju Haraldsdóttur ekki brot á siðareglum

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir fær að „njóta vaf­ans“ að mati siðanefnd­ar Al­þing­is. Hún seg­ir að for­seti Al­þing­is sé á „per­sónu­legri póli­tískri veg­ferð“.

Ummæli um Freyju Haraldsdóttur ekki brot á siðareglum
Freyja Haraldsdóttir og Anna Kolbrún Árnadóttir Anna Kolbrún segir ummælin hafa tengst aðgengismálum í húsnæði Alþingis.

Siðanefnd Alþingis telur ekki að ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, um Freyju Haraldsdóttur hafi brotið gegn siðareglum Alþingis.

Á upptökum af samtali þingmanna Miðflokksins á Klaustri bar má heyra Önnu Kolbrúnu kalla hana „Freyju eyju“. Freyja, sem áður var varaþingmaður Bjartrar framtíðar, fæddist með sjaldgæfan beinasjúkdóm sem veldur því að bein hennar eru stökk og brotna auðveldlega og þarf hún af þeim sökum að nota hjólastól. 

Í áliti siðanefndar, sem Morgunblaðið birti í heild sinni í dag, kemur fram að Anna Kolbrún hafi að mestu staðið fyrir utan umræðurnar á Klaustri bar. „Ummæli hennar, eins og þau eru afmörkuð af hálfu forsætisnefndar, gefa ekki til kynna að hún hafi ætlað sér að tala niður til fatlaðs fólks almennt. Hún grípur hins vegar inn í umræðurnar með uppnefni á tilteknum stjórnmálamanni,“ segir í álitinu.

Siðanefnd telur ekki augljóst að uppnefnið hafi verið góðlátlegt, heldur vísi til líkamlegs ástands Freyju Haraldsdóttur vegna sjúkdóms hennar. „Siðanefnd telur að ummæli Önnu Kolbrúnar Árnadóttur kunni að þessu leyti að falla undir þær skorður sem forsætisnefnd nefnir í afmörkun sinni, að siðareglur setji alþingismönnum í umfjöllun þeirra um pólitíska samherja og andstæðinga,“ segir í álitinu.

„Ummæli af þessum toga geta þannig skaðað ímynd Alþingis. Það verður þó ekki fram hjá því litið að erfitt er að slá þessu föstu. Í ljósi afmörkunar forsætisnefndar og hversu takmarkaðar upplýsingar liggja til grundvallar þessum ummælum telur siðanefnd rétt að Anna Kolbrún Árnadóttir njóti vafans að þessu leyti.“

Orðalagið tengdist veggstubbi

„Allur málatilbúnaður þessa máls hefur verið mjög sérstakur og virðist rekinn af sérstaklega miklum þrótti af forseta Alþingis svo ekki er annað hægt að álykta sem svo en að forseti Alþingis sé á persónulegri pólitískri vegferð,“ skrifar Anna Kolbrún í svari sínu til nefndarinnar og vísar þar til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis.

Steingrímur J. Sigfússon

Anna Kolbrún segist hafa hringt í Freyju í kjölfar birtingar frétta um samræðurnar til þess að biðja hana afsökunar. Freyja hafi valið að svara henni ekki. Bendir hún á að ummælin eigi sér aðrar rætur en hvað varðar sjúkdóm Freyju og snúi að starfsaðstöðu Miðflokksins í húsakynnum Alþingis.

„Ég óskaði eftir því við létum fjarlægja veggstubba eða „eyju“ við innganginn sem hindrar mjög aðgengi fatlaðs fólks,“ skrifar Anna Kolbrún. „Bent var á að það væri illmögulegt fyrir okkur að fá heimsókn fólks sem notast þyrfti við hjólastól. Þegar Freyja Haraldsdóttir tók sæti á Alþingi voru gerðar breytingar á ræðustól Alþingis. Ég taldi af sömu ástæðum eðlilegt að gerðar yrðu breytingar á skrifstofuaðstöðunni svo hún yrði öllum aðgengileg. Nefnt var að það væri t.a.m. með öllu ómögulegt fyrir Freyju að koma í heimsókn á skrifstofuna en á þeim tíma hafði hún verið gestur velferðarnefndar, þar sem ég á sæti. Eftir þessa umræðu kallaði einhver hindrunina Freyju eyju.“

„Eftir þessa umræðu kallaði
einhver hindrunina Freyju eyju“

Segir hún aðgengishindrunina stundum hafa verið kallaða þetta í framhaldinu. „Þannig er tilvísunin til komin en alls ekki í háðungarskyni. Orðalagið varð fyrst til vegna krafna minna um að aðgengi að skrifstofuhúsnæði þingsins yrði bætt,“ skrifar Anna Kolbrún. „Tilurð ummæla minna um Freyju Haraldsdóttur áttu því ekki við hana sjálfa heldur urðu þau til í Alþingi í kjölfar þess að breytingar þurfti að gera á húsnæði Alþingis til þess að fatlaðir sem notast við hjólastól gætu haft þar aðgengi.“

Þegar fréttir birtust fyrst af samræðunum á Klaustri íhugaði Anna Kolbrún hins vegar að segja af sér þingmennsku. „Ég á mér engar málsbætur. Ég tek fulla ábyrgð á mínum orðum í þessu. Ég hef eytt töluverðum hluta dagsins í að biðja fólk afsökunar og ég geri það að heilum hug,“ sagði hún við RÚV áður en hún tók ákvörðun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu